Vilhjálmur Birgisson

Fjármálaráðherra segir ASÍ stoppa það af að launafólk fái val um að ráðstafa 3,5% iðgjaldi í frjálsan viðbótarsparnað!
Ég hlustaði vel og rækilega á umræður á Alþingi í gær þar sem breytingar á lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóði voru til umræðu. Það kom margt afar forvitnilegt fram í máli fjármálaráðherra sem talaði fyrir frumvarpinu.

Áskorun til stjórnvalda
Fjölmargt launafólk hefur nýtt sér úrræði stjórnvalda og ráðstafað hluta af séreignarsparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán sín. Það er mat mitt að hér sé um mjög skynsamlega ráðstöfun að ræða enda umrædd ráðstöfun skattfrjáls og það er einnig mitt mat að besti lífeyrir heimilanna er að eiga skuldlitla eða skuldlausa eign þegar fólk fer á eftirlaun.

Skattgreiðendur verða að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald
Ég tel löngu tímabært að almennt launafólk fari að fylgjast með og taka miklu meiri afstöðu til þess hverju skattfé okkar er ráðstafað í. Það er í raun rannsóknarefni hversu lítil umræða er um hvernig ríki og sveitarfélög fara með skattfé almennings.

Á að dusta rykið af svokölluðu Salek samkomulagi?
Eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur ríkisstjórn Íslands skipað nefnd um gerð grænbókar um kjarasamninga og vinnumarkaðsmál. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum til forsætisráðherra í lok apríl á næsta ári svo unnt verði að taka hana til umfjöllunar fyrir þinglok.

Ertu ekki örugglega búinn að endurfjármagna húsnæðislánið þitt?
Eitt af aðalmarkmiðum okkar sem komu að gerð Lífskjarasamningsins var að auka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launabreytingum.

Landsvirkjun elur á andúð, hatri og heift gagnvart þeim sem starfa í stóriðjum
Mig setur hljóðan að lesa heiftina, andúðina og hatrið sem virðist ríkja í garð fyrirtækja í orkusæknum iðnaði af hálfu fulltrúa Landsvirkjunar.

Vilja stjórnvöld ekki 14 milljarða fjárfestingu í formi atvinnuuppbyggingar?
Eins og fram kom í fréttum í september þá tilkynnti forstjóri Norðuráls að fyrirtækið væri tilbúið að ráðast í 14 milljarða fjárfestingu vegna stækkunar á steypuskála fyrirtækisins og að þessar framkvæmdir gætu hafist innan nokkurra vikna.

Einokunarforstjóra Landsvirkjunar svarað!
Eins og fram kom í pistli sem ég skrifaði í lok maí þá hef ég sem formaður Verkalýðsfélags Akraness gríðarlegar áhyggjur af atvinnuöryggi og lífsviðurværi minna félagsmanna sem starfa í orkufrekum iðnaði á Grundartanga.

Yfirlýsing vegna aðgerða Icelandair
Við undirrituð mótmælum harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.

Ný gildi á Íslandi
Eftir þær sviptingar sem nú hafa orðið í íslensku efnahagslífi er ekki annað hægt að segja en að það sé grátlegt fyrir íslenska alþýðu að horfa uppá það ástand sem nú blasir við þjóðinni. Ástand sem er að langstærstum hluta tilkomið vegna ofþenslu bankakerfisins og græðgisvæðingar sem hér hefur ríkt undanfarin ár í fjármálageiranum.