Hjálmar Sveinsson

Fréttamynd

Gamalt hafnarsvæði. Nýtt skipulag

Á ljósmyndum sést að miðborg Reykjavíkur var hafnarborg lengst af á 20. öldinni. Þar áður hafnlaust sjávarpláss. Götur og sund teygja sig alveg að sjónum og húsin standa á hafnarbakkanum. Landfyllingar, plássfrek hafnsækin starfsemi og hönnun Geirsgötu sem hraðbrautar rufu þessi tengsl borgar og hafnar.

Skoðun
Fréttamynd

Landspítalinn og Hringbraut

Óli Kristján Ármannsson blaðamaður skrifaði í ritstjórnargrein helgarútgáfu Fréttablaðsins að Landspítalinn ætti ekki heima í miðbænum, þar sem hann er nú.

Skoðun
Fréttamynd

Kostir við Ingólfstorg og nágrenni

Reykjavíkurborg efndi síðasta haust, í samvinnu við arkitektafélag Íslands, til opinnar alþjóðlegrar samkeppni um skipulag og uppbyggingu á svæði í miðborginni sem teygir sig frá Ingólfstorgi að Kirkjustræti. 68 arkitektar og arkitektateymi tóku þátt. Sá sem hér skrifar sat í dómnefndinni. Niðurstaða liggur nú fyrir og um hana er deilt á síðum Fréttablaðsins og víðar. Eins og von er.

Skoðun
Fréttamynd

Björgum Ingólfstorgsumræðunni

Þessa dagana er rætt af kappi um verðlaunatillögu að skipulagi á húsareitnum milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis. Það er von. Þetta er í kvosinni miðri, í næsta nágrenni við Alþingishúsið og rétt þar hjá sem landnámsskálinn fannst fyrir fáeinum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt upphaf í Reykjavík

Eftir fjögurra ára kreppu og nær algert byggingarstopp eru merki á lofti um að nýtt uppbyggingarskeið sé að hefjast í Reykjavík. Á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni, sem hefur verið skipulagt fyrir vísinda- og stúdentagarða, er verið að byggja 280 stúdentaíbúðir. Borgarráð samþykkti um daginn að auglýsa 100 stúdentaíbúðir við Bolholt.

Skoðun
Fréttamynd

Almenningssamgöngur: Já takk

Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu munu eflast verulega næstu misseri. Í áætlunum Strætó bs. er meðal annars gert ráð fyrir að tíðni vagna á annatímum yfir daginn muni aukast mikið. Sama er að segja um kvöldin og um helgar. Þjónustutími margra leiða mun einnig lengjast þannig að vagnarnir keyra til klukkan eitt eftir miðnætti. Áætlunin tekur gildi strax næsta haust.

Skoðun
Fréttamynd

Fleira fólk – færri bílar

Yfirlýstur tilgangur með lokun á hluta Laugavegs fyrir bílaumferð síðasta sumar var að efla mannlíf og verslun við götuna. Óhætt er að segja að það hafi tekist vonum framar. Stemningin á Laugaveginum milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs í júlí var í einu orði sagt frábær.

Skoðun
Fréttamynd

Byggðaþróun og samgöngustefna

Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspítalalóðinni við Hringbraut "stórslys 21. aldarinnar“. Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögðum annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og samgöngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir.

Skoðun
Fréttamynd

Til varnar stjórnmálum

Það er afar vinsælt nú um stundir að úthúða stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum. Fyrir því er reyndar löng hefð, en síðustu misserin hefur andúðin náð áður óþekktum hæðum. Það er eins og búið sé að gefa skotleyfi á stjórnmálamenn og þeir virðast frekar varnarlausir. Sá siður hefur til að mynda fest sig í sessi að hrópa ókvæðisorð að íslenskum alþingismönnum á leið sinni úr Dómkirkjunni í Alþingishúsið og grýta í þá eggjum.

Skoðun
Fréttamynd

Þýskaland – blómstrandi landslag

Á tímum þegar fjölmiðlar hræða okkur upp úr skónum með vondum fréttum af fjármálamörkuðum og yfirvofandi heimsendi er upplífgandi að fá góðar fréttir öðru hvoru.

Skoðun
Fréttamynd

Öfugþróun snúið við

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins, skrifaði á dögunum ágæta grein í Fréttablaðið um miðbæ Reykjavíkur. Það heyrir til undantekninga að íslenskir þingmenn láti sig borgina einhverju varða. Þeir sem fylgst hafa með öflugri og málefnalegri umræðu um þróun borgarinnar, og borga yfirleitt, undanfarin misseri, vita þó að Sigmundur Davíð hefur lagt til hennar mikilvægan skerf. Hann hefur fært okkur sannfærandi, hagfræðileg rök fyrir því að það er óskynsamlegt að rífa niður gömul hús í gömlum miðbæjum í stórum stíl, hvað þá að leyfa þeim að grotna niður.

Skoðun
Fréttamynd

Laugavegur: Aðlaðandi sumargata

Laugavegurinn er ekki sérlega aðlaðandi fyrir fótgangandi þegar bílaumferðin er sem mest. Það er til að mynda ekkert gaman að vera þar á gangi með lítil börn.

Skoðun
Fréttamynd

Engar heimildir fyrir niðurníðslu

Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fjölda niðurníddra húsa í miðborginni. Sú umfjöllun hefur verið málefnaleg og hún er mjög þörf. Niðurníðslan er óþolandi. Hún skaðar okkur öll því hún setur slæman svip á verðmæta sameign okkar, miðborgina. Hún verðfellir eignir í næsta nágrenni. Hún skapar íkveikjuhættu. Hún býr til hættuleg leiksvæði fyrir börn.

Skoðun
Fréttamynd

Naglar og lungu

Við trúum því flest að loftið á Íslandi sé hreint og tært. Landið er fámennt og við þurfum hvorki kol né olíu til að hita húsin okkar. Hér eru

Skoðun
Fréttamynd

Lífsgæði hafnarsvæðisins

Það hefur verið gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykjavík í sumar. Veðrið hefur verið óvenjulega gott og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir lagt leið sína niður að höfn. Reykjavíkurhöfn er loksins að verða almenningsrými, eins og við þekkjum í mörgum erlendum hafnarborgum, með skemmtilegum gönguleiðum, veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum.

Skoðun
Fréttamynd

Hjálmar Sveinsson: Fákeppnin er skipulagsmál

Kostir verslunarmiðstöðva eru miklir, það sést best af vinsældum þeirra. Í þeim er hægt að kaupa næstum allt í einni ferð og ef þær eru reistar í útjaðri byggðanna er hægt bjóða verslunareigendum mun ódýrara húsnæði en tíðkast við hefðbundnar verslunargötur. Þegar þar við bætist að verslunarmiðstöðvar bjóða upp á nær ótakmörkuð, "ókeypis bílastæði" verða þær ómótstæðilegar. Þrátt fyrir það hafa undanfarin 10 til 20 ár verið skýr merki um að blómatími þeirra sé liðinn í sjálfu upprunalandinu, Bandaríkjunum. Þar er þeim lokað í nokkuð stórum stíl. Það er merkileg þróun og afar myndræn eins og sjá má á mögnuðum vef tileinkuðum dauðum mollum: deadmalls.com.

Skoðun
Fréttamynd

Nafnleynd, peningar, stjórnmál

Reikningar, sem Sjálfstæðisflokkurinn birti tilneyddur í byrjun vikunnar með upplýsingar um styrki til flokksins árin 2002 til 2006, sýna að tveir lögaðilar skera sig úr í rausnarskapnum: FL Group styrkti flokkinn um 30 milljónir en Landsbankinn um 44 milljónir. Þetta eru langhæstu tölur sem sést hafa um styrki einstakra lögaðila til íslensks stjórnmálaflokks. Samkvæmt tölunum sem birtar voru hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið 285 milljónir á þessum árum. Þó eru ekki öll kurl komin til grafar. Margir sem styrktu flokkinn um milljónir óska nafnleyndar . Þarna eru engar tölur um styrki til landsfélaga eða aðildarfélaga flokksins. Ekki tölur um styrki til einstakra frambjóðenda.

Skoðun
Fréttamynd

Höfuðborgarsvæðið er sambýli

Mannkynið stefnir hraðbyri í heitan pott borganna á 21. öldinni. Mannfjöldaskýrslur, sem Byggðadagskrá Sameinuðu Þjóðanna, UN HABITAT, gefur reglulega út, spá sprengingu í vexti borga næstu áratugina. 1950 bjó þriðjungur mannkyns í þéttbýli.

Skoðun