Skattgreiðendur verða að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald Vilhjálmur Birgisson skrifar 18. desember 2020 14:00 Ég tel löngu tímabært að almennt launafólk fari að fylgjast með og taka miklu meiri afstöðu til þess hverju skattfé okkar er ráðstafað í. Það er í raun rannsóknarefni hversu lítil umræða er um hvernig ríki og sveitarfélög fara með skattfé almennings. Launamaður sem er með 600 þúsund í mánaðarlaun er að greiða rétt tæpar 2 milljónir í skatta til ríkis og sveitarfélaga á ári miðað við heildartekjur upp á 7,2 milljónir á ári og ef hjón eru með sambærilegar tekjur sem þessu nemur eru þau að greiða um 4 milljónir í skatt á ári af launum sínum. Þessu til viðbótar er fólk að greiða fasteignaskatt, bifreiðaskatt, virðisauka af matvælum og þjónustu og svona mætti lengi telja sem þýðir að stór hluti tekna launafólks fer með einum eða öðrum hætti til ríkis og sveitarfélaga í formi skatts. Á þessari forsendu er það með ólíkindum hvað launafólk og heimili virðast velta því lítið fyrir sér hvernig farið er með skattfé okkar. Ég tel að hér verði að eiga sér stað umtalsverð hugarfarsbreyting hjá launafólki og almenningi og launafólk á að sjálfsögðu að fylgjast miklu, miklu betur með í hvað skattfé okkar er ráðstafað. Ég geri mér algerlega grein fyrir að við verðum að halda úti góðri velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, löggæslu og annarri lögbundinni þjónustu í þágu almennings en það gerir það samt ekki að verkum að launafólk eigi ekki að láta meira að sér kveða varðandi í hvað skattfé almennings er eytt. Munum að á þessu og næsta ári er áætlað að halli ríkissjóðs nemi 600 milljörðum og verði kominn í 900 milljarða árið 2025 og því mikilvægt að muna að það mun ekki koma í hlut neinna annarra en íslenskra skattgreiðenda að vinna bug á þessum halla. Það er nefnilega þjóðaríþrótt þegar allir öskra að ríkið eigi að gera þetta og hitt en á endanum er það skattfé okkar allra sem hér er um að ræða og við eigum að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald en gert hefur verið á liðnum árum og áratugum. Það er nefnilega voða auðvelt að eyða fjármunum annarra! Pólitík sem ég þoli ekki Nú styttist í Alþingiskosningar og nú mun dynja á okkur á næstu mánuðum loforðaflaumurinn. Loforðaflaumur sem byggist oft á tíðum á því að það eigi að gera allt fyrir alla, en munum að þegar verið er að ræða um að gera allt fyrir alla þá er verið að tala um skattfé almennings. Launafólk sem og aðrir verða að veita stjórnvöldum á hverjum tíma fyrir sig miklu meira aðhald eins og áður sagði. Ég skal fúslega viðurkenna að ég klóra mér eilítið í höfðinu yfir því að núna sé það öskrað úr öllum áttum að dæla eigi skattfé almennings í allar áttir vegna efnahagsástandsins. Ég skil þó fyllilega að það þurfi í svona ástandi að verja grunnstoðir kerfisins og þá sem höllum fæti standa. Ég skil hins vegar ekki þá dapurlegu og ómerkilegu pólitík eins og þegar sumir stjórnmálamenn tala um að við vinnum okkur nánast eingöngu út úr þessari efnahagslægð með því að skuldsetja okkur bara nógu „andskoti“ mikið og það er helst að dreifa fjármagni í allar áttir. Það mun koma að skuldadögum og það verða engir aðrir en skattgreiðendur sem á endanum munu þurfa með einum eða öðrum hætti að greiða niður þann halla. Skildu fjármálaráðgjafar og félagsráðgjafar sveitarfélaganna ráðleggja og segja einstaklingum sem lenda tímabundið í fjárhagsvandræðum, eyddu bara nógu „andskoti“ miklu og taktu eins mikil lán og þú getur, þannig vinnur þú þig út úr þínum vandræðum. Nei fjandakornið ekki, og er rekstur ríkis og sveitarfélaga ekki í grunninn svipaður eins og að reka heimili, eða með öðrum orðum: eyddu ekki meira en þú aflar? Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég tel löngu tímabært að almennt launafólk fari að fylgjast með og taka miklu meiri afstöðu til þess hverju skattfé okkar er ráðstafað í. Það er í raun rannsóknarefni hversu lítil umræða er um hvernig ríki og sveitarfélög fara með skattfé almennings. Launamaður sem er með 600 þúsund í mánaðarlaun er að greiða rétt tæpar 2 milljónir í skatta til ríkis og sveitarfélaga á ári miðað við heildartekjur upp á 7,2 milljónir á ári og ef hjón eru með sambærilegar tekjur sem þessu nemur eru þau að greiða um 4 milljónir í skatt á ári af launum sínum. Þessu til viðbótar er fólk að greiða fasteignaskatt, bifreiðaskatt, virðisauka af matvælum og þjónustu og svona mætti lengi telja sem þýðir að stór hluti tekna launafólks fer með einum eða öðrum hætti til ríkis og sveitarfélaga í formi skatts. Á þessari forsendu er það með ólíkindum hvað launafólk og heimili virðast velta því lítið fyrir sér hvernig farið er með skattfé okkar. Ég tel að hér verði að eiga sér stað umtalsverð hugarfarsbreyting hjá launafólki og almenningi og launafólk á að sjálfsögðu að fylgjast miklu, miklu betur með í hvað skattfé okkar er ráðstafað. Ég geri mér algerlega grein fyrir að við verðum að halda úti góðri velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, löggæslu og annarri lögbundinni þjónustu í þágu almennings en það gerir það samt ekki að verkum að launafólk eigi ekki að láta meira að sér kveða varðandi í hvað skattfé almennings er eytt. Munum að á þessu og næsta ári er áætlað að halli ríkissjóðs nemi 600 milljörðum og verði kominn í 900 milljarða árið 2025 og því mikilvægt að muna að það mun ekki koma í hlut neinna annarra en íslenskra skattgreiðenda að vinna bug á þessum halla. Það er nefnilega þjóðaríþrótt þegar allir öskra að ríkið eigi að gera þetta og hitt en á endanum er það skattfé okkar allra sem hér er um að ræða og við eigum að veita fjárveitingarvaldinu miklu meira aðhald en gert hefur verið á liðnum árum og áratugum. Það er nefnilega voða auðvelt að eyða fjármunum annarra! Pólitík sem ég þoli ekki Nú styttist í Alþingiskosningar og nú mun dynja á okkur á næstu mánuðum loforðaflaumurinn. Loforðaflaumur sem byggist oft á tíðum á því að það eigi að gera allt fyrir alla, en munum að þegar verið er að ræða um að gera allt fyrir alla þá er verið að tala um skattfé almennings. Launafólk sem og aðrir verða að veita stjórnvöldum á hverjum tíma fyrir sig miklu meira aðhald eins og áður sagði. Ég skal fúslega viðurkenna að ég klóra mér eilítið í höfðinu yfir því að núna sé það öskrað úr öllum áttum að dæla eigi skattfé almennings í allar áttir vegna efnahagsástandsins. Ég skil þó fyllilega að það þurfi í svona ástandi að verja grunnstoðir kerfisins og þá sem höllum fæti standa. Ég skil hins vegar ekki þá dapurlegu og ómerkilegu pólitík eins og þegar sumir stjórnmálamenn tala um að við vinnum okkur nánast eingöngu út úr þessari efnahagslægð með því að skuldsetja okkur bara nógu „andskoti“ mikið og það er helst að dreifa fjármagni í allar áttir. Það mun koma að skuldadögum og það verða engir aðrir en skattgreiðendur sem á endanum munu þurfa með einum eða öðrum hætti að greiða niður þann halla. Skildu fjármálaráðgjafar og félagsráðgjafar sveitarfélaganna ráðleggja og segja einstaklingum sem lenda tímabundið í fjárhagsvandræðum, eyddu bara nógu „andskoti“ miklu og taktu eins mikil lán og þú getur, þannig vinnur þú þig út úr þínum vandræðum. Nei fjandakornið ekki, og er rekstur ríkis og sveitarfélaga ekki í grunninn svipaður eins og að reka heimili, eða með öðrum orðum: eyddu ekki meira en þú aflar? Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun