Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Vilhjálmur Birgisson og Árni Sverrisson skrifa 12. nóvember 2024 08:30 Öllum að óvörum hafa sjálfbærar veiðar á langreyðum orðið að ítrekuðu umfjöllunar- og átakaefni í þjóðmálaumræðu í því ríkisstjórnarsamstarfi sem nú hefur verið slitið. Eins og vonlegt er sýnist sitt hverjum um þessar veiðar. Það er ekki nýtt. Það er heldur ekki nýtt, að Alþingi fer með forræði á því hvernig auðlindir lands og sjávar eru nýttar. Þar hafa engar breytingar verið gerðar er varða veiðar á langreyðum. Ástæða átaka nú er vegna alvarlegra lögbrota þáverandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Þannig hefur umboðsmaður Alþingis staðfest að ákvörðun ráðherra um að stöðva hvalveiðar hafi farið í bága við lög og að ráðherra hafi ekki gætt að meðalhófi við ákvörðun sína, sem henni bar að gera samkvæmt skráðum og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar. Með ákvörðun sinni fór ráðherra gegn mikilsverðum rétti Hvals hf. samkvæmt 72. og 75. gr. stjórnarskrár er varða vernd eignarréttar og atvinnufrelsi. Síðari embættisfærslur matvælaráðherra sem á eftir kom, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, eru jafnframt enn til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis. Sá ráðherra viðurkenndi reyndar að honum hafi lögum samkvæmt borið að gefa út leyfi til veiða, en til að reyna að klekkja á vilja löggjafans ákvað ráðherrann að gefa út leyfi sem vitað var að kæmi að engum notum. Þessar embættisfærslur ættu að vera áhyggjuefni öllum þeim sem er annt um réttarríkið og að settum lögum og stjórnarskrá sé fylgt. En hvað sem öllum ágreiningi líður, þá heldur tímans hjól sinni vegferð fram veginn. Og senn fer í hönd nýtt hvalveiðitímabil. Eðli máls samkvæmt hefur Hvalur óskað eftir því að fá leyfi til veiða útgefið að nýju, eins og hefðbundið er. Með hliðsjón af skýrum ákvæðum laga og stjórnarskrár, auk afdráttarlauss álits umboðsmanns Alþingis, þá liggur í hlutarins augljósa eðli að leyfi skuli út gefið. Engu breytir þar hvort boðað hafi verið til alþingiskosninga að nýju. Framkvæmdavaldinu ber eftir sem áður að rækja sínar lögbundnu skyldur. Og þær felast í hinu hefðbundna og lögmæta, að gefa út leyfi. Í ljósi fyrrgreinds sætir nokkurri furðu að sjá kröfur einhverra um að ráðherra beri nú að viðhalda hinu ólögmæta ástandi. Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra. Höfundar eru: Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Vilhjálmur Birgisson Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Öllum að óvörum hafa sjálfbærar veiðar á langreyðum orðið að ítrekuðu umfjöllunar- og átakaefni í þjóðmálaumræðu í því ríkisstjórnarsamstarfi sem nú hefur verið slitið. Eins og vonlegt er sýnist sitt hverjum um þessar veiðar. Það er ekki nýtt. Það er heldur ekki nýtt, að Alþingi fer með forræði á því hvernig auðlindir lands og sjávar eru nýttar. Þar hafa engar breytingar verið gerðar er varða veiðar á langreyðum. Ástæða átaka nú er vegna alvarlegra lögbrota þáverandi matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Þannig hefur umboðsmaður Alþingis staðfest að ákvörðun ráðherra um að stöðva hvalveiðar hafi farið í bága við lög og að ráðherra hafi ekki gætt að meðalhófi við ákvörðun sína, sem henni bar að gera samkvæmt skráðum og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar. Með ákvörðun sinni fór ráðherra gegn mikilsverðum rétti Hvals hf. samkvæmt 72. og 75. gr. stjórnarskrár er varða vernd eignarréttar og atvinnufrelsi. Síðari embættisfærslur matvælaráðherra sem á eftir kom, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, eru jafnframt enn til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis. Sá ráðherra viðurkenndi reyndar að honum hafi lögum samkvæmt borið að gefa út leyfi til veiða, en til að reyna að klekkja á vilja löggjafans ákvað ráðherrann að gefa út leyfi sem vitað var að kæmi að engum notum. Þessar embættisfærslur ættu að vera áhyggjuefni öllum þeim sem er annt um réttarríkið og að settum lögum og stjórnarskrá sé fylgt. En hvað sem öllum ágreiningi líður, þá heldur tímans hjól sinni vegferð fram veginn. Og senn fer í hönd nýtt hvalveiðitímabil. Eðli máls samkvæmt hefur Hvalur óskað eftir því að fá leyfi til veiða útgefið að nýju, eins og hefðbundið er. Með hliðsjón af skýrum ákvæðum laga og stjórnarskrár, auk afdráttarlauss álits umboðsmanns Alþingis, þá liggur í hlutarins augljósa eðli að leyfi skuli út gefið. Engu breytir þar hvort boðað hafi verið til alþingiskosninga að nýju. Framkvæmdavaldinu ber eftir sem áður að rækja sínar lögbundnu skyldur. Og þær felast í hinu hefðbundna og lögmæta, að gefa út leyfi. Í ljósi fyrrgreinds sætir nokkurri furðu að sjá kröfur einhverra um að ráðherra beri nú að viðhalda hinu ólögmæta ástandi. Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra. Höfundar eru: Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun