Hvaðan kom ég og hvert er ég að fara? Brynjar Níelsson skrifar 27. ágúst 2021 11:01 Viðreisn ætlar í kosningabaráttunni að leggja megin áherslu á nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem aflaheimildir verði innkallaðar með fyrningarleið og seldar hæstbjóðanda. Að vísu vantar alla útfærslu í tillögunum en í grunninn eru þetta sennilega vitlausustu tillögur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur lagt fram á lýðveldistímanum og óframkvæmanlegar með góðu móti. Ábyrgir stjórnmálaflokkar geta ekki leyft sér svona gáleysistal og sýndarmennsku þegar mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar er undir. Stórveldi í sjávarútvegi Það vill svo til að hvergi í heiminum skilar sjávarútvegur jafn miklu til þjóðarinnar og hér á landi. Fyrirsjáanleiki er þar lykilatriði, sem hefur gert það að verkum að nýting á afla er góð og markaðstarf öflugt. Það gerir íslenskan sjávarútveg samkeppnishæfan. Okkar fiskveiðistjórnunarkerfi hefur að auki leitt af sér mikla nýsköpun tengt sjávarútveginum. Við þurfum að standa vörð um samkeppnisstöðu íslensk sjávarútvegs sem er í samkeppni við lönd þar sem atvinnugreinin er með beinum og óbeinum hætti ríkisstyrkt. Í þessu felast hagsmunir þjóðarinnar en ekki á innköllun aflaheimilda og sölu á þeim til hæstbjóðanda eða hærri sköttum. Uppboð á aflaheimildum hvergi reynst vel Innköllun á aflaheimildum og sala til hæstbjóðanda mun rústa íslenskum sjávarútvegi. Það hefur ekki reynst vel hjá öðrum þjóðum sem hafa farið þessa leið. Þetta er Viðreisnarfólki vel kunnugt og ólíklegt er að flokkurinn færi þessa leið bæri hann ábyrgð á málaflokknum. Völdum fylgir nefnilega ábyrgð. En í kosningabaráttu geta stjórnmálaflokkar leyft sér ábyrgðarlaust hjal og innihaldslaus loforð í sinni sölu- og sýndarmennsku. Viðreisn er ekki ein í þessum leik og mér sýnist Samfylkingin ætli að toppa alla aðra. Svo verður maður bara að vona að kjósendur sjái í gegnum þessa óreiðu alla. Pólitík af þessu tagi á greiðan aðgang þegar búið er að sannfæra marga um að þjóðin eigi fiskinn í sjónum og að útgerðarmenn hafi stolið honum eða vondir stjórnmálamenn hafa gefið hann útvöldum. Það á enginn fiskinn í sjónum, hvorki þjóðin né einstakir útgerðarmenn. Fiskurinn á sig sjálfur eins og aðrar lifandi verur og fer oft á tíðum þangað sem hann vill á hverjum tíma. Sama á við um fuglinn fljúgandi. Það breytir því ekki a dýrin, þar með fiskurinn í sjónum, er auðlind sem við stjórnum í okkar lögsögu á grundvelli fullveldisréttarins. Því ákveða stjórnvöld á hverjum tíma hvernig auðlindin verði nýtt, hvað mikið er veitt, hvernig hún er skattlögð o.s.frv. Þess vegna er skondið að Viðreisn skuli vilja færa „þjóðareignina“ undir stjórn ESB. Daði og gagnamagnið Árið 2010 vann dr. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og núverandi varaformaður Viðreisnar, greinargerð um áhrif fyrningarleiðar á afkomu og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja að beiðni nefndar um endurskoðun á stjórnkerfi fiskveiða undir forystu Guðbjarts heitins Hannessonar. Daði Már sagði meðal annars: „Aflamarkskerfið hefur skapað mikil verðmæti gegnum hagræðingu og verðmætari afurðir. Stærstur hluti hlutdeildarinnar í heildaraflamarki, varanlegu veiðiheimildanna, hefur skipt um eigendur síðan kerfinu var komið á. Sá umframhagnaður sem aflamarkskerfið skapaði hefur því þegar verið fjarlægður að mestu úr fyrirtækjunum með sölu aflaheimildanna. Nýir eigendur aflaheimilda hagnast ekki meira en eðlilegt er miðað við áhættuna í rekstri útgerðarfyrirtækja. Þetta takmarkar mjög tækifæri ríkisins til að auka gjaldtöku á útgerðinni án þess að það feli í sér eignaupptöku og hafi veruleg neikvæð áhrif á rekstrarskilyrði hennar. Fyrning aflaheimilda felur í sér mjög mikil neikvæð áhrif bæði á efnahag og rekstur útgerðarfyrirtækja. Það sem að óathuguðu máli gæti litið út fyrir að vera óveruleg fyrning hefur í raun afar mikil neikvæð áhrif, enda er verið að svipta útgerðarfyrirtækin lykileignum með varanlegum hætti. Niðurstöður þessarar greinargerðar benda til þess að línuleg fyrning umfram 0,5% á ári mundi þurrka út hagnað útgerðarinnar. Fyrning umfram það er líkleg til þess að valda viðvarandi taprekstri. Slík lág fyrning mun einnig draga verulega úr eigin fé útgerðarfyrirtækjanna. Samkvæmt þessari greiningu mundi um 1% línuleg fyrning á ári eyða að fullu eigin fé útgerðarinnar.“ Daði Már benti einnig á að fyrning aflaheimilda hefði ýmis önnur neikvæð áhrif. Í fyrsta lagi dreifist álögur á útgerðina ekki jafnt á byggðir landsins heldur leggist þær mun þyngra á svæði þar sem útgerðin er umfangsmikill hluti atvinnulífs. Í öðru lagi dragi fyrning úr hvata útgerðarinnar til góðrar umgengni um auðlindina, því hagsmunir hennar snúast ekki lengur um hámörkun langtímavirðis veiðanna heldur hámörkun skammtímagróða. Í þriðja lagi fjarlægir fyrning fjármagn úr virkri nýtingu hjá útgerðarfyrirtækjum til ríkisins, þar sem arðsemi er oft mun minni. Hagur þjóðarinnar Hér hittir Daði Már, sem er í framboði fyrir Viðreisn, naglann á höfuðið og sjálfur gæti ég ekki orðað þetta mikið betur. Hagur þjóðarinnar snýst nefnilega ekki um um selja aflaheimildir til hæstbjóðanda til skamms tíma eða hærri skatta í ríkissjóð. Við megum ekki láta skammtíma hagsmuni eyðileggja mikilvæga atvinnugrein með tilheyrandi tjóni fyrir okkur öll . Nú veit ég ekki hvort Daði Már hafi breytt um skoðun, eða hann hafi álpast óvart í rangan flokk. Mér var nokkuð hlýtt til Viðreisnar í upphafi og taldi að flokkurinn gæti aukið fylgi við frjálslynd borgarleg öfl í landinu. Í þessari kosningabaráttu eru stóru málin þar á bæ innköllun aflaheimilda og sala til hæstbjóðanda, innganga í ESB, tengja krónuna við evru og ný stjórnarskrá. Þessum málum var þó öllum fórnað fyrir ráðherrastólana á sínum tíma með „bjartri framtíð“ Ég vissi ekki að Viðreisn hafi ráðið Jóhönnu Sigurðardóttur sem kosningastjóra. Held að það sé ekki gagnlegt fyrir framboðið, ekki frekar en hafa stjörnulögmanninn sem helstu málpípuna á samfélagsmiðlunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Viðreisn ætlar í kosningabaráttunni að leggja megin áherslu á nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem aflaheimildir verði innkallaðar með fyrningarleið og seldar hæstbjóðanda. Að vísu vantar alla útfærslu í tillögunum en í grunninn eru þetta sennilega vitlausustu tillögur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur lagt fram á lýðveldistímanum og óframkvæmanlegar með góðu móti. Ábyrgir stjórnmálaflokkar geta ekki leyft sér svona gáleysistal og sýndarmennsku þegar mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar er undir. Stórveldi í sjávarútvegi Það vill svo til að hvergi í heiminum skilar sjávarútvegur jafn miklu til þjóðarinnar og hér á landi. Fyrirsjáanleiki er þar lykilatriði, sem hefur gert það að verkum að nýting á afla er góð og markaðstarf öflugt. Það gerir íslenskan sjávarútveg samkeppnishæfan. Okkar fiskveiðistjórnunarkerfi hefur að auki leitt af sér mikla nýsköpun tengt sjávarútveginum. Við þurfum að standa vörð um samkeppnisstöðu íslensk sjávarútvegs sem er í samkeppni við lönd þar sem atvinnugreinin er með beinum og óbeinum hætti ríkisstyrkt. Í þessu felast hagsmunir þjóðarinnar en ekki á innköllun aflaheimilda og sölu á þeim til hæstbjóðanda eða hærri sköttum. Uppboð á aflaheimildum hvergi reynst vel Innköllun á aflaheimildum og sala til hæstbjóðanda mun rústa íslenskum sjávarútvegi. Það hefur ekki reynst vel hjá öðrum þjóðum sem hafa farið þessa leið. Þetta er Viðreisnarfólki vel kunnugt og ólíklegt er að flokkurinn færi þessa leið bæri hann ábyrgð á málaflokknum. Völdum fylgir nefnilega ábyrgð. En í kosningabaráttu geta stjórnmálaflokkar leyft sér ábyrgðarlaust hjal og innihaldslaus loforð í sinni sölu- og sýndarmennsku. Viðreisn er ekki ein í þessum leik og mér sýnist Samfylkingin ætli að toppa alla aðra. Svo verður maður bara að vona að kjósendur sjái í gegnum þessa óreiðu alla. Pólitík af þessu tagi á greiðan aðgang þegar búið er að sannfæra marga um að þjóðin eigi fiskinn í sjónum og að útgerðarmenn hafi stolið honum eða vondir stjórnmálamenn hafa gefið hann útvöldum. Það á enginn fiskinn í sjónum, hvorki þjóðin né einstakir útgerðarmenn. Fiskurinn á sig sjálfur eins og aðrar lifandi verur og fer oft á tíðum þangað sem hann vill á hverjum tíma. Sama á við um fuglinn fljúgandi. Það breytir því ekki a dýrin, þar með fiskurinn í sjónum, er auðlind sem við stjórnum í okkar lögsögu á grundvelli fullveldisréttarins. Því ákveða stjórnvöld á hverjum tíma hvernig auðlindin verði nýtt, hvað mikið er veitt, hvernig hún er skattlögð o.s.frv. Þess vegna er skondið að Viðreisn skuli vilja færa „þjóðareignina“ undir stjórn ESB. Daði og gagnamagnið Árið 2010 vann dr. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og núverandi varaformaður Viðreisnar, greinargerð um áhrif fyrningarleiðar á afkomu og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja að beiðni nefndar um endurskoðun á stjórnkerfi fiskveiða undir forystu Guðbjarts heitins Hannessonar. Daði Már sagði meðal annars: „Aflamarkskerfið hefur skapað mikil verðmæti gegnum hagræðingu og verðmætari afurðir. Stærstur hluti hlutdeildarinnar í heildaraflamarki, varanlegu veiðiheimildanna, hefur skipt um eigendur síðan kerfinu var komið á. Sá umframhagnaður sem aflamarkskerfið skapaði hefur því þegar verið fjarlægður að mestu úr fyrirtækjunum með sölu aflaheimildanna. Nýir eigendur aflaheimilda hagnast ekki meira en eðlilegt er miðað við áhættuna í rekstri útgerðarfyrirtækja. Þetta takmarkar mjög tækifæri ríkisins til að auka gjaldtöku á útgerðinni án þess að það feli í sér eignaupptöku og hafi veruleg neikvæð áhrif á rekstrarskilyrði hennar. Fyrning aflaheimilda felur í sér mjög mikil neikvæð áhrif bæði á efnahag og rekstur útgerðarfyrirtækja. Það sem að óathuguðu máli gæti litið út fyrir að vera óveruleg fyrning hefur í raun afar mikil neikvæð áhrif, enda er verið að svipta útgerðarfyrirtækin lykileignum með varanlegum hætti. Niðurstöður þessarar greinargerðar benda til þess að línuleg fyrning umfram 0,5% á ári mundi þurrka út hagnað útgerðarinnar. Fyrning umfram það er líkleg til þess að valda viðvarandi taprekstri. Slík lág fyrning mun einnig draga verulega úr eigin fé útgerðarfyrirtækjanna. Samkvæmt þessari greiningu mundi um 1% línuleg fyrning á ári eyða að fullu eigin fé útgerðarinnar.“ Daði Már benti einnig á að fyrning aflaheimilda hefði ýmis önnur neikvæð áhrif. Í fyrsta lagi dreifist álögur á útgerðina ekki jafnt á byggðir landsins heldur leggist þær mun þyngra á svæði þar sem útgerðin er umfangsmikill hluti atvinnulífs. Í öðru lagi dragi fyrning úr hvata útgerðarinnar til góðrar umgengni um auðlindina, því hagsmunir hennar snúast ekki lengur um hámörkun langtímavirðis veiðanna heldur hámörkun skammtímagróða. Í þriðja lagi fjarlægir fyrning fjármagn úr virkri nýtingu hjá útgerðarfyrirtækjum til ríkisins, þar sem arðsemi er oft mun minni. Hagur þjóðarinnar Hér hittir Daði Már, sem er í framboði fyrir Viðreisn, naglann á höfuðið og sjálfur gæti ég ekki orðað þetta mikið betur. Hagur þjóðarinnar snýst nefnilega ekki um um selja aflaheimildir til hæstbjóðanda til skamms tíma eða hærri skatta í ríkissjóð. Við megum ekki láta skammtíma hagsmuni eyðileggja mikilvæga atvinnugrein með tilheyrandi tjóni fyrir okkur öll . Nú veit ég ekki hvort Daði Már hafi breytt um skoðun, eða hann hafi álpast óvart í rangan flokk. Mér var nokkuð hlýtt til Viðreisnar í upphafi og taldi að flokkurinn gæti aukið fylgi við frjálslynd borgarleg öfl í landinu. Í þessari kosningabaráttu eru stóru málin þar á bæ innköllun aflaheimilda og sala til hæstbjóðanda, innganga í ESB, tengja krónuna við evru og ný stjórnarskrá. Þessum málum var þó öllum fórnað fyrir ráðherrastólana á sínum tíma með „bjartri framtíð“ Ég vissi ekki að Viðreisn hafi ráðið Jóhönnu Sigurðardóttur sem kosningastjóra. Held að það sé ekki gagnlegt fyrir framboðið, ekki frekar en hafa stjörnulögmanninn sem helstu málpípuna á samfélagsmiðlunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun