Skattgreiðendur verða að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald Vilhjálmur Birgisson skrifar 18. desember 2020 14:00 Ég tel löngu tímabært að almennt launafólk fari að fylgjast með og taka miklu meiri afstöðu til þess hverju skattfé okkar er ráðstafað í. Það er í raun rannsóknarefni hversu lítil umræða er um hvernig ríki og sveitarfélög fara með skattfé almennings. Launamaður sem er með 600 þúsund í mánaðarlaun er að greiða rétt tæpar 2 milljónir í skatta til ríkis og sveitarfélaga á ári miðað við heildartekjur upp á 7,2 milljónir á ári og ef hjón eru með sambærilegar tekjur sem þessu nemur eru þau að greiða um 4 milljónir í skatt á ári af launum sínum. Þessu til viðbótar er fólk að greiða fasteignaskatt, bifreiðaskatt, virðisauka af matvælum og þjónustu og svona mætti lengi telja sem þýðir að stór hluti tekna launafólks fer með einum eða öðrum hætti til ríkis og sveitarfélaga í formi skatts. Á þessari forsendu er það með ólíkindum hvað launafólk og heimili virðast velta því lítið fyrir sér hvernig farið er með skattfé okkar. Ég tel að hér verði að eiga sér stað umtalsverð hugarfarsbreyting hjá launafólki og almenningi og launafólk á að sjálfsögðu að fylgjast miklu, miklu betur með í hvað skattfé okkar er ráðstafað. Ég geri mér algerlega grein fyrir að við verðum að halda úti góðri velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, löggæslu og annarri lögbundinni þjónustu í þágu almennings en það gerir það samt ekki að verkum að launafólk eigi ekki að láta meira að sér kveða varðandi í hvað skattfé almennings er eytt. Munum að á þessu og næsta ári er áætlað að halli ríkissjóðs nemi 600 milljörðum og verði kominn í 900 milljarða árið 2025 og því mikilvægt að muna að það mun ekki koma í hlut neinna annarra en íslenskra skattgreiðenda að vinna bug á þessum halla. Það er nefnilega þjóðaríþrótt þegar allir öskra að ríkið eigi að gera þetta og hitt en á endanum er það skattfé okkar allra sem hér er um að ræða og við eigum að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald en gert hefur verið á liðnum árum og áratugum. Það er nefnilega voða auðvelt að eyða fjármunum annarra! Pólitík sem ég þoli ekki Nú styttist í Alþingiskosningar og nú mun dynja á okkur á næstu mánuðum loforðaflaumurinn. Loforðaflaumur sem byggist oft á tíðum á því að það eigi að gera allt fyrir alla, en munum að þegar verið er að ræða um að gera allt fyrir alla þá er verið að tala um skattfé almennings. Launafólk sem og aðrir verða að veita stjórnvöldum á hverjum tíma fyrir sig miklu meira aðhald eins og áður sagði. Ég skal fúslega viðurkenna að ég klóra mér eilítið í höfðinu yfir því að núna sé það öskrað úr öllum áttum að dæla eigi skattfé almennings í allar áttir vegna efnahagsástandsins. Ég skil þó fyllilega að það þurfi í svona ástandi að verja grunnstoðir kerfisins og þá sem höllum fæti standa. Ég skil hins vegar ekki þá dapurlegu og ómerkilegu pólitík eins og þegar sumir stjórnmálamenn tala um að við vinnum okkur nánast eingöngu út úr þessari efnahagslægð með því að skuldsetja okkur bara nógu „andskoti“ mikið og það er helst að dreifa fjármagni í allar áttir. Það mun koma að skuldadögum og það verða engir aðrir en skattgreiðendur sem á endanum munu þurfa með einum eða öðrum hætti að greiða niður þann halla. Skildu fjármálaráðgjafar og félagsráðgjafar sveitarfélaganna ráðleggja og segja einstaklingum sem lenda tímabundið í fjárhagsvandræðum, eyddu bara nógu „andskoti“ miklu og taktu eins mikil lán og þú getur, þannig vinnur þú þig út úr þínum vandræðum. Nei fjandakornið ekki, og er rekstur ríkis og sveitarfélaga ekki í grunninn svipaður eins og að reka heimili, eða með öðrum orðum: eyddu ekki meira en þú aflar? Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég tel löngu tímabært að almennt launafólk fari að fylgjast með og taka miklu meiri afstöðu til þess hverju skattfé okkar er ráðstafað í. Það er í raun rannsóknarefni hversu lítil umræða er um hvernig ríki og sveitarfélög fara með skattfé almennings. Launamaður sem er með 600 þúsund í mánaðarlaun er að greiða rétt tæpar 2 milljónir í skatta til ríkis og sveitarfélaga á ári miðað við heildartekjur upp á 7,2 milljónir á ári og ef hjón eru með sambærilegar tekjur sem þessu nemur eru þau að greiða um 4 milljónir í skatt á ári af launum sínum. Þessu til viðbótar er fólk að greiða fasteignaskatt, bifreiðaskatt, virðisauka af matvælum og þjónustu og svona mætti lengi telja sem þýðir að stór hluti tekna launafólks fer með einum eða öðrum hætti til ríkis og sveitarfélaga í formi skatts. Á þessari forsendu er það með ólíkindum hvað launafólk og heimili virðast velta því lítið fyrir sér hvernig farið er með skattfé okkar. Ég tel að hér verði að eiga sér stað umtalsverð hugarfarsbreyting hjá launafólki og almenningi og launafólk á að sjálfsögðu að fylgjast miklu, miklu betur með í hvað skattfé okkar er ráðstafað. Ég geri mér algerlega grein fyrir að við verðum að halda úti góðri velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, löggæslu og annarri lögbundinni þjónustu í þágu almennings en það gerir það samt ekki að verkum að launafólk eigi ekki að láta meira að sér kveða varðandi í hvað skattfé almennings er eytt. Munum að á þessu og næsta ári er áætlað að halli ríkissjóðs nemi 600 milljörðum og verði kominn í 900 milljarða árið 2025 og því mikilvægt að muna að það mun ekki koma í hlut neinna annarra en íslenskra skattgreiðenda að vinna bug á þessum halla. Það er nefnilega þjóðaríþrótt þegar allir öskra að ríkið eigi að gera þetta og hitt en á endanum er það skattfé okkar allra sem hér er um að ræða og við eigum að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald en gert hefur verið á liðnum árum og áratugum. Það er nefnilega voða auðvelt að eyða fjármunum annarra! Pólitík sem ég þoli ekki Nú styttist í Alþingiskosningar og nú mun dynja á okkur á næstu mánuðum loforðaflaumurinn. Loforðaflaumur sem byggist oft á tíðum á því að það eigi að gera allt fyrir alla, en munum að þegar verið er að ræða um að gera allt fyrir alla þá er verið að tala um skattfé almennings. Launafólk sem og aðrir verða að veita stjórnvöldum á hverjum tíma fyrir sig miklu meira aðhald eins og áður sagði. Ég skal fúslega viðurkenna að ég klóra mér eilítið í höfðinu yfir því að núna sé það öskrað úr öllum áttum að dæla eigi skattfé almennings í allar áttir vegna efnahagsástandsins. Ég skil þó fyllilega að það þurfi í svona ástandi að verja grunnstoðir kerfisins og þá sem höllum fæti standa. Ég skil hins vegar ekki þá dapurlegu og ómerkilegu pólitík eins og þegar sumir stjórnmálamenn tala um að við vinnum okkur nánast eingöngu út úr þessari efnahagslægð með því að skuldsetja okkur bara nógu „andskoti“ mikið og það er helst að dreifa fjármagni í allar áttir. Það mun koma að skuldadögum og það verða engir aðrir en skattgreiðendur sem á endanum munu þurfa með einum eða öðrum hætti að greiða niður þann halla. Skildu fjármálaráðgjafar og félagsráðgjafar sveitarfélaganna ráðleggja og segja einstaklingum sem lenda tímabundið í fjárhagsvandræðum, eyddu bara nógu „andskoti“ miklu og taktu eins mikil lán og þú getur, þannig vinnur þú þig út úr þínum vandræðum. Nei fjandakornið ekki, og er rekstur ríkis og sveitarfélaga ekki í grunninn svipaður eins og að reka heimili, eða með öðrum orðum: eyddu ekki meira en þú aflar? Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar