Er um að ræða ólögmæta mismunun? Átta hæstaréttarlögmenn skrifar 31. mars 2011 06:00 Spurt er hvort innistæðueigendum hafi verið mismunað þannig að brjóti í bága við 4. gr. EES-samningsins? Svo er ekki að sjá. Aðgerðir íslenska ríkisins voru framkvæmdar til að stuðla að almennum efnahagsstöðugleika. Um var því að ræða almennar efnahagsaðgerðir. Það má því ætla að þær falli sem slíkar utan gildissviðs 4. gr. EES-samningsins. Þess utan getur 4. gr. samningsins aðeins átt við um tilvik sem telja má sambærileg. Því virðist ekki til að dreifa hér. Ástæðan er sú að innistæðueigandi í íslensku bankaútibúi á aðild að íslenska greiðslumiðlunarkerfinu en ekki sá sem á innistæðu í útlendu útibúi. Það er því engin ástæða til að meðhöndla þessa aðila með sambærilegum hætti, þvert á móti. Þá verður að geta þess, að í öllu falli átti engin bein mismunun sér stað. Allir útlendir eigendur innistæðna í íslenskum bankaútibúum fengu sömu meðhöndlun og þeir íslensku. Yfir því er ekki hægt að kvarta. Það þýðir að jafnvel þótt einhvers konar óbein mismunun teldist hafa átt sér stað þá verður hún réttlætt með því neyðarástandi sem brugðist var við. Þetta eru væntanlega ástæður þess að Eftirlitsstofnun EFTA telur mismunun enga þýðingu hafa nema upp að lágmarki innistæðutrygginga, eða 20.887 evrur á mann. Sjónarmið um að veruleg hætta sé á því að Ísland verði látið borga eitthvað umfram það eiga því ekki rétt á sér. Í raun má frekar áætla að verulegar líkur sé á því að Ísland þurfi ekkert að greiða þegar upp verður staðið. Fellum Icesave-lögin. Brynjar Níelsson hrl. Björgvin Þorsteinsson hrl. Haukur Örn Birgisson hrl. Jón Jónsson hrl. Reimar Pétursson hrl. Sveinn Snorrason hrl Tómas Jónsson hrl. Þorsteinn Einarsson hrl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Icesave Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Spurt er hvort innistæðueigendum hafi verið mismunað þannig að brjóti í bága við 4. gr. EES-samningsins? Svo er ekki að sjá. Aðgerðir íslenska ríkisins voru framkvæmdar til að stuðla að almennum efnahagsstöðugleika. Um var því að ræða almennar efnahagsaðgerðir. Það má því ætla að þær falli sem slíkar utan gildissviðs 4. gr. EES-samningsins. Þess utan getur 4. gr. samningsins aðeins átt við um tilvik sem telja má sambærileg. Því virðist ekki til að dreifa hér. Ástæðan er sú að innistæðueigandi í íslensku bankaútibúi á aðild að íslenska greiðslumiðlunarkerfinu en ekki sá sem á innistæðu í útlendu útibúi. Það er því engin ástæða til að meðhöndla þessa aðila með sambærilegum hætti, þvert á móti. Þá verður að geta þess, að í öllu falli átti engin bein mismunun sér stað. Allir útlendir eigendur innistæðna í íslenskum bankaútibúum fengu sömu meðhöndlun og þeir íslensku. Yfir því er ekki hægt að kvarta. Það þýðir að jafnvel þótt einhvers konar óbein mismunun teldist hafa átt sér stað þá verður hún réttlætt með því neyðarástandi sem brugðist var við. Þetta eru væntanlega ástæður þess að Eftirlitsstofnun EFTA telur mismunun enga þýðingu hafa nema upp að lágmarki innistæðutrygginga, eða 20.887 evrur á mann. Sjónarmið um að veruleg hætta sé á því að Ísland verði látið borga eitthvað umfram það eiga því ekki rétt á sér. Í raun má frekar áætla að verulegar líkur sé á því að Ísland þurfi ekkert að greiða þegar upp verður staðið. Fellum Icesave-lögin. Brynjar Níelsson hrl. Björgvin Þorsteinsson hrl. Haukur Örn Birgisson hrl. Jón Jónsson hrl. Reimar Pétursson hrl. Sveinn Snorrason hrl Tómas Jónsson hrl. Þorsteinn Einarsson hrl.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun