Skoðun
Átta hæstaréttarlögmenn skrifa um Icesavelögin

Stærilæti og útrás

Átta hæstaréttarlögmenn skrifar

Því er haldið fram að þeir sem hafni Icesave-lögunum taki miklar áhættur og sýni sama stærilæti og tíðkaðist á hátímum útrásar. Þetta stenst enga skoðun. Þvert á móti má halda hinu gagnstæða fram.

Þeir sem vilja samþykkja Icesave-lögin telja að með því kaupi Íslendingar sér mikil óáþreifanleg verðmæti í formi trausts og aðgangs að lánsfé. Þetta minnir á útrásartímana þegar fjárfestar fóru með himinskautum og keyptu óáþreifanleg verðmæti í stórum stíl; viðskiptavild voru þau verðmæti kölluð.

Allir vita nú í dag hvað varð um þessi óáþreifanlegu verðmæti þegar á móti blés. Þau hurfu eins og dögg fyrir sólu. Má ekki alveg eins búast við því að verðmætin sem menn ætla sér að kaupa með Icesave-samningnum hverfi með sama hætti? Auðvitað.

Það er mikil ábyrgð sem felst í því að ætla að láta þjóð sína kaupa óáþreifanleg verðmæti með því að taka hundruð milljarða ótakmarkaða áhættu af þróun á verði íslensku krónunnar og eignaverði almennt. Stærilætið er einnig mikið og felst í því, að þeir hinir sömu og þetta vilja, telja sig geta stýrt þessari áhættu með öðrum og betri hætti en hingað til hefur tíðkast. Ekkert bendir til að það sé rétt.

Fellum Icesave-lögin.

Brynjar Níelsson hrl.
Björgvin Þorsteinsson hrl.
Haukur Örn Birgisson hrl.
Jón Jónsson hrl.
Reimar Pétursson hrl.
Sveinn Snorrason hrl
Tómas Jónsson hrl.
Þorsteinn Einarsson hrl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.