Brynjar Níelsson

Fréttamynd

Innihaldslaus loforðaflaumur

Samfylkingin og aðrir smáflokkar á vinstri vængnum lofa mjög auknum ríkisútgjöldum og ríkisumsvifum og fá stuðning bæði frá forystu ASÍ og BSRB með endalausum auglýsingum á kostnað félagsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Hvaðan kom ég og hvert er ég að fara?

Viðreisn ætlar í kosningabaráttunni að leggja megin áherslu á nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem aflaheimildir verði innkallaðar með fyrningarleið og seldar hæstbjóðanda. Að vísu vantar alla útfærslu í tillögunum en í grunninn eru þetta sennilega vitlausustu tillögur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur lagt fram á lýðveldistímanum og óframkvæmanlegar með góðu móti.

Skoðun
Fréttamynd

Traust til lögreglu

Traust til lögreglu skiptir samfélagið miklu máli. Það traust ávinnur lögreglan sér með vönduðum vinnubrögðum sem sæti endurskoðun ef ástæða er til.

Skoðun
Fréttamynd

Gagnsæi og heiðurslistamenn

Ég hef stundum fjallað um þá tilhneigingu vinstri manna að stofna félög með göfug markmið í pólitískum tilgangi. Mörg þeirra eiga það sammerkt að tala helst niður land og þjóð og skaða með því hagsmuni okkar allra.

Skoðun
Fréttamynd

Spillingin liggur víða

Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Sorgarsaga

Brynjar Níelsson fjallar um söluna á Íslandsbanka og lítur í þeim efnum til sögu Íbúðalánasjóðs sem að mati höfundar er víti til varnaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Vísindasamfélagið

Brynjar Níelsson segir að svo virðist sem ýmsir telji peninga vaxa í sérhannaðri skúffu hjá Bjarna Ben og að maturinn verði til í Bónus.

Skoðun
Fréttamynd

Alræði

Brynjar Níelsson fjallar um sóttvarnir og telur okkur sem þjóð hafa villst verulega af leið í baráttunni við veiruna; meðalið er að drepa sjúklinginn.

Skoðun
Fréttamynd

Sýndar­mennska og blekkingar

Í febrúar sl. lögðu 18 þingmenn fram beiðni um skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt á Íslandi og Namibíu.

Skoðun
Fréttamynd

Fiskveiðiauðlindin II

Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði.

Skoðun
Fréttamynd

Fiskveiðiauðlindin

Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Meðferð almannafjár

Brynjar Níelsson þingmaður segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að skatttekjur eru almannafé.

Skoðun
Fréttamynd

Illvilji

Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, sem sá um framkvæmd þjóðfundarins, skrifaði grein í Fréttablaðið á föstudaginn síðastliðinn og sakar mig um ósannindi og illvilja í skrifum mínum um tillögur stjórnlagaráðs og framkvæmd þjóðfundarins. Í grein minni sagði ég orðrétt: "Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna“. Ósannindin og illviljinn virðist hafa komið fram í þeim orðum mínum ef ég skil grein Guðrúnar rétt.

Skoðun
Fréttamynd

Vörslusviptingar og lýðskrum

Nýlega voru gerðar breytingar á innheimtulögum í þeim tilgangi að takmarka heimildir til vörslusviptinga. Byggist þessi löggjöf, eins og stundum áður, á því að hér sé um mikið réttlætismál að ræða. Í greinargerð er vísað til þess að vörslusvipting fari ekki fram nema með skriflegu samþykki umráðamanns eignar. Jafnframt er því haldið fram í þessari sömu greinargerð að ekki sé heimilt að semja um slíkar þvingunaraðgerðir fyrir fram.

Skoðun
Fréttamynd

Sérfræðingur að sunnan

Helga Vala Helgadóttir hefur í nýlegu viðtali við Fréttatímann og í grein í Fréttablaðinu sagt mig hafa brotið siðareglur lögmanna og vegið að starfsheiðri hennar sem lögmanns í síðasta pistli mínum á Pressunni. Forsaga málsins er sú að Helga Vala hafði í viðtali á RÚV sagt héraðsdómara hafa brotið gegn ungum mönnum sem komu til landsins á fölsuðum skilríkjum með því að dæma þá til fangelsisrefsingar. Vísaði hún í því sambandi til 31. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu Þjóðanna sem ekki hefur verið lögfestur hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Rannsóknarnefndir og réttlæti

Í Fréttablaðinu 26. júlí s.l. ritaði Einar Steingrímsson, stærðfræðingur, grein sem bar yfirskriftina "lögfræði, réttlæti og réttarríki“. Í greininni, sem einnig birtist með viðbót á Eyjunni, er Einar ósáttur við að bæði formaður Lögmannafélags Íslands og forseti Lagadeildar HÍ skuli sjá ýmsa annmarka á því að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálið niður í kjölinn. Lítur Einar svo á að þessir framámenn innan lögfræðistéttarinnar telji formsatriðin mikilvægari en réttlætið.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.