Ætla stjórnvöld virkilega að eyðileggja eftirlaunasjóði verkafólks endanlega? Vilhjálmur Birgisson skrifar 13. júní 2025 13:10 Ég sem formaður Starfsgreinasambands Íslands fór á fund hjá efnahags-og viðskiptanefnd Alþingis í gær til að fylgja eftir umsögn SGS um frumvarp til laga um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 (víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna), 430. mál. Afstaða SGS hvað þetta frumvarp varðar er hvellskýr þ.e.a.s SGS getur alls ekki stutt þetta frumvarp óbreytt enda er frumvarpið árás á lífeyrissjóði verkafólks sem nú þegar þurfa að þola það skefjalausa óréttlæti að standa nánast einir undir mikilli örorkubyrði. Enda liggur fyrir að framlag til jöfnunar á örorkubyrði dugar alls ekki til að jafna stöðu verkamannasjóðanna til að ná meðaltali á örorkubyrði við aðra lífeyrissjóði. Málið er tvíþætt Þetta mál er lýtur að lífeyrisréttindum verkafólks er tvíþætt. Í fyrsta lagi er það þetta frumvarp sem lýtur að víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna en markmiðið er að auka tekjur öryrkja. Að sjálfsögðu gerir SGS ekki athugasemdir við það en að ætla að láta eldri borgara í verkamannasjóðunum greiða fyrir þessa breytingu með umtalsverðum skerðingum á þeirra lífeyri er svo galið að það nær ekki nokkru tali. Oft hefur verið sagt fyrir hverjar kosningar hvað á að gera fyrir öryrkja og eldri borgara, svarið er komið með þessu frumvarpi, það á að láta eldri borgara borga fyrir lagfæringu á kjörum öryrkja enda liggur fyrir skv. útreikningi frá Benedikt Jóhannessyni tryggingarstærðfræðingi lífeyrissjóðs Festu lífeyrissjóðs að það muni þurfa að skerða réttindi á ellilífeyri um 7,5% verði þessi breyting að veruleika! Þetta er eignatilfærsla frá eldri borgurum í verkamannasjóðunum yfir til öryrkja og er klárt brot á eignarrétti stjórnarskárinnar. Leggja byrðar á eftirlaunasjóði verkafólks sem nema jafn miklu og veiðileyfagjöldin eiga að skila Eins og áður sagði er þetta grimmileg árás á lífeyrissjóði verkafólks en þetta eru aðallega fimm verkamannasjóðir sem verða fyrir barðinu á þessu glórulausa frumvarpi þ.e.a.s Festa lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Rangæinga, Stapi lífeyrissjóður og lífeyrisjóður Vestmannaeyja en allir þessir sjóðir munu þurfa að skerða ellilífeyri og réttindaávinnsluna umtalsvert eða frá 5% upp í allt að 7,5% skv. tryggingarstærðfræðingi verði þetta frumvarp að lögum í óbreyttri mynd. Að stjórnvöld ætli að slá sig til riddara með því að laga kjör öryrkja með því að ráðst á lífeyrisréttindi verkafólks er fordæmalaust og það er kaldhæðnislegt að þessi kostnaður sem mun leggjast á lífeyrisréttindi verkafólks nemur skv. umsögn SA 8,8 milljörðum á ári sem er nánast sama upphæð og veiðileyfisgjöldin eiga að skila! Festu lífeyrissjóði vantar 123,6% hærra framlag til jöfnunar á örorkubyrði En þetta er alls ekki það eina sem lífeyrissjóðir verkafólks þurfa að þola þessi misserin enda liggur fyrir skv. fjármálaáætlun að afnema eigi framlag til jöfnunar á örorkubryði alfarið á næsta ári en í fyrra nam þetta framlag til jöfnunar á örorkubyrði 7,1 milljarði en var lækkað niður í 4,5 milljarða á þessu ári. En hvert er hlutverk framlags til jöfnar á örorkubyrði sem samið var um árið 2005? Jú, það var og er til að jafna örorkubyrði milli lífeyrissjóða en eins og allir vita er örorka langmest hjá fólki sem vinnur erfiðsvinnu þ.e.a.s í verkamannasjóðunum og framlagið átti að tryggja að hlutfall örorkulífeyrisskuldbindinga af heildarskuldbindingum væri að meðaltali eins. Í þessu samhengi er rétt að þetta hlutfall er að meðaltali 8% hjá öllum lífeyrissjóðum landsins en hjá Festu og Gildi lífeyrissjóðum er þetta hlutfall örorkulífeyrisskuldbindinga af heildarskuldbindingum 15%. Þetta þýðir eins og fram kemur í umsögn Festu lífeyrissjóðs að framlagið til Festu var árið 2024 878 milljónir en skv. útreikningum sjóðsins þyrfti það að vera 1.963 milljónir til að jafna stöðu sjóðsins að meðaltalinu og takið eftir það vantar 1085 milljónir til að tryggja stöðu verkafólks gagnvart öðrum sjóðum eða sem nemur 123,6% Þetta þýðir að réttindi verkafólks, ellilífeyrir og réttindaávinnsla verður fyrir vikið miklu, miklu lakari vegna þess að framlag til jöfnunar á örorkubyrði dugar engan vegin til að tryggja að verkamannasjóðirnir nái umræddu meðaltals hlutfalli á örorkuskuldbindingum. Hugsið ykkur meðferðina á verkafólki sem vinnur erfiðisvinnu sem leiðir til þess að örorkutíðni verður miklu meiri en í öðrum lífeyrisjsóðum þurfi eitt að standa undir sinni örorkubyrði. Hvaða samtrygging er þetta? Hvaða réttlæti er þetta? Hvaða félagshyggja er þetta? Hvaða jafnaðarmennska er að níðast svona á lífeyrissjóðum verkafólks og það er skylda stjórnvalda að tryggja að framlag til jöfnunar á örorkubyrði í verkamannasjóðunum sé þannig að lífeyrisréttindi og réttindaávinnsla verkafólks verði ekki miklu lakari en hjá öðru launafólki eingöngu vegna þess að örorkutíðni í verkamannasjóðunum þar sem fólk vinnur erfiðisvinnu er langtum meiri en í öðrum lífeyrissjóðum. Þetta framferði er stjórnvöldum til ævarandi skammar að koma svona fram við verkafólkið sem heldur tannhjólum atvinnulífsins gangandi. Brot á jafnræðislegu og stjórnarskrárvörðum réttindum verkafólks Mitt mat er að þetta framferði stjórnvalda sé klárt brot á jafnræðisreglu og stjórnarskrárvörðum réttindindum sjóðfélaga og full ástæða til að kanna hvort leita eigi til dómstóla enda stenst það ekki að lögþvinga verkafólk inni í verkamannasjóðina þar sem réttindi og réttindaávinnsla er miklu lakari vegna þess að stjórnvöld axla ekki sína ábyrgð við að tryggja að verkamannasjóðirnir séu ekki með mun meira íþyngjandi örorkubyrði en meðaltalið segir til um. Eins og staðan er í dag þá liggur fyrir að nýtt frumvarp um víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna á að taka gildi 1. september en með því frumvarpi eins og það lítur út núna mun það skerða ellilífeyri verkafólks umtalsvert og síðan liggur fyrir að hækka þarf framlag til jöfnunar á örorkubyrði til verkamannasjóða umtalsvert til að þeir standi jafnt á við aðra sjóði. Ekki láta eldri borgara fjármagna kosningaloforð Það verður fróðlegt að fylgjast með ríkisstjórn sem segist standa fyrir félagshyggju, réttlæti og jöfnuði hvort þau ætli að halda því til streitu að ráðast á kjör eldri borgara og réttindi verkafólks allt til þess að uppfylla kosningaloforð Flokks fólksins við lagfæra kjör öryrkja. Að sjálfsögðu styður SGS að kjör þeirra verði lagfærð en það er til skammar ef það eiga að vera eldri borgarar og verkafólk sem standa straum af þeim kostnaði með skerðingum á þeirra réttindum. Ef stjórnvöld ætla að gera það þá skulu þau fjármagna það sjálf en ekki með því að ráðast á kjör ellilífeyrisþega í verkamannasjóðunum og láta þá standa undir þessum kostnaði. Hví í ósköpunum hafa lífeyrissjóðirnir ekki flaggað þessu rauða flaggi fyrr? Ég get hins vegar ekki annað en velt fyrir mér hvað lífeyrirsjóðirnir hafa verið að gera í ljósi þess að nú blasir við að það vantar eins og hjá Festu lífeyrissjóði 123,6% uppá framlag til jöfnunar á örorkubyrði. Hví í ósköpunum hefur þessu rauða flaggi ekki verið veifað fyrr af hálfu lífeyrissjóðsins enda leiðir of lágt framlag til jöfnunar á örorkubyrði til lakari lífeyrisréttinda hjá verkafólki. Nú verða lífeyrissjóðirnir að girða sig í brók og gæta að hagsmunum sinna sjóðsfélaga og leggja fram nákvæma útreikninga fyrir hvert ár hvað framlag til jöfnunar á örorkubyrðinni eigi og þurfi að vera ár hvert. Ég skal fúslega viðurkenna að ég skil ekki þessi vinnubrögð af hálfu lífeyrissjóðanna og að nú fyrst sé verið að upplýsa með afgerandi hætti að framlagið dugar engan veginn til að ná meðaltals hlutfalli á örorkubyrði við aðra lífeyrissjóði. Þetta eru vinnubrögð sem eru með öllu óviðundandi enda bitnar þessi vinnubrögð fyrst og fremst á ellilífeyri og réttindaávinnslu verkafólks. Ég skoraði á efnahags-og viðskiptanefnd að skipa starfshóp þar sem farið verður yfir þetta mál er lýtur að verkamannasjóðunum og tryggja þarf að framlag til jöfnunar á örorkubyrði þeirri nái að tryggja umrætt meðaltal en ef það ekki gerist og frumvarpið fer í gegn óbreytt og framlagið verður fellt niður þá mun það leiða til þess að eftirlaunasjóðir verkafólks verða endanlega ónýttir og er það minnisvarði sem Valkyrjurnar í ríkisstjórninni vilja virkilega eiga þátt í að skapa? Eitt er víst, að aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands munu berjast af alefli fyrir því að sanngirni og réttlæti er lúta að lífeyrissjóðum verkafólks verði tryggð með afgerandi hætti þannig að þau búi ekki við lakari lífeyrisréttindi en aðrar starfsstéttir í þessu landi. Höfundur er formaður Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sem formaður Starfsgreinasambands Íslands fór á fund hjá efnahags-og viðskiptanefnd Alþingis í gær til að fylgja eftir umsögn SGS um frumvarp til laga um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 (víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna), 430. mál. Afstaða SGS hvað þetta frumvarp varðar er hvellskýr þ.e.a.s SGS getur alls ekki stutt þetta frumvarp óbreytt enda er frumvarpið árás á lífeyrissjóði verkafólks sem nú þegar þurfa að þola það skefjalausa óréttlæti að standa nánast einir undir mikilli örorkubyrði. Enda liggur fyrir að framlag til jöfnunar á örorkubyrði dugar alls ekki til að jafna stöðu verkamannasjóðanna til að ná meðaltali á örorkubyrði við aðra lífeyrissjóði. Málið er tvíþætt Þetta mál er lýtur að lífeyrisréttindum verkafólks er tvíþætt. Í fyrsta lagi er það þetta frumvarp sem lýtur að víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna en markmiðið er að auka tekjur öryrkja. Að sjálfsögðu gerir SGS ekki athugasemdir við það en að ætla að láta eldri borgara í verkamannasjóðunum greiða fyrir þessa breytingu með umtalsverðum skerðingum á þeirra lífeyri er svo galið að það nær ekki nokkru tali. Oft hefur verið sagt fyrir hverjar kosningar hvað á að gera fyrir öryrkja og eldri borgara, svarið er komið með þessu frumvarpi, það á að láta eldri borgara borga fyrir lagfæringu á kjörum öryrkja enda liggur fyrir skv. útreikningi frá Benedikt Jóhannessyni tryggingarstærðfræðingi lífeyrissjóðs Festu lífeyrissjóðs að það muni þurfa að skerða réttindi á ellilífeyri um 7,5% verði þessi breyting að veruleika! Þetta er eignatilfærsla frá eldri borgurum í verkamannasjóðunum yfir til öryrkja og er klárt brot á eignarrétti stjórnarskárinnar. Leggja byrðar á eftirlaunasjóði verkafólks sem nema jafn miklu og veiðileyfagjöldin eiga að skila Eins og áður sagði er þetta grimmileg árás á lífeyrissjóði verkafólks en þetta eru aðallega fimm verkamannasjóðir sem verða fyrir barðinu á þessu glórulausa frumvarpi þ.e.a.s Festa lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Rangæinga, Stapi lífeyrissjóður og lífeyrisjóður Vestmannaeyja en allir þessir sjóðir munu þurfa að skerða ellilífeyri og réttindaávinnsluna umtalsvert eða frá 5% upp í allt að 7,5% skv. tryggingarstærðfræðingi verði þetta frumvarp að lögum í óbreyttri mynd. Að stjórnvöld ætli að slá sig til riddara með því að laga kjör öryrkja með því að ráðst á lífeyrisréttindi verkafólks er fordæmalaust og það er kaldhæðnislegt að þessi kostnaður sem mun leggjast á lífeyrisréttindi verkafólks nemur skv. umsögn SA 8,8 milljörðum á ári sem er nánast sama upphæð og veiðileyfisgjöldin eiga að skila! Festu lífeyrissjóði vantar 123,6% hærra framlag til jöfnunar á örorkubyrði En þetta er alls ekki það eina sem lífeyrissjóðir verkafólks þurfa að þola þessi misserin enda liggur fyrir skv. fjármálaáætlun að afnema eigi framlag til jöfnunar á örorkubryði alfarið á næsta ári en í fyrra nam þetta framlag til jöfnunar á örorkubyrði 7,1 milljarði en var lækkað niður í 4,5 milljarða á þessu ári. En hvert er hlutverk framlags til jöfnar á örorkubyrði sem samið var um árið 2005? Jú, það var og er til að jafna örorkubyrði milli lífeyrissjóða en eins og allir vita er örorka langmest hjá fólki sem vinnur erfiðsvinnu þ.e.a.s í verkamannasjóðunum og framlagið átti að tryggja að hlutfall örorkulífeyrisskuldbindinga af heildarskuldbindingum væri að meðaltali eins. Í þessu samhengi er rétt að þetta hlutfall er að meðaltali 8% hjá öllum lífeyrissjóðum landsins en hjá Festu og Gildi lífeyrissjóðum er þetta hlutfall örorkulífeyrisskuldbindinga af heildarskuldbindingum 15%. Þetta þýðir eins og fram kemur í umsögn Festu lífeyrissjóðs að framlagið til Festu var árið 2024 878 milljónir en skv. útreikningum sjóðsins þyrfti það að vera 1.963 milljónir til að jafna stöðu sjóðsins að meðaltalinu og takið eftir það vantar 1085 milljónir til að tryggja stöðu verkafólks gagnvart öðrum sjóðum eða sem nemur 123,6% Þetta þýðir að réttindi verkafólks, ellilífeyrir og réttindaávinnsla verður fyrir vikið miklu, miklu lakari vegna þess að framlag til jöfnunar á örorkubyrði dugar engan vegin til að tryggja að verkamannasjóðirnir nái umræddu meðaltals hlutfalli á örorkuskuldbindingum. Hugsið ykkur meðferðina á verkafólki sem vinnur erfiðisvinnu sem leiðir til þess að örorkutíðni verður miklu meiri en í öðrum lífeyrisjsóðum þurfi eitt að standa undir sinni örorkubyrði. Hvaða samtrygging er þetta? Hvaða réttlæti er þetta? Hvaða félagshyggja er þetta? Hvaða jafnaðarmennska er að níðast svona á lífeyrissjóðum verkafólks og það er skylda stjórnvalda að tryggja að framlag til jöfnunar á örorkubyrði í verkamannasjóðunum sé þannig að lífeyrisréttindi og réttindaávinnsla verkafólks verði ekki miklu lakari en hjá öðru launafólki eingöngu vegna þess að örorkutíðni í verkamannasjóðunum þar sem fólk vinnur erfiðisvinnu er langtum meiri en í öðrum lífeyrissjóðum. Þetta framferði er stjórnvöldum til ævarandi skammar að koma svona fram við verkafólkið sem heldur tannhjólum atvinnulífsins gangandi. Brot á jafnræðislegu og stjórnarskrárvörðum réttindum verkafólks Mitt mat er að þetta framferði stjórnvalda sé klárt brot á jafnræðisreglu og stjórnarskrárvörðum réttindindum sjóðfélaga og full ástæða til að kanna hvort leita eigi til dómstóla enda stenst það ekki að lögþvinga verkafólk inni í verkamannasjóðina þar sem réttindi og réttindaávinnsla er miklu lakari vegna þess að stjórnvöld axla ekki sína ábyrgð við að tryggja að verkamannasjóðirnir séu ekki með mun meira íþyngjandi örorkubyrði en meðaltalið segir til um. Eins og staðan er í dag þá liggur fyrir að nýtt frumvarp um víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna á að taka gildi 1. september en með því frumvarpi eins og það lítur út núna mun það skerða ellilífeyri verkafólks umtalsvert og síðan liggur fyrir að hækka þarf framlag til jöfnunar á örorkubyrði til verkamannasjóða umtalsvert til að þeir standi jafnt á við aðra sjóði. Ekki láta eldri borgara fjármagna kosningaloforð Það verður fróðlegt að fylgjast með ríkisstjórn sem segist standa fyrir félagshyggju, réttlæti og jöfnuði hvort þau ætli að halda því til streitu að ráðast á kjör eldri borgara og réttindi verkafólks allt til þess að uppfylla kosningaloforð Flokks fólksins við lagfæra kjör öryrkja. Að sjálfsögðu styður SGS að kjör þeirra verði lagfærð en það er til skammar ef það eiga að vera eldri borgarar og verkafólk sem standa straum af þeim kostnaði með skerðingum á þeirra réttindum. Ef stjórnvöld ætla að gera það þá skulu þau fjármagna það sjálf en ekki með því að ráðast á kjör ellilífeyrisþega í verkamannasjóðunum og láta þá standa undir þessum kostnaði. Hví í ósköpunum hafa lífeyrissjóðirnir ekki flaggað þessu rauða flaggi fyrr? Ég get hins vegar ekki annað en velt fyrir mér hvað lífeyrirsjóðirnir hafa verið að gera í ljósi þess að nú blasir við að það vantar eins og hjá Festu lífeyrissjóði 123,6% uppá framlag til jöfnunar á örorkubyrði. Hví í ósköpunum hefur þessu rauða flaggi ekki verið veifað fyrr af hálfu lífeyrissjóðsins enda leiðir of lágt framlag til jöfnunar á örorkubyrði til lakari lífeyrisréttinda hjá verkafólki. Nú verða lífeyrissjóðirnir að girða sig í brók og gæta að hagsmunum sinna sjóðsfélaga og leggja fram nákvæma útreikninga fyrir hvert ár hvað framlag til jöfnunar á örorkubyrðinni eigi og þurfi að vera ár hvert. Ég skal fúslega viðurkenna að ég skil ekki þessi vinnubrögð af hálfu lífeyrissjóðanna og að nú fyrst sé verið að upplýsa með afgerandi hætti að framlagið dugar engan veginn til að ná meðaltals hlutfalli á örorkubyrði við aðra lífeyrissjóði. Þetta eru vinnubrögð sem eru með öllu óviðundandi enda bitnar þessi vinnubrögð fyrst og fremst á ellilífeyri og réttindaávinnslu verkafólks. Ég skoraði á efnahags-og viðskiptanefnd að skipa starfshóp þar sem farið verður yfir þetta mál er lýtur að verkamannasjóðunum og tryggja þarf að framlag til jöfnunar á örorkubyrði þeirri nái að tryggja umrætt meðaltal en ef það ekki gerist og frumvarpið fer í gegn óbreytt og framlagið verður fellt niður þá mun það leiða til þess að eftirlaunasjóðir verkafólks verða endanlega ónýttir og er það minnisvarði sem Valkyrjurnar í ríkisstjórninni vilja virkilega eiga þátt í að skapa? Eitt er víst, að aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands munu berjast af alefli fyrir því að sanngirni og réttlæti er lúta að lífeyrissjóðum verkafólks verði tryggð með afgerandi hætti þannig að þau búi ekki við lakari lífeyrisréttindi en aðrar starfsstéttir í þessu landi. Höfundur er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar