Afbrotavarnir gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkum Brynjar Níelsson skrifar 29. september 2022 15:01 Nokkur umræða hefur skapast um fyrirhugað frumvarp dómsmálaraðherra um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna þegar mál tengjast hryðjuverkaógn eða skipulagðri brotastarfsemi. Þá umræðu skortir alla yfirvegun, sem er regla frekar en undantekning hér á landi, og öllu grautað saman, skyldu og óskyldu. Meira að segja sumir löglærðir geta ekki haldið þræði í umræðunni og sérstaklega ekki þeir sem halda að lögreglan sé sérstakur óvinur fólksins og reyna að grafa undan henni við hvert tækifæri. Með þessari grein geri ég tilraun til að rétta af kúrsinn í umræðunni svo hún geti orðið vitræn og málefnaleg. Þegar rætt er um valdheimildir lögreglu vegast á mikilvæg sjónarmið, annars vegar að lögregla geti rækt starf sitt svo vel sé í þágu afbrotavarna og upplýsa um brot og hins vegar mikilvæg réttindi hvers manns til friðhelgi einkalífs. Ýmsar takmarkanir eru á friðhelgi einkalífs okkar sem réttlættar eru með vísan til almannahagsmuna, t.d umferðareftirlit þar sem menn eru jafnvel stöðvaðir og látnir blása í eitthvert tæki án þess að grunur um brot liggi fyrir. Það er alltaf hárfín lína milli valdheimilda stjórnvalda og réttinda okkar til friðhelgi einkalífs og mikilvægt að við göngum ekki á þau réttindi einstaklinga nema ríkir hagsmunir krefjist þess. Svo getum við alltaf deilt um hvað eru ríkir og mikilvægir almannahagsmunir og það er rökræðan sem við þurfum að taka í þessu máli og hversu langt megi ganga. Skipulögð brotastarfsemi og brot gegn öryggi ríkisins (hryðjuverk) voru lengi vel fjarlæg íslenskum veruleika, kannski vegna smæðar samfélagsins. Hjá fjölmennari þjóðum hefur verið viðvarandi glíma við þessu brot áratugum saman, sem eru talin veruleg ógn við samfélagið. Því hafa þessar þjóðir sett á laggirnar sérstaka öryggislögreglu eða leyniþjónustur sem hafa víðtækari heimildir sem ganga gegn friðhelgi einkalífs og er það réttlætt með því að afleiðingar þessara brota séu svo miklar og alvarlegar fyrir samfélagið. Nú er hins vegar svo komið að skipuleg brotastarfsemi og hryðjuverkaógn eru ekki svo fjarlæg okkar litla landi eins og erlend stjórnvöld og lögregluyfirvöld hafa bent okkur á um margra ára skeið. Vatnið rennur alltaf þangað sem leiðin er greiðust og eru engin ný sannindi í því. Í ljósi þessa veruleika hyggst dómsmálaráðherra, sem ber ábyrgð á öryggi borgaranna og öryggi ríkisins, leggja fram frumvarp um breytingu á lögreglulögum og lögum um meðferð sakamála til að auka heimildir lögreglu til aðgerða og upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ógn við öryggi ríkisins(hryðjuverkaógn). Þessir brotaflokkar tengjast mjög innbyrðis auk þess sem skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við öryggi ríkisins og stofnana þess, velferð og öryggi borgaranna og viðskiptalífs. Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg og virðir hvorki landamæri né lögsagnaumdæmi. Stofnanauppbygging og lagaheimildir lögreglu hér á landi á sviði afbrotavarna eru mun takmarkaðri samanborið við nágrannaríki og önnur vestræn lýðræðisríki. Það takmarkar mjög getu íslensku lögreglunnar til að efla og viðhalda alþjóðlegu samstarfi á þessum tilteknu sviðum. Af umræðunni mætti ætla að dómsmálaráðherra hyggist leggja til víðtækar heimildir lögreglu til að afla upplýsinga og hafa eftirlit með hverjum sem er eftir eigin geðþótta. Það er mikill misskilningur eða ásetningur til að afvegaleiða umræðuna. Þær valdheimildir sem ráðherra hyggst leggja til ganga ekki lengra en gengur og gerist í Norðurlöndunum og raunar skemur en víðast hvar tíðkast í vestrænum lýðræðisríkjum. Þessi ríki verða seint kölluð lögregluríki nema í huga stjórnmálamanna sem eru í litlum tengslum við raunveruleikann. Það er ekki sérstakt ákall í þessum löndum að þessar heimildir verði afnumdar eða takmarkaðar. Heimild lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit með einstaklingi verður ávallt bundið við að viðkomandi hafi einhver tengsl við þessi brot, t.d. vegna ábendinga frá erlendum yfirvöldum. Í núverandi lagaumhverfi þarf að vera til staðar rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi framið tiltekið brot hér á landi. Ráðherra er meðvitaður um að með auknum heimildum lögreglu verður að fylgja aukin ábyrgð og eftirlit með störfum lögreglu. Valdheimildir eru nefnilega vandmeðfarnar. Þegar frumvarpið hefur verið lagt fyrir þingið standa þingmenn frammi fyrir því, eins og svo oft áður, að meta hvort gengið er of langt á friðhelgi einkalífsins með hliðsjón af þeim almannahagsmunum sem undir eru. Jafnframt hvort eftirlit sem störfum lögreglu sé nægilegt til að tryggja að ekki sé gengið lengra en lögin heimila. Þá er bara að vona að sú umræða verði málefnaleg en einkennist ekki af upphrópunum. Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast um fyrirhugað frumvarp dómsmálaraðherra um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna þegar mál tengjast hryðjuverkaógn eða skipulagðri brotastarfsemi. Þá umræðu skortir alla yfirvegun, sem er regla frekar en undantekning hér á landi, og öllu grautað saman, skyldu og óskyldu. Meira að segja sumir löglærðir geta ekki haldið þræði í umræðunni og sérstaklega ekki þeir sem halda að lögreglan sé sérstakur óvinur fólksins og reyna að grafa undan henni við hvert tækifæri. Með þessari grein geri ég tilraun til að rétta af kúrsinn í umræðunni svo hún geti orðið vitræn og málefnaleg. Þegar rætt er um valdheimildir lögreglu vegast á mikilvæg sjónarmið, annars vegar að lögregla geti rækt starf sitt svo vel sé í þágu afbrotavarna og upplýsa um brot og hins vegar mikilvæg réttindi hvers manns til friðhelgi einkalífs. Ýmsar takmarkanir eru á friðhelgi einkalífs okkar sem réttlættar eru með vísan til almannahagsmuna, t.d umferðareftirlit þar sem menn eru jafnvel stöðvaðir og látnir blása í eitthvert tæki án þess að grunur um brot liggi fyrir. Það er alltaf hárfín lína milli valdheimilda stjórnvalda og réttinda okkar til friðhelgi einkalífs og mikilvægt að við göngum ekki á þau réttindi einstaklinga nema ríkir hagsmunir krefjist þess. Svo getum við alltaf deilt um hvað eru ríkir og mikilvægir almannahagsmunir og það er rökræðan sem við þurfum að taka í þessu máli og hversu langt megi ganga. Skipulögð brotastarfsemi og brot gegn öryggi ríkisins (hryðjuverk) voru lengi vel fjarlæg íslenskum veruleika, kannski vegna smæðar samfélagsins. Hjá fjölmennari þjóðum hefur verið viðvarandi glíma við þessu brot áratugum saman, sem eru talin veruleg ógn við samfélagið. Því hafa þessar þjóðir sett á laggirnar sérstaka öryggislögreglu eða leyniþjónustur sem hafa víðtækari heimildir sem ganga gegn friðhelgi einkalífs og er það réttlætt með því að afleiðingar þessara brota séu svo miklar og alvarlegar fyrir samfélagið. Nú er hins vegar svo komið að skipuleg brotastarfsemi og hryðjuverkaógn eru ekki svo fjarlæg okkar litla landi eins og erlend stjórnvöld og lögregluyfirvöld hafa bent okkur á um margra ára skeið. Vatnið rennur alltaf þangað sem leiðin er greiðust og eru engin ný sannindi í því. Í ljósi þessa veruleika hyggst dómsmálaráðherra, sem ber ábyrgð á öryggi borgaranna og öryggi ríkisins, leggja fram frumvarp um breytingu á lögreglulögum og lögum um meðferð sakamála til að auka heimildir lögreglu til aðgerða og upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ógn við öryggi ríkisins(hryðjuverkaógn). Þessir brotaflokkar tengjast mjög innbyrðis auk þess sem skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við öryggi ríkisins og stofnana þess, velferð og öryggi borgaranna og viðskiptalífs. Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg og virðir hvorki landamæri né lögsagnaumdæmi. Stofnanauppbygging og lagaheimildir lögreglu hér á landi á sviði afbrotavarna eru mun takmarkaðri samanborið við nágrannaríki og önnur vestræn lýðræðisríki. Það takmarkar mjög getu íslensku lögreglunnar til að efla og viðhalda alþjóðlegu samstarfi á þessum tilteknu sviðum. Af umræðunni mætti ætla að dómsmálaráðherra hyggist leggja til víðtækar heimildir lögreglu til að afla upplýsinga og hafa eftirlit með hverjum sem er eftir eigin geðþótta. Það er mikill misskilningur eða ásetningur til að afvegaleiða umræðuna. Þær valdheimildir sem ráðherra hyggst leggja til ganga ekki lengra en gengur og gerist í Norðurlöndunum og raunar skemur en víðast hvar tíðkast í vestrænum lýðræðisríkjum. Þessi ríki verða seint kölluð lögregluríki nema í huga stjórnmálamanna sem eru í litlum tengslum við raunveruleikann. Það er ekki sérstakt ákall í þessum löndum að þessar heimildir verði afnumdar eða takmarkaðar. Heimild lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit með einstaklingi verður ávallt bundið við að viðkomandi hafi einhver tengsl við þessi brot, t.d. vegna ábendinga frá erlendum yfirvöldum. Í núverandi lagaumhverfi þarf að vera til staðar rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi framið tiltekið brot hér á landi. Ráðherra er meðvitaður um að með auknum heimildum lögreglu verður að fylgja aukin ábyrgð og eftirlit með störfum lögreglu. Valdheimildir eru nefnilega vandmeðfarnar. Þegar frumvarpið hefur verið lagt fyrir þingið standa þingmenn frammi fyrir því, eins og svo oft áður, að meta hvort gengið er of langt á friðhelgi einkalífsins með hliðsjón af þeim almannahagsmunum sem undir eru. Jafnframt hvort eftirlit sem störfum lögreglu sé nægilegt til að tryggja að ekki sé gengið lengra en lögin heimila. Þá er bara að vona að sú umræða verði málefnaleg en einkennist ekki af upphrópunum. Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun