Verðbólguhvetjandi vaxtahækkanir Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 14:30 Allar aðgerðir Seðlabankans eru verðbólguhvetjandi. Fyrirtækin í landinu skulda 5.500 milljarða. Hver einasta prósentuhækkun stýrivaxta kostar 55 milljarða og Seðlabankinn hefur sexfaldað vexti á rúmu ári. Aukin vaxtakostnaður fyrirtækja er því um 275 milljarðar. Fyrirtæki sækja þennan aukna kostnað að sjálfsögðu til neytenda með því að hækka verð, sem aftur veldur meiri verðbólgu. Þetta er ekki flókið. Það eru bara þau sem eru yfir hagstjórninni á landinu sem sjá ekki þennan einfalda sannleika, og það er skelfileg tilhugsun. Hinn möguleikinn er að þau viti þetta vel. En markmið þeirra sé ekki í raun að ná niður verðbólgu heldur hlaða undir fjármálafyrirtækin og gera eins mörg heimili og hægt er, að þrælum þeirra. Nú hefur Seðlabankinn hækkað vexti enn meira VEGNA hækkana sem ríkisstjórnin sjálf hefur valdið. Að ríkisstjórnin skuli valda þjóðinni slíkum skaða á tímum sem þessum er umfjöllunarefni út af fyrir sig, en burtséð frá því gengur slík röksemdafærsla ekki upp. Aukin verðbólga vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er „einskiptishækkun“. Sú hækkun er þegar orðin og mun ekki valda frekari hækkun á verðbólgu héðan af. Vaxtahækkun VEGNA þessara hækkana, mun því ekki slá á þær á nokkurn hátt. Það eina sem myndi slá á þessar hækkanir væri ef ríkisstjórnin myndi draga þær til baka, en það mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur seint gera, enda hefur hún sýnt hagsmunum fólksins í landinu algjört skeytingarleysi með aðgerðaleysi sínu . Þetta er ríkisstjórn sem hefur sett öll völd yfir heimilum landsins í hendur embættismanna sem nú kasta úr hverri eldvörpunni af annarri yfir varnarlaust fólk. Ríkisstjórnin stendur til hliðar og leyfir þessu að gerast án þess svo mikið að spyrna við fótum því henni er nákvæmlega sama um heimili landsins. Hugur hennar er hjá fjármálafyrirtækjunum og þangað beinist öll hennar umhyggja. Þar ganga hún og Seðlabankinn algjörlega í takt og enginn skal efast um að allar vaxtahækkanir Seðlabankans eru gerðar með fullri vitund, vitneskju og blessun Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ríkisstjórnin ber fulla pólitíska ábyrgð á því sem nú er að gerast ásamt þeim afleiðingum sem fylgja munu í kjölfarið á næstu árum. Ég hef algjöra skömm á þessu. Ekkert þeirra mun taka nokkra ábyrgð á gjörðum sínum. Þegar skaðinn sem þau hafa valdið verður öllum ljós munu þau fara með möntruna um að það sé „ekki hægt að bjarga öllum“. Það er kannski ekki hægt að bjarga öllum, en það er óþarfi að hrinda þeim fyrir björgin sem annars hefðu ekki dottið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Seðlabankinn Flokkur fólksins Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allar aðgerðir Seðlabankans eru verðbólguhvetjandi. Fyrirtækin í landinu skulda 5.500 milljarða. Hver einasta prósentuhækkun stýrivaxta kostar 55 milljarða og Seðlabankinn hefur sexfaldað vexti á rúmu ári. Aukin vaxtakostnaður fyrirtækja er því um 275 milljarðar. Fyrirtæki sækja þennan aukna kostnað að sjálfsögðu til neytenda með því að hækka verð, sem aftur veldur meiri verðbólgu. Þetta er ekki flókið. Það eru bara þau sem eru yfir hagstjórninni á landinu sem sjá ekki þennan einfalda sannleika, og það er skelfileg tilhugsun. Hinn möguleikinn er að þau viti þetta vel. En markmið þeirra sé ekki í raun að ná niður verðbólgu heldur hlaða undir fjármálafyrirtækin og gera eins mörg heimili og hægt er, að þrælum þeirra. Nú hefur Seðlabankinn hækkað vexti enn meira VEGNA hækkana sem ríkisstjórnin sjálf hefur valdið. Að ríkisstjórnin skuli valda þjóðinni slíkum skaða á tímum sem þessum er umfjöllunarefni út af fyrir sig, en burtséð frá því gengur slík röksemdafærsla ekki upp. Aukin verðbólga vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er „einskiptishækkun“. Sú hækkun er þegar orðin og mun ekki valda frekari hækkun á verðbólgu héðan af. Vaxtahækkun VEGNA þessara hækkana, mun því ekki slá á þær á nokkurn hátt. Það eina sem myndi slá á þessar hækkanir væri ef ríkisstjórnin myndi draga þær til baka, en það mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur seint gera, enda hefur hún sýnt hagsmunum fólksins í landinu algjört skeytingarleysi með aðgerðaleysi sínu . Þetta er ríkisstjórn sem hefur sett öll völd yfir heimilum landsins í hendur embættismanna sem nú kasta úr hverri eldvörpunni af annarri yfir varnarlaust fólk. Ríkisstjórnin stendur til hliðar og leyfir þessu að gerast án þess svo mikið að spyrna við fótum því henni er nákvæmlega sama um heimili landsins. Hugur hennar er hjá fjármálafyrirtækjunum og þangað beinist öll hennar umhyggja. Þar ganga hún og Seðlabankinn algjörlega í takt og enginn skal efast um að allar vaxtahækkanir Seðlabankans eru gerðar með fullri vitund, vitneskju og blessun Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ríkisstjórnin ber fulla pólitíska ábyrgð á því sem nú er að gerast ásamt þeim afleiðingum sem fylgja munu í kjölfarið á næstu árum. Ég hef algjöra skömm á þessu. Ekkert þeirra mun taka nokkra ábyrgð á gjörðum sínum. Þegar skaðinn sem þau hafa valdið verður öllum ljós munu þau fara með möntruna um að það sé „ekki hægt að bjarga öllum“. Það er kannski ekki hægt að bjarga öllum, en það er óþarfi að hrinda þeim fyrir björgin sem annars hefðu ekki dottið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun