Ástin og lífið

Náði að fjarlægjast ástarsorgina með tónlistinni
„Þetta lag fjallar um að komast út úr erfiðu tímabili og inn í nýjan kafla. Fyrsta platan mín var mjög mikið um ástarsorg og þetta lag er smávegis leiðin út úr því,“ segir tónlistarkonan Nína Solveig Andersen, jafnan þekkt sem Lúpína, um nýja lagið sitt Yfir skýin.

Borguðu fyrir máltíðir allra til að fá staðinn út af fyrir sig
Söngkonan Taylor Swift er sögð hafa greitt fyrir mat allra sem snæddu á veitingastað í Kansas gegn því að þeir myndu yfirgefa staðinn. Vildi hún geta borðað þar í friði á stefnumóti sínu með ruðningskappanum Travis Kelce.

Grímur og Svanhildur giftu sig á spænskum herragarði
Grímur Garðarsson eigandi Bestseller á Íslandi og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir gengu í það heilaga á spænsku eyjunni Mallorca um helgina.

Saga Garðars blómleg á uppistandi: „Það er nýtt barn á leiðinni“
Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason eiga von á sínu öðru barni í lok árs.

Hulk Hogan orðinn giftur maður
Glímukappinn fyrrverandi Hulk Hogan gekk í það heilaga um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem hann gengur í hjónaband en einungis tveir mánuðir eru síðan hann trúlofaðist.

Tveggja barna faðir aðeins 25 ára
Jakob Birgisson skemmtikraftur og handritshöfundur og Sólveig Einarsdóttir, eignuðust stúlku 26. ágúst síðastliðinn. Stúlkan hefur verið nefnd Sigríður.

Stjörnulífið: Stórafmæli, skvísupartý og ástin
Síðastliðin vika einkenndist af tímamótum hjá íslensku stjörnunum. Stórafmæli, nýtt snyrtivörumerki og ferðalög voru áberandi á samfélagsmiðlunum.

Taylor Swift mætti til að fylgjast með Kelce
Ein heitasta slúðursagan í NFL síðustu vikurnar hefur lítið að gera með íþróttina sjálfa. Það er hvort stórstjörnurnar Travis Kelce og Taylor Swift séu par.

Kyndir undir orðróminn um nýtt ástarsamband
Síðustu daga hefur mikið verið rætt um meint ástarsamband bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift og bandaríska fótboltakappans Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. Segja má að söngkonan hafi heldur betur kynt undir orðróminn eftir að hafa mætt á leik Chiefs og Chicago Bears á Arrowhead-vellinum í Kansas City í kvöld.

Fékk millinafnið svo hún yrði ekki önnur Edda Björgvins
Edda Lovísa Björgvinsdóttir segir því hafa fylgt ákveðin pressa að bera nafn ömmu sinnar Eddu Björgvinsdóttur. Foreldrar hennar hafi gefið henni millinafnið Lovísa ef ske kynni að nafnið væri of stórt til að bera. Hún segir fjölskylduna hafa átt erfitt með OnlyFans ferilinn í upphafi og segist Edda stefna á kvikmyndagerð.

„Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“
„Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi.

„Ég er búinn að vera á leiðinni í fimmtán ár“
Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, ákvað að slá til og gerast nýliði hjá björgunarsveitinni Ársæli. Í honum hefur lengi blundað björgunarsveitarmaður en það hefur aldrei gefist tími fyrr en nú. Þó það sé rólegt hjá Sigur Rós þessa dagana getur vel verið að hljómsveitin þvælist fyrir nýliðastarfinu.

„Það var eins og eitthvað hefði sprungið inni í mér“
Blaðakona dinglar árangurslaust á dyrabjöllu við fallegt einbýlishús í Garðabæ. Eftir kurteist bank lætur viðmælandinn á sér kræla. Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur í svo mörgu öðru að snúast að það hefur setið á hakanum að skipta um bilaða dyrabjöllu. Blaðakona tengir enda með sama vandamál, blessuð bilaða dyrabjallan.

„Hann hefur skrifað með mér fjórar seríur“
Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir handritshöfundur og uppistandari hefur í mörg horn að líta en samhliða líflegum starfsvettvangi er hún líka móðir og unnusta. Sonurinn, Guðmundur hefur þrátt fyrir ungan aldur verið viðstaddur skrif á fjórum þáttaröðum. Sú nýjasta, Kennarastofan er væntanleg í Sjónvarp Símans í byrjun næsta árs.

„Bráðum verðum við fjögur“
Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Thelma Dögg Guðmundsen og Kristinn Logi Sigmarsson eiga von á sínu öðru barni.

„Hamingjusöm og hlakka til lífsins með þér“
Inga Tinna Sigurðardóttir stofnandi og framkvæmdarstjóri Dineout birti fyrstu paramyndirnar af sér og kærastanum, Loga Geirssyni fyrrverandi landsliðsmanni í handbolta og einkaþjálfara.

Kim og Beckham sögð vera að stinga saman nefjum
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og Odell Beckham Jr., leikmaður Baltimore Ravens í NFL-deildinni, eru sögð vera stinga saman nefjum.

Þrjár utanlandsferðir á tólf dögum
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, og Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B, eru staddur á Ibiza að fagna góðu gengi lagsins Skína sem hefur verið í fyrsta sæti íslenska listans á FM957 þrjár vikur í röð.

Hittust í leyni á bílastæðum
Victoria Beckham og David Beckham hittust í leyni á bílastæðum í árdaga sambands þeirra. Umboðsmaður kryddpíunnar mælti með því að þau myndu halda sambandinu leyndu, fyrst um sinn.

Lítið fyrir að svæpa, meira í að detta um fólk á dansgólfinu
Sigríður Ásta Olgeirsdóttir söng og leikkona elskar hasar, haust og smalamennsku. Hún lýsir sjálfri sér sem ævintýragjarnri og tilfinningaríkri. Hugrekki og opinn hugur eru meðal þeirra persónueinkenna sem heilli hana mest.

Möguleg ástæða þess að þú ert enn á lausu
Fjöldi ástæðna er fyrir því að fólk er einhleypt, sumir kjósa það að vera einir á meðan aðrir þrá að eignast maka. Breski kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox fær fjölda fyrirspurna árlega frá einhleypu fólki sem vill vita hvernig það eigi að bera sig að til að finna ástina.

Hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu
Bandaríski leikarinn Kevin Costner og fyrrverandi eiginkona hans, Christine Baumgartner, hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu. Slúðurmiðillinn TMZ greinir frá þessu en mikið hefur verið fjallað um mál þeirra Costner og Baumgartner síðustu vikur og mánuði.

Bjarki Már og Unnur Ósk orðin tveggja barna foreldrar
Handboltakppinn Bjarki Már Elísson og kærasta hans, Unnur Ósk Steinþórsdóttir eignuðust stúlku 14. september, sem hefur verið nefnd Milla.

Ariana Grande sækir um skilnað
Tónlistarkonan heimsfræga Ariana Grande hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Dalton Gomez. Þau hafa verið gift í tvö ár.

Eyða hundruðum þúsunda í kynjaveislur
Dæmi eru um að fólk eyði hundruðum þúsunda í skreytingar og annan aðbúnað fyrir kynjaveislur, að sögn eiganda verslunar með partívörur. Ein íburðarmesta kynjaveisla sem haldin hefur verið hér á landi vakti gríðarlega athygli í gær.

Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar
Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti.

Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu
Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng.

Já sæll, fimm tvíburapör í sama bekknum á Sauðárkróki
Það er ótrúlegt en dagsatt en í fyrsta bekk í Árskóla á Sauðárkróki eru fimm pör af tvíburum, þar af tvö eineggja. Í bekknum eru fjörutíu og fjórir nemendur.

Skipti um nafn og elti drauminn: „Fyrstu dagana tróðum við marvaða til að ná andanum“
Rúmur mánuður er nú síðan listahjónin Stefanía Berndsen og Mikael Torfason fluttust búferlum vestur um haf ásamt dætrum sínum tveimur sem eru fimm ára og fjórtán ára. Fjölskyldan hefur nú hreiðrað um sig í borg englanna í Kaliforníu þar sem Stefanía segir að draumar þeirra muni rætast.

„Stjúpmömmuhlutverkið er eitt vanmetnasta hlutverk sem til er“
„Maður er alltaf til hliðar en samt er maður að ala upp einstaklinginn sem sitt eigið barn. Sem stjúpmóðir hef ég ekkert að segja. Maður er einhvern veginn svona helgarpössunarpía,“ segir íslensk stjúpmóðir.