Bryndís Haraldsdóttir

Fréttamynd

Lýðræðisveisla

Risastórum íþróttasal er umturnað í fundarsal, 1000 – 1500 manns eru komin saman til að ræða samfélagsmál á víðum grunni.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er Borgarlína?

Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð.

Skoðun
Fréttamynd

Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar

Á Íslandi þrífst öflugt atvinnulíf, mikilvægt er að svo verði áfram. Auka þarf nýsköpun og framleiðni á öllum sviðum atvinnulífsins, það tryggir aukna fjölbreytni. Til að svo geti orðið þarf atvinnulífið að búa við skýrt og stöðugt starfsumhverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Að ala upp barn

Bryndís Haraldsdóttir skrifar um uppeldis­mál Foreldrahlutverkið er án ef mikilvægast hlutverk okkar sem því gegnum. Að vita muninn á réttu og röngu er ekki nóg heldur þurfum við að finna leiðir til að skapa hverjum einstaklingi tækifæri til að þroskast og verða gegn samfélagsþegn. Hverju barni fylgir 18 ára ábyrgð því foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs. Skólar og leikskólar hafa á undanförnum árum tekið að sér stærri hluta af uppeldi barna og lýsir það fyrst og fremst breyttum aðstæðum í samfélaginu. En þó skólar beri mikla ábyrgð á börnum þessa samfélags þá þýðir það ekki að ábyrgð okkar foreldra minnki.

Skoðun
Fréttamynd

Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu

Einstaklingsframtakið á að fá notið sín á öllum sviðum ískensks atvinnulífs. Samstarf einkaaðila og ríkisins í heilbrigðismálum er ekki bara áhugaverð þróun heldur líka nauðsynleg þróun. Einkarekstur þekkist reyndar víða í heilbrigðiskerfinu, læknastofur út um allan bæ eru reknar af einkaaðilum.

Skoðun