Lífsgæði hafnarsvæðisins 20. ágúst 2010 06:00 Það hefur verið gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykjavík í sumar. Veðrið hefur verið óvenjulega gott og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir lagt leið sína niður að höfn. Reykjavíkurhöfn er loksins að verða almenningsrými, eins og við þekkjum í mörgum erlendum hafnarborgum, með skemmtilegum gönguleiðum, veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum. Auk þess er hafnarsvæðið á góðri leið með að verða mikilvægur staður fyrir menningarhús, hátæknifyrirtæki og hugmyndahús. Fyrir utan lífsgæðin, sem slíkt umhverfi skapar borgarbúum, aflar það mikilvægra tekna fyrir þjóðarbúið. Höfnin er eitt mikilvægasta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Reykjavíkur. Tugþúsundir fara nú í hvalaskoðunarferðir á hverju ári auk þess sem boðið er upp á sjóstangaveiði og fuglaskoðun. Raunar má segja að erlendir ferðmenn, fremur en Íslendingar, hafi uppgvötað lífsgæði hafnarsvæðisins, með svolítilli hjálp hafnarstjórnarinnar. Þetta er sama ánægjulega þróunin og hefur átt sér stað í höfninni í Húsavík. Ekki er ólíklegt að höfnin á Akranesi taki svipuðum breytingum á næstu árum. Í Reykjavíkurhöfn hafa þessi umskipti verið drifin áfram af frumkvöðlum eins og Sægreifanum og hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Sægreifinn er án efa þekktasti veitingastaður Íslands úti í heimi. Hver hefði trúað því þegar ellilífeyrisþeginn Kjartan Halldórsson opnaði þarna litla fiskbúð fyrir 8 árum? Enginn býst ég við. Ekki frekar en að fólk hefði trúað því að árið 2010 yrði sjósund sjálfsagður hluti af sund og baðmenningu fjölmargra Reykvíkinga. Sama þróun hefur átt sér stað víða erlendis undanfarin ár og áratugi. Gamlar atvinnuhafnir ganga í endurnýjun daga sinna sem mannlífshafnir. Það er jákvæð umbreyting. Hættan er þó sú að slíkar hafnir hreki smám saman allt hafntengt atvinnulíf í burt og við sitjum uppi með gervihafnir með einsleitri minjagripaverslun, endalausum hótelum og lúxusíbúðum sem afar fáir hafa efni á og eru nokkurn veginn eins alls staðar í heiminum. Sem betur fer eru hafnirnar hér atvinnuhafnir með hafnsækinni starfsemi og þær eiga að vera það áfram. Það er meðal annars ásýnd alvöru fiskiskipahafnar sem laðar ferðamenn að Reykjavíkurhöfn. Verkefni Faxaflóahafna næstu árin er meðal annars það að efla og tryggja sambýli fiskiskipahafna og ferðaþjónustu; veitingahúsa, kaffihúsa, menningarhúsa og fiskverkunarhúsa; hátæknifyrirtækja og lágtæknifyrirtækja, stórútgerðar og smáútgerðar, hvalaskoðunarbáta og hvalveiðibáta, skemmtiferðaskipa og seglskútueigenda, sjósundsfólks og sægreifa. Til að þetta megi takast sem best þarf margt að koma til og fólk þarf umfram allt að vinna saman. Stjórn Faxaflóahafna tók tvö skref í þá átt á síðasta fundi sínum með samhljóða samþykkt. Stjórnin samþykkti að láta vinna tillögu að heildstæðri umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið. Í greinargerð með tillögunni er bent á að margt í starfsemi Faxaflóahafna sf. varði umhverfismál. Bent er á „umhverfisfrágang hafnarsvæða svo sem græn svæði, gönguleiðir og opin svæði, almenna umhirðu, dýpkunar- og landfyllingarverkefni, frárennslismál, reglur varðandi kjölvatn skipa, varnir gegn bráðamengun, umhirða óreiðuskipa, sala á vatni og rafmagni og ýmsar mælingar á umhverfisþáttum". Frá árinu 2006 hafa Faxaflóahafnir haldið „Grænt bókhald" um afmarkaða rekstrarþætti fyrirtækisins. Heildarumhverfisstefna tekur til margra fleiri þátta umhverfismála. Meðal annars skal skoðað hvernig megi flétta vistvæna samgöngustefnu inn í starfsemi fyrirtækisins. Einnig á að athuga hvort Faxaflóahafnir geti fengið viðurkennda umhverfisvottun. Hin tillagan kveður á um að stjórn Faxaflóahafna haldi árlega opinn fund með notendum hafnanna, útgerð, ferðaþjónustu, fiskvinnslufyrirtækja, flutningafyrirtækja, veitingahúsaeigenda. Faxaflóahafnir telja mikilvægt að geta komið málefnum fyrirtækisins á framfæri við hina mörgu ólíku notendur hafnanna og ekki er síður mikilvægt að þeir geti komið sínum sjónarmiðum milliliðalaust á framfæri. Stundum er sagt að hafnirnar séu lífæð byggðarinnar í landinu. Það á ekki síður við þegar hlutverk þeirra er að breytast og verða fjölbreyttara en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það hefur verið gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykjavík í sumar. Veðrið hefur verið óvenjulega gott og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir lagt leið sína niður að höfn. Reykjavíkurhöfn er loksins að verða almenningsrými, eins og við þekkjum í mörgum erlendum hafnarborgum, með skemmtilegum gönguleiðum, veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum. Auk þess er hafnarsvæðið á góðri leið með að verða mikilvægur staður fyrir menningarhús, hátæknifyrirtæki og hugmyndahús. Fyrir utan lífsgæðin, sem slíkt umhverfi skapar borgarbúum, aflar það mikilvægra tekna fyrir þjóðarbúið. Höfnin er eitt mikilvægasta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Reykjavíkur. Tugþúsundir fara nú í hvalaskoðunarferðir á hverju ári auk þess sem boðið er upp á sjóstangaveiði og fuglaskoðun. Raunar má segja að erlendir ferðmenn, fremur en Íslendingar, hafi uppgvötað lífsgæði hafnarsvæðisins, með svolítilli hjálp hafnarstjórnarinnar. Þetta er sama ánægjulega þróunin og hefur átt sér stað í höfninni í Húsavík. Ekki er ólíklegt að höfnin á Akranesi taki svipuðum breytingum á næstu árum. Í Reykjavíkurhöfn hafa þessi umskipti verið drifin áfram af frumkvöðlum eins og Sægreifanum og hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Sægreifinn er án efa þekktasti veitingastaður Íslands úti í heimi. Hver hefði trúað því þegar ellilífeyrisþeginn Kjartan Halldórsson opnaði þarna litla fiskbúð fyrir 8 árum? Enginn býst ég við. Ekki frekar en að fólk hefði trúað því að árið 2010 yrði sjósund sjálfsagður hluti af sund og baðmenningu fjölmargra Reykvíkinga. Sama þróun hefur átt sér stað víða erlendis undanfarin ár og áratugi. Gamlar atvinnuhafnir ganga í endurnýjun daga sinna sem mannlífshafnir. Það er jákvæð umbreyting. Hættan er þó sú að slíkar hafnir hreki smám saman allt hafntengt atvinnulíf í burt og við sitjum uppi með gervihafnir með einsleitri minjagripaverslun, endalausum hótelum og lúxusíbúðum sem afar fáir hafa efni á og eru nokkurn veginn eins alls staðar í heiminum. Sem betur fer eru hafnirnar hér atvinnuhafnir með hafnsækinni starfsemi og þær eiga að vera það áfram. Það er meðal annars ásýnd alvöru fiskiskipahafnar sem laðar ferðamenn að Reykjavíkurhöfn. Verkefni Faxaflóahafna næstu árin er meðal annars það að efla og tryggja sambýli fiskiskipahafna og ferðaþjónustu; veitingahúsa, kaffihúsa, menningarhúsa og fiskverkunarhúsa; hátæknifyrirtækja og lágtæknifyrirtækja, stórútgerðar og smáútgerðar, hvalaskoðunarbáta og hvalveiðibáta, skemmtiferðaskipa og seglskútueigenda, sjósundsfólks og sægreifa. Til að þetta megi takast sem best þarf margt að koma til og fólk þarf umfram allt að vinna saman. Stjórn Faxaflóahafna tók tvö skref í þá átt á síðasta fundi sínum með samhljóða samþykkt. Stjórnin samþykkti að láta vinna tillögu að heildstæðri umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið. Í greinargerð með tillögunni er bent á að margt í starfsemi Faxaflóahafna sf. varði umhverfismál. Bent er á „umhverfisfrágang hafnarsvæða svo sem græn svæði, gönguleiðir og opin svæði, almenna umhirðu, dýpkunar- og landfyllingarverkefni, frárennslismál, reglur varðandi kjölvatn skipa, varnir gegn bráðamengun, umhirða óreiðuskipa, sala á vatni og rafmagni og ýmsar mælingar á umhverfisþáttum". Frá árinu 2006 hafa Faxaflóahafnir haldið „Grænt bókhald" um afmarkaða rekstrarþætti fyrirtækisins. Heildarumhverfisstefna tekur til margra fleiri þátta umhverfismála. Meðal annars skal skoðað hvernig megi flétta vistvæna samgöngustefnu inn í starfsemi fyrirtækisins. Einnig á að athuga hvort Faxaflóahafnir geti fengið viðurkennda umhverfisvottun. Hin tillagan kveður á um að stjórn Faxaflóahafna haldi árlega opinn fund með notendum hafnanna, útgerð, ferðaþjónustu, fiskvinnslufyrirtækja, flutningafyrirtækja, veitingahúsaeigenda. Faxaflóahafnir telja mikilvægt að geta komið málefnum fyrirtækisins á framfæri við hina mörgu ólíku notendur hafnanna og ekki er síður mikilvægt að þeir geti komið sínum sjónarmiðum milliliðalaust á framfæri. Stundum er sagt að hafnirnar séu lífæð byggðarinnar í landinu. Það á ekki síður við þegar hlutverk þeirra er að breytast og verða fjölbreyttara en áður.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun