Laugavegur: Aðlaðandi sumargata Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 3. júní 2011 09:00 Laugavegurinn er ekki sérlega aðlaðandi fyrir fótgangandi þegar bílaumferðin er sem mest. Það er til að mynda ekkert gaman að vera þar á gangi með lítil börn. Danski arkitektinn Jan Gehl, sem á meðal annars heiðurinn af því að hafa gert Strikið í Kaupmannahöfn að göngugötu, var ekki hrifinn af umferðinni á Laugaveginum þegar hann vann fyrir fjórum árum að tillögum um eflingu miðborgarinnar í Reykjavík. Í viðtali við Morgunblaðið í september 2007 hélt hann því fram að þessi mikla umferð gerði Laugaveginn fráhrindandi. Hann sagði: „Nú lötra þarna langar raðir, stuðara við stuðara, af fjórhjóladrifnum jeppum með fólki sem reynir ekkert á sig, bílar með beljandi hátölurum. Þetta laðar ekki að aðra hópa úr samfélaginu, þroskaðra fólk, oft með góða kaupgetu, ekki heldur eldri borgara. Við þurfum að fá fleira fólk til að koma í bæinn." Við sem sitjum í umhverfis- og samgönguráði teljum að til þess að bæta Laugaveginn og skapa fallega og góða verslunar- og mannlífsgötu þurfi bílarnir að gefa aðeins eftir. Umhverfis- og samgönguráð einróma hefur samþykkt tillögu um að bílaumferð á Laugaveginum frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg verði takmörkuð á tímabilinu 1. júlí til 1. ágúst næstkomandi. Að tveggja vikna tíma liðnum er sviðinu falið að meta stöðuna og kalla til fundar með ráðinu ef í ljós kemur að tilraunin stenst ekki væntingar borgarinnar. Umhverfis- og samgönguráð hefur þá heimild til að falla frá takmörkun á umferð. Milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs eru 40 verslanir og 25 veitingastaðir. Síðustu vikur hefur starfsfólk umhverfis- og samgöngusviðs heimsótt þessa staði. Meirihluti þeirra sem talað var við er hlynntur því að skoða hvaða áhrif það hefur á götuna, verslun og fólk að takmarka bílaumferð á þennan hátt. Ef vel tekst til er ekki ólíklegt að stungið verði upp á því að endurtaka leikinn aftur næsta sumar og reyna þannig að festa Laugaveginn í sessi sem aðlaðandi sumargötu. Rétt er að geta þess, áður en lengra er haldið, að á þessum hluta Laugavegs eru aðeins 17 bílastæði. Fjöldi bílastæða er í þvergötum og auk þess eru í næsta nágrenni þrjú bílastæðahús. Áfram verður hægt að aka þær götur sem þvera Laugaveginn og er lengsta vegalengd frá þvergötu að verslun 50 metrar. Kannski má bæta því við að í miðborg Reykjavíkur eru milli 700 og 800 bílastæði á hver þúsund störf. Það er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Margt mælir með því að fara þessa leið. Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst sumarið 2009 færðu okkur mikilvægar vísbendingar um notkun Laugavegsins. Talningarnar voru framkvæmdar á fimmtudegi og laugardegi á Laugaveginum við Skólavörðustíg og Klapparstíg. Í ljós kom að um það bil 80% vegfarenda á Laugavegi eru gangandi fólk. Þeir sem aka þar á bílum eru milli 15% og 25%. Samt taka bílarnir um helming alls göturýmis við Laugaveginn, að ekki sé minnst á mengunina frá þeim og hávaðann. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn.Kristín Soffía Jónsdóttir situr í umhverfis- og samgönguráði fyrir Samfylkinguna.Kostir göngugötunnar felast í bættu aðgengi fyrir fleiri hópa, minni mengun og meira rými fyrir uppákomur sem gera götulífið skemmtilegra. Við erum sannfærð um að Laugavegurinn getur orðið falleg og vinsæl sumargata sem laðar til sín Íslendinga jafnt sem ferðamenn. Raunar er það svo að í flestum miðborgum í okkar heimshluta er nú verið að gera götur og torg aðgengilegri fyrir fótgangandi og þrengja að bílaumferðinni. Þegar Íslendingar eru þar á ferð, njóta þeir þess yfirleitt að rölta um göturnar, skoða búðarglugga, versla, setjast við borð úti á gangstétt og fá sér hressingu. Er ekki kominn tími til að við reynum að skapa þau lífsgæði í okkar eigin borgarumhverfi sem við sækjumst í erlendis? Þó ekki væri nema yfir hásumarið. Við viljum láta á það reyna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Laugavegurinn er ekki sérlega aðlaðandi fyrir fótgangandi þegar bílaumferðin er sem mest. Það er til að mynda ekkert gaman að vera þar á gangi með lítil börn. Danski arkitektinn Jan Gehl, sem á meðal annars heiðurinn af því að hafa gert Strikið í Kaupmannahöfn að göngugötu, var ekki hrifinn af umferðinni á Laugaveginum þegar hann vann fyrir fjórum árum að tillögum um eflingu miðborgarinnar í Reykjavík. Í viðtali við Morgunblaðið í september 2007 hélt hann því fram að þessi mikla umferð gerði Laugaveginn fráhrindandi. Hann sagði: „Nú lötra þarna langar raðir, stuðara við stuðara, af fjórhjóladrifnum jeppum með fólki sem reynir ekkert á sig, bílar með beljandi hátölurum. Þetta laðar ekki að aðra hópa úr samfélaginu, þroskaðra fólk, oft með góða kaupgetu, ekki heldur eldri borgara. Við þurfum að fá fleira fólk til að koma í bæinn." Við sem sitjum í umhverfis- og samgönguráði teljum að til þess að bæta Laugaveginn og skapa fallega og góða verslunar- og mannlífsgötu þurfi bílarnir að gefa aðeins eftir. Umhverfis- og samgönguráð einróma hefur samþykkt tillögu um að bílaumferð á Laugaveginum frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg verði takmörkuð á tímabilinu 1. júlí til 1. ágúst næstkomandi. Að tveggja vikna tíma liðnum er sviðinu falið að meta stöðuna og kalla til fundar með ráðinu ef í ljós kemur að tilraunin stenst ekki væntingar borgarinnar. Umhverfis- og samgönguráð hefur þá heimild til að falla frá takmörkun á umferð. Milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs eru 40 verslanir og 25 veitingastaðir. Síðustu vikur hefur starfsfólk umhverfis- og samgöngusviðs heimsótt þessa staði. Meirihluti þeirra sem talað var við er hlynntur því að skoða hvaða áhrif það hefur á götuna, verslun og fólk að takmarka bílaumferð á þennan hátt. Ef vel tekst til er ekki ólíklegt að stungið verði upp á því að endurtaka leikinn aftur næsta sumar og reyna þannig að festa Laugaveginn í sessi sem aðlaðandi sumargötu. Rétt er að geta þess, áður en lengra er haldið, að á þessum hluta Laugavegs eru aðeins 17 bílastæði. Fjöldi bílastæða er í þvergötum og auk þess eru í næsta nágrenni þrjú bílastæðahús. Áfram verður hægt að aka þær götur sem þvera Laugaveginn og er lengsta vegalengd frá þvergötu að verslun 50 metrar. Kannski má bæta því við að í miðborg Reykjavíkur eru milli 700 og 800 bílastæði á hver þúsund störf. Það er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Margt mælir með því að fara þessa leið. Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst sumarið 2009 færðu okkur mikilvægar vísbendingar um notkun Laugavegsins. Talningarnar voru framkvæmdar á fimmtudegi og laugardegi á Laugaveginum við Skólavörðustíg og Klapparstíg. Í ljós kom að um það bil 80% vegfarenda á Laugavegi eru gangandi fólk. Þeir sem aka þar á bílum eru milli 15% og 25%. Samt taka bílarnir um helming alls göturýmis við Laugaveginn, að ekki sé minnst á mengunina frá þeim og hávaðann. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn.Kristín Soffía Jónsdóttir situr í umhverfis- og samgönguráði fyrir Samfylkinguna.Kostir göngugötunnar felast í bættu aðgengi fyrir fleiri hópa, minni mengun og meira rými fyrir uppákomur sem gera götulífið skemmtilegra. Við erum sannfærð um að Laugavegurinn getur orðið falleg og vinsæl sumargata sem laðar til sín Íslendinga jafnt sem ferðamenn. Raunar er það svo að í flestum miðborgum í okkar heimshluta er nú verið að gera götur og torg aðgengilegri fyrir fótgangandi og þrengja að bílaumferðinni. Þegar Íslendingar eru þar á ferð, njóta þeir þess yfirleitt að rölta um göturnar, skoða búðarglugga, versla, setjast við borð úti á gangstétt og fá sér hressingu. Er ekki kominn tími til að við reynum að skapa þau lífsgæði í okkar eigin borgarumhverfi sem við sækjumst í erlendis? Þó ekki væri nema yfir hásumarið. Við viljum láta á það reyna.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun