„Það er og verður nóg til ef...“ Vilhjálmur Birgisson skrifar 27. ágúst 2021 12:30 Það þarf ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess að íslenskt samfélag verður að eiga og tryggja öflugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Við sem þjóð erum þess gæfu aðnjótandi að hafa nokkuð góðar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar hér á landi en þær greinar sem hafa skapað okkur mestar gjaldeyristekjur til þessa eru eins og flestir vita ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og orkusækinn iðnaður. Það eru aðallega þessar atvinnugreinar sem hafa gert það að verkum að við höfum getað haldið úti því velferðarkerfi sem við viljum búa við en án öflugra gjaldeyrisskapandi atvinnugreina væru okkar innviðir, heilbrigðiskerfi og öll opinber þjónusta mun lakari en við þekkjum í dag. Til að halda áfram að efla helbrigðisþjónustu, vegakerfið, almannatryggingarkerfið og innviði samfélagsins enn frekar þá verðum við að skapa og efla enn frekar gjaldeyrisskapandi atvinnutækifæri. Landið okkar býður upp á gríðarlega möguleika á að framleiða vistvæna græna orku til að skapa gjaldeyristekjur fyrir íslenskt samfélag. Við skulum öll muna að allar þjóðir öfunda okkur af þessari grænu orku sem gerir það að verkum að við erum að leggja gríðarlega mikið til umhverfismála með því að nota slíka orku. Það leikur enginn vafi á að eitt af okkar stærstu framlögum til umhverfismála er að við erum að nota vistvæna raforku. Það liggur t.d. fyrir að ál sem framleitt er hér á landi mengar tífalt minna er álver sem knúið er áfram með kolum. Gríðarleg tækifæri í byltingarkenndum orkuskiptum Rétt er að rifja upp að Landsvirkjun telur að framleiðsla vetnis gæti orðið risastórt tækifæri til að byggja upp nýja útflutningsgrein. Stefnt er að því að bensín og olía heyri sögunni til fyrir árið 2050. Vetnisvæðing stórra bíla, skipa og flugvéla gæti leikið stórt hlutverk í orkuskiptunum. Því er spáð að eftirspurn eftir vetni eigi eftir að aukast mikið á næstu árum og áratugum. Í ljósi þessara staðreynda sem Landsvirkjun bendir réttilega á þá liggur fyrir að fyrirtæki sem hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Faxaflóahafnir um land á Grundartanga hefur í hyggju að reisa vetnisverksmiðju á Grundartangasvæðinu. Svona byltingarkennd verksmiðja gengur út á að framleiða nýja byltingarkenndan orkugjafa til að skipta út mengandi orkugjöfum eins og kolum og öðrum mengandi orkugjöfum. Ef tekst að láta þetta verkefni verða að veruleika þá myndi þetta leiða til þess að framleiðsla þess yrði að öllum líkindum seld út til lands í Evrópu sem myndi spara losun gróðurhúsalofttegunda eins og nemur allri losun Íslands í því landi sem myndi kaupa umrætt vetni. Þessi umhverfisvæna vetnisverksmiðja þarf um 900 MW og hafa þeir sem standa að þessum hugmyndum í hyggju að nota vindorkuna til að knýja verksmiðjuna áfram. Til að framleiða slíka orku með vindi þyrfti rétt rúmlega 200 vindmyllur. Ávallt yrði um nokkra smærri vindmyllugarða að ræða sem rúmuðust á stöðum þar sem náttúru yrði ekki ógnað og ásýnd væri ásættanleg í samanburði við ábatann sem af slíkum görðum stafar. Þessi vetnisverksmiðja myndi skapa uppundir 300 manns atvinnu og skila tugum milljarða í útflutningstekjur og því ljóst að þjóðhagslegur ávinningur er gríðarlegur fyrir Ísland. En aðal ávinningur er þessi vistvæna og byltingarkenndu orkuskipti sem þessi verksmiðja framleiðir sem er vetnið og nemur sparnaðurinn hennar eins og losun Íslands af CO2 eins og áður hefur komið fram. Hvaða umhverfissinni getur verið á móti því að nota vindorkuna til að spara losun á gróðurhúsaáhrifum sem nemur 4 milljónum tonna á ári og um leið skapa 300 varanleg störf og milljarða tekjur fyrir íslenskt samfélag? Eitt er víst að hér er gríðarlegt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að leggja alvöru lóð á vogar skálarnar í baráttunni gegn loftlagsvánni. Bann við plaströrum í kókómjólk sem og plastpokum segir afar lítið í þeirri baráttu við loflagsvána þó með fullri virðingu fyrir slíkum tilraunum til að draga úr mengun. Það er mitt mat að um svona mál eiga komandi alþingiskosningar meðal annars að snúast um enda liggur fyrir að ef við ætlum að lagfæra heilbrigðiskerfið, vegakerfið sem og kjör aldraða og öryrkja þurfum við að skapa gjaldeyristekjur og ekki ónýtt að geta dregið úr losun á gróðurhúsáhrifum samhliða slíkri gjaldeyrisöflun. Það er og verður nóg til ef við nýtum svona dauðatækifæri til að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með umhverfisvænum og vel launuðum störfum. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Orkumál Vinnumarkaður Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess að íslenskt samfélag verður að eiga og tryggja öflugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Við sem þjóð erum þess gæfu aðnjótandi að hafa nokkuð góðar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar hér á landi en þær greinar sem hafa skapað okkur mestar gjaldeyristekjur til þessa eru eins og flestir vita ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og orkusækinn iðnaður. Það eru aðallega þessar atvinnugreinar sem hafa gert það að verkum að við höfum getað haldið úti því velferðarkerfi sem við viljum búa við en án öflugra gjaldeyrisskapandi atvinnugreina væru okkar innviðir, heilbrigðiskerfi og öll opinber þjónusta mun lakari en við þekkjum í dag. Til að halda áfram að efla helbrigðisþjónustu, vegakerfið, almannatryggingarkerfið og innviði samfélagsins enn frekar þá verðum við að skapa og efla enn frekar gjaldeyrisskapandi atvinnutækifæri. Landið okkar býður upp á gríðarlega möguleika á að framleiða vistvæna græna orku til að skapa gjaldeyristekjur fyrir íslenskt samfélag. Við skulum öll muna að allar þjóðir öfunda okkur af þessari grænu orku sem gerir það að verkum að við erum að leggja gríðarlega mikið til umhverfismála með því að nota slíka orku. Það leikur enginn vafi á að eitt af okkar stærstu framlögum til umhverfismála er að við erum að nota vistvæna raforku. Það liggur t.d. fyrir að ál sem framleitt er hér á landi mengar tífalt minna er álver sem knúið er áfram með kolum. Gríðarleg tækifæri í byltingarkenndum orkuskiptum Rétt er að rifja upp að Landsvirkjun telur að framleiðsla vetnis gæti orðið risastórt tækifæri til að byggja upp nýja útflutningsgrein. Stefnt er að því að bensín og olía heyri sögunni til fyrir árið 2050. Vetnisvæðing stórra bíla, skipa og flugvéla gæti leikið stórt hlutverk í orkuskiptunum. Því er spáð að eftirspurn eftir vetni eigi eftir að aukast mikið á næstu árum og áratugum. Í ljósi þessara staðreynda sem Landsvirkjun bendir réttilega á þá liggur fyrir að fyrirtæki sem hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Faxaflóahafnir um land á Grundartanga hefur í hyggju að reisa vetnisverksmiðju á Grundartangasvæðinu. Svona byltingarkennd verksmiðja gengur út á að framleiða nýja byltingarkenndan orkugjafa til að skipta út mengandi orkugjöfum eins og kolum og öðrum mengandi orkugjöfum. Ef tekst að láta þetta verkefni verða að veruleika þá myndi þetta leiða til þess að framleiðsla þess yrði að öllum líkindum seld út til lands í Evrópu sem myndi spara losun gróðurhúsalofttegunda eins og nemur allri losun Íslands í því landi sem myndi kaupa umrætt vetni. Þessi umhverfisvæna vetnisverksmiðja þarf um 900 MW og hafa þeir sem standa að þessum hugmyndum í hyggju að nota vindorkuna til að knýja verksmiðjuna áfram. Til að framleiða slíka orku með vindi þyrfti rétt rúmlega 200 vindmyllur. Ávallt yrði um nokkra smærri vindmyllugarða að ræða sem rúmuðust á stöðum þar sem náttúru yrði ekki ógnað og ásýnd væri ásættanleg í samanburði við ábatann sem af slíkum görðum stafar. Þessi vetnisverksmiðja myndi skapa uppundir 300 manns atvinnu og skila tugum milljarða í útflutningstekjur og því ljóst að þjóðhagslegur ávinningur er gríðarlegur fyrir Ísland. En aðal ávinningur er þessi vistvæna og byltingarkenndu orkuskipti sem þessi verksmiðja framleiðir sem er vetnið og nemur sparnaðurinn hennar eins og losun Íslands af CO2 eins og áður hefur komið fram. Hvaða umhverfissinni getur verið á móti því að nota vindorkuna til að spara losun á gróðurhúsaáhrifum sem nemur 4 milljónum tonna á ári og um leið skapa 300 varanleg störf og milljarða tekjur fyrir íslenskt samfélag? Eitt er víst að hér er gríðarlegt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að leggja alvöru lóð á vogar skálarnar í baráttunni gegn loftlagsvánni. Bann við plaströrum í kókómjólk sem og plastpokum segir afar lítið í þeirri baráttu við loflagsvána þó með fullri virðingu fyrir slíkum tilraunum til að draga úr mengun. Það er mitt mat að um svona mál eiga komandi alþingiskosningar meðal annars að snúast um enda liggur fyrir að ef við ætlum að lagfæra heilbrigðiskerfið, vegakerfið sem og kjör aldraða og öryrkja þurfum við að skapa gjaldeyristekjur og ekki ónýtt að geta dregið úr losun á gróðurhúsáhrifum samhliða slíkri gjaldeyrisöflun. Það er og verður nóg til ef við nýtum svona dauðatækifæri til að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með umhverfisvænum og vel launuðum störfum. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar