Lýðræðisveisla í Valhöll Brynjar Níelsson skrifar 18. mars 2022 11:00 Á morgun fer fram pröfkjör sjálfstæðismanna Í Reykjavík. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafa verið jafn góðir og frambærilegir frambjóðendur í boði. Þarna er blanda af reynsluboltum og nýliðum, sem hafa sannað sig á öðrum vettvangi. Fyrir þá sem eru mjög uppteknir af beinu lýðræði er kjörið tækifæri til að láta til sín taka. Þegar margir góðir kostir eru í boði er vandi að velja. Skiptir máli að listinn verði á endanum fjölbreytilegur, blanda af reynslumiklu fólki í borgarpólitík og svo ferskum nýliðum, sem hafa mikið fram að færa og þora að láta skoðun sína í ljós og eru fylgnir sér. Þeir eru nokkrir nýliðarnir þannig og má sérstaklega nefna Helga Áss Grétarsson, sem ég tel að væri mikill styrkur fyrir borgarbúa að hafa í borgarstjórn. Helgi Áss hefur mótaðar skoðanir og óhræddur við að tjá þær. Slíkir menn eru ekki á hverju strái nú um stundir.Hann er skákmeistari og sér marga leiki fram í tímann, sem er mjög mikilvægt í pólitík og gæti nýst mjög vel í skipulagsmálum borgarinnar. Hann er einnig gamall landsliðsmarkvörður með yngri landsliðum Íslands og þróaði með mér mikla yfirsýn yfir völlinn og stjórnaði vörninni. Helgi Áss er hógvær maður og þótt hann sé fylginn sér er hann þægilegur og hlustar á aðra, ólíkt þeim sem þetta ritar.Hann er rökvís og kemur hugsun sinni vel frá sér, bæði í rituðu og töluði máli, sem er ekki algengt hjá stjórnmálamönnum. Sjálfstæðismenn munu ekki sjá eftir því að veita honum brautargengi í prófkjörinu. Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á morgun fer fram pröfkjör sjálfstæðismanna Í Reykjavík. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafa verið jafn góðir og frambærilegir frambjóðendur í boði. Þarna er blanda af reynsluboltum og nýliðum, sem hafa sannað sig á öðrum vettvangi. Fyrir þá sem eru mjög uppteknir af beinu lýðræði er kjörið tækifæri til að láta til sín taka. Þegar margir góðir kostir eru í boði er vandi að velja. Skiptir máli að listinn verði á endanum fjölbreytilegur, blanda af reynslumiklu fólki í borgarpólitík og svo ferskum nýliðum, sem hafa mikið fram að færa og þora að láta skoðun sína í ljós og eru fylgnir sér. Þeir eru nokkrir nýliðarnir þannig og má sérstaklega nefna Helga Áss Grétarsson, sem ég tel að væri mikill styrkur fyrir borgarbúa að hafa í borgarstjórn. Helgi Áss hefur mótaðar skoðanir og óhræddur við að tjá þær. Slíkir menn eru ekki á hverju strái nú um stundir.Hann er skákmeistari og sér marga leiki fram í tímann, sem er mjög mikilvægt í pólitík og gæti nýst mjög vel í skipulagsmálum borgarinnar. Hann er einnig gamall landsliðsmarkvörður með yngri landsliðum Íslands og þróaði með mér mikla yfirsýn yfir völlinn og stjórnaði vörninni. Helgi Áss er hógvær maður og þótt hann sé fylginn sér er hann þægilegur og hlustar á aðra, ólíkt þeim sem þetta ritar.Hann er rökvís og kemur hugsun sinni vel frá sér, bæði í rituðu og töluði máli, sem er ekki algengt hjá stjórnmálamönnum. Sjálfstæðismenn munu ekki sjá eftir því að veita honum brautargengi í prófkjörinu. Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar