Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 07:15 Umræður um banka á Íslandi eru um margt áhugaverðar. Árið 2023 var metár fyrir stóru viðskiptabankana þrjá, en alls högnuðust þeir um 83,5 milljarða. Samanlagður hagnaður hefur ekki náð hærri hæðum frá fjármálakreppunni árið 2008, að undanskildu árinu 2015, en þá seldi Arion banki hlut sinn í Bakkavör Group sem útskýrir óvenju háa hagnaðinn það ár. Nú voru nýlega kynnt uppgjör hagnaðar viðskiptabankanna þriggja fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2024. Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sem er meira að segja 1,8 milljarða króna hækkun frá sama tímabili metársins 2023. Hagnaður Landsbankans á þriðja fjórðungi var 10,8 milljarðar króna eftir skatta og arðsemi eiginfjár 11,7% sem er hærra en á metárinu. Loks rekur Íslandsbanki lestina en hagnaður hans á þriðja ársfjórðungi nam einungis 7,3 milljörðum króna, en þó fylgir Íslandsbanki hinum bönkunum með því að arðsemi eiginfjár á þessu tímabili er töluvert hærri en á sama tímabili á metárinu 2023. Það áhugaverða við þetta er að þegar hlustað er á sumt fólk í fjármálageiranum þá mætti halda að það væri mjög erfitt og jafnvel óhagstætt að reka banka, einkum vegna hins sérstaka skatts sem íslenskir viðskiptabankar, sparisjóðir eða lánafyrirtæki þurfa að greiða. Forsögu þessa skatts má rekja til hrunsins, en í kjölfar þess var bankaskattinum komið á. Með honum var leitast við að hvetja fjármálafyrirtæki til að fjármagna sig með öruggari hætti, þ.e. að vera með hátt eigið fé og trygg innlán. Meðal annars er markmið laga um sértækan skatt á fjármálafyrirtæki að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt vegna þeirrar kerfisáhættu sem áhættusöm starfsemi þeirra getur haft í för með sér fyrir þjóðarbúið. Allt frá upphafi árs 2014 hélst gjaldhlutfallið óbreytt, en á árinu 2021 tóku stjórnvöld þá ákvörðun að lækka skattinn úr 0,376% niður í 0,145%. Þessi lækkun skattsins átti að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands og auka útlán þeirra. Bankarnir höfðu lengi kallað eftir því að bankaskatturinn yrði lækkaður og fullyrtu að með því myndi vaxtamunur, þ.e. munurinn á því sem bankar greiða í vexti af innlánum og vöxtum útlána, minnka. Það er því athyglisvert að sjá að vaxtamunur heildareigna bankanna hefur í rauninni staðið í stað frá því að bankaskatturinn var lækkaður. Það má því segja að bankarnir hafi stungið ábatanum af skattalækkuninni í vasann. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í skýrslu starfshóps um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem kom út í ágúst árið 2023. Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu 66,9 ma.kr. hagnaði árið 2022. Eins og áður var rakið nam þessi fjárhæð 83,5 milljörðum árið 2023. Það eru horfur fyrir því að þótt fyrsti og annar ársfjórðungur hjá tveimur af þremur stóru viðskiptabönkunum hafi verið slæmur þá hefur arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuðir ársins verið hærri en árið 2023 og hagnaður meiri. Með öðrum orðum stefnir allt í annað metár bankanna. Það ætti því öllum að liggja ljóst fyrir að bankarnir eru meira en aflögufærir og rúmlega það til að taka á sig hækkun á bankaskattinum. Ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða króna halla og upp safnast vaxtaberandi skuldir á þjóðarbúið á meðan bankarnir fitna og fitna. Höfundur er Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræður um banka á Íslandi eru um margt áhugaverðar. Árið 2023 var metár fyrir stóru viðskiptabankana þrjá, en alls högnuðust þeir um 83,5 milljarða. Samanlagður hagnaður hefur ekki náð hærri hæðum frá fjármálakreppunni árið 2008, að undanskildu árinu 2015, en þá seldi Arion banki hlut sinn í Bakkavör Group sem útskýrir óvenju háa hagnaðinn það ár. Nú voru nýlega kynnt uppgjör hagnaðar viðskiptabankanna þriggja fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2024. Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sem er meira að segja 1,8 milljarða króna hækkun frá sama tímabili metársins 2023. Hagnaður Landsbankans á þriðja fjórðungi var 10,8 milljarðar króna eftir skatta og arðsemi eiginfjár 11,7% sem er hærra en á metárinu. Loks rekur Íslandsbanki lestina en hagnaður hans á þriðja ársfjórðungi nam einungis 7,3 milljörðum króna, en þó fylgir Íslandsbanki hinum bönkunum með því að arðsemi eiginfjár á þessu tímabili er töluvert hærri en á sama tímabili á metárinu 2023. Það áhugaverða við þetta er að þegar hlustað er á sumt fólk í fjármálageiranum þá mætti halda að það væri mjög erfitt og jafnvel óhagstætt að reka banka, einkum vegna hins sérstaka skatts sem íslenskir viðskiptabankar, sparisjóðir eða lánafyrirtæki þurfa að greiða. Forsögu þessa skatts má rekja til hrunsins, en í kjölfar þess var bankaskattinum komið á. Með honum var leitast við að hvetja fjármálafyrirtæki til að fjármagna sig með öruggari hætti, þ.e. að vera með hátt eigið fé og trygg innlán. Meðal annars er markmið laga um sértækan skatt á fjármálafyrirtæki að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt vegna þeirrar kerfisáhættu sem áhættusöm starfsemi þeirra getur haft í för með sér fyrir þjóðarbúið. Allt frá upphafi árs 2014 hélst gjaldhlutfallið óbreytt, en á árinu 2021 tóku stjórnvöld þá ákvörðun að lækka skattinn úr 0,376% niður í 0,145%. Þessi lækkun skattsins átti að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands og auka útlán þeirra. Bankarnir höfðu lengi kallað eftir því að bankaskatturinn yrði lækkaður og fullyrtu að með því myndi vaxtamunur, þ.e. munurinn á því sem bankar greiða í vexti af innlánum og vöxtum útlána, minnka. Það er því athyglisvert að sjá að vaxtamunur heildareigna bankanna hefur í rauninni staðið í stað frá því að bankaskatturinn var lækkaður. Það má því segja að bankarnir hafi stungið ábatanum af skattalækkuninni í vasann. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í skýrslu starfshóps um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem kom út í ágúst árið 2023. Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu 66,9 ma.kr. hagnaði árið 2022. Eins og áður var rakið nam þessi fjárhæð 83,5 milljörðum árið 2023. Það eru horfur fyrir því að þótt fyrsti og annar ársfjórðungur hjá tveimur af þremur stóru viðskiptabönkunum hafi verið slæmur þá hefur arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuðir ársins verið hærri en árið 2023 og hagnaður meiri. Með öðrum orðum stefnir allt í annað metár bankanna. Það ætti því öllum að liggja ljóst fyrir að bankarnir eru meira en aflögufærir og rúmlega það til að taka á sig hækkun á bankaskattinum. Ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða króna halla og upp safnast vaxtaberandi skuldir á þjóðarbúið á meðan bankarnir fitna og fitna. Höfundur er Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar