Skattgreiðendur verða að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald Vilhjálmur Birgisson skrifar 18. desember 2020 14:00 Ég tel löngu tímabært að almennt launafólk fari að fylgjast með og taka miklu meiri afstöðu til þess hverju skattfé okkar er ráðstafað í. Það er í raun rannsóknarefni hversu lítil umræða er um hvernig ríki og sveitarfélög fara með skattfé almennings. Launamaður sem er með 600 þúsund í mánaðarlaun er að greiða rétt tæpar 2 milljónir í skatta til ríkis og sveitarfélaga á ári miðað við heildartekjur upp á 7,2 milljónir á ári og ef hjón eru með sambærilegar tekjur sem þessu nemur eru þau að greiða um 4 milljónir í skatt á ári af launum sínum. Þessu til viðbótar er fólk að greiða fasteignaskatt, bifreiðaskatt, virðisauka af matvælum og þjónustu og svona mætti lengi telja sem þýðir að stór hluti tekna launafólks fer með einum eða öðrum hætti til ríkis og sveitarfélaga í formi skatts. Á þessari forsendu er það með ólíkindum hvað launafólk og heimili virðast velta því lítið fyrir sér hvernig farið er með skattfé okkar. Ég tel að hér verði að eiga sér stað umtalsverð hugarfarsbreyting hjá launafólki og almenningi og launafólk á að sjálfsögðu að fylgjast miklu, miklu betur með í hvað skattfé okkar er ráðstafað. Ég geri mér algerlega grein fyrir að við verðum að halda úti góðri velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, löggæslu og annarri lögbundinni þjónustu í þágu almennings en það gerir það samt ekki að verkum að launafólk eigi ekki að láta meira að sér kveða varðandi í hvað skattfé almennings er eytt. Munum að á þessu og næsta ári er áætlað að halli ríkissjóðs nemi 600 milljörðum og verði kominn í 900 milljarða árið 2025 og því mikilvægt að muna að það mun ekki koma í hlut neinna annarra en íslenskra skattgreiðenda að vinna bug á þessum halla. Það er nefnilega þjóðaríþrótt þegar allir öskra að ríkið eigi að gera þetta og hitt en á endanum er það skattfé okkar allra sem hér er um að ræða og við eigum að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald en gert hefur verið á liðnum árum og áratugum. Það er nefnilega voða auðvelt að eyða fjármunum annarra! Pólitík sem ég þoli ekki Nú styttist í Alþingiskosningar og nú mun dynja á okkur á næstu mánuðum loforðaflaumurinn. Loforðaflaumur sem byggist oft á tíðum á því að það eigi að gera allt fyrir alla, en munum að þegar verið er að ræða um að gera allt fyrir alla þá er verið að tala um skattfé almennings. Launafólk sem og aðrir verða að veita stjórnvöldum á hverjum tíma fyrir sig miklu meira aðhald eins og áður sagði. Ég skal fúslega viðurkenna að ég klóra mér eilítið í höfðinu yfir því að núna sé það öskrað úr öllum áttum að dæla eigi skattfé almennings í allar áttir vegna efnahagsástandsins. Ég skil þó fyllilega að það þurfi í svona ástandi að verja grunnstoðir kerfisins og þá sem höllum fæti standa. Ég skil hins vegar ekki þá dapurlegu og ómerkilegu pólitík eins og þegar sumir stjórnmálamenn tala um að við vinnum okkur nánast eingöngu út úr þessari efnahagslægð með því að skuldsetja okkur bara nógu „andskoti“ mikið og það er helst að dreifa fjármagni í allar áttir. Það mun koma að skuldadögum og það verða engir aðrir en skattgreiðendur sem á endanum munu þurfa með einum eða öðrum hætti að greiða niður þann halla. Skildu fjármálaráðgjafar og félagsráðgjafar sveitarfélaganna ráðleggja og segja einstaklingum sem lenda tímabundið í fjárhagsvandræðum, eyddu bara nógu „andskoti“ miklu og taktu eins mikil lán og þú getur, þannig vinnur þú þig út úr þínum vandræðum. Nei fjandakornið ekki, og er rekstur ríkis og sveitarfélaga ekki í grunninn svipaður eins og að reka heimili, eða með öðrum orðum: eyddu ekki meira en þú aflar? Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég tel löngu tímabært að almennt launafólk fari að fylgjast með og taka miklu meiri afstöðu til þess hverju skattfé okkar er ráðstafað í. Það er í raun rannsóknarefni hversu lítil umræða er um hvernig ríki og sveitarfélög fara með skattfé almennings. Launamaður sem er með 600 þúsund í mánaðarlaun er að greiða rétt tæpar 2 milljónir í skatta til ríkis og sveitarfélaga á ári miðað við heildartekjur upp á 7,2 milljónir á ári og ef hjón eru með sambærilegar tekjur sem þessu nemur eru þau að greiða um 4 milljónir í skatt á ári af launum sínum. Þessu til viðbótar er fólk að greiða fasteignaskatt, bifreiðaskatt, virðisauka af matvælum og þjónustu og svona mætti lengi telja sem þýðir að stór hluti tekna launafólks fer með einum eða öðrum hætti til ríkis og sveitarfélaga í formi skatts. Á þessari forsendu er það með ólíkindum hvað launafólk og heimili virðast velta því lítið fyrir sér hvernig farið er með skattfé okkar. Ég tel að hér verði að eiga sér stað umtalsverð hugarfarsbreyting hjá launafólki og almenningi og launafólk á að sjálfsögðu að fylgjast miklu, miklu betur með í hvað skattfé okkar er ráðstafað. Ég geri mér algerlega grein fyrir að við verðum að halda úti góðri velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, löggæslu og annarri lögbundinni þjónustu í þágu almennings en það gerir það samt ekki að verkum að launafólk eigi ekki að láta meira að sér kveða varðandi í hvað skattfé almennings er eytt. Munum að á þessu og næsta ári er áætlað að halli ríkissjóðs nemi 600 milljörðum og verði kominn í 900 milljarða árið 2025 og því mikilvægt að muna að það mun ekki koma í hlut neinna annarra en íslenskra skattgreiðenda að vinna bug á þessum halla. Það er nefnilega þjóðaríþrótt þegar allir öskra að ríkið eigi að gera þetta og hitt en á endanum er það skattfé okkar allra sem hér er um að ræða og við eigum að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald en gert hefur verið á liðnum árum og áratugum. Það er nefnilega voða auðvelt að eyða fjármunum annarra! Pólitík sem ég þoli ekki Nú styttist í Alþingiskosningar og nú mun dynja á okkur á næstu mánuðum loforðaflaumurinn. Loforðaflaumur sem byggist oft á tíðum á því að það eigi að gera allt fyrir alla, en munum að þegar verið er að ræða um að gera allt fyrir alla þá er verið að tala um skattfé almennings. Launafólk sem og aðrir verða að veita stjórnvöldum á hverjum tíma fyrir sig miklu meira aðhald eins og áður sagði. Ég skal fúslega viðurkenna að ég klóra mér eilítið í höfðinu yfir því að núna sé það öskrað úr öllum áttum að dæla eigi skattfé almennings í allar áttir vegna efnahagsástandsins. Ég skil þó fyllilega að það þurfi í svona ástandi að verja grunnstoðir kerfisins og þá sem höllum fæti standa. Ég skil hins vegar ekki þá dapurlegu og ómerkilegu pólitík eins og þegar sumir stjórnmálamenn tala um að við vinnum okkur nánast eingöngu út úr þessari efnahagslægð með því að skuldsetja okkur bara nógu „andskoti“ mikið og það er helst að dreifa fjármagni í allar áttir. Það mun koma að skuldadögum og það verða engir aðrir en skattgreiðendur sem á endanum munu þurfa með einum eða öðrum hætti að greiða niður þann halla. Skildu fjármálaráðgjafar og félagsráðgjafar sveitarfélaganna ráðleggja og segja einstaklingum sem lenda tímabundið í fjárhagsvandræðum, eyddu bara nógu „andskoti“ miklu og taktu eins mikil lán og þú getur, þannig vinnur þú þig út úr þínum vandræðum. Nei fjandakornið ekki, og er rekstur ríkis og sveitarfélaga ekki í grunninn svipaður eins og að reka heimili, eða með öðrum orðum: eyddu ekki meira en þú aflar? Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun