Venjumst ekki stríðsrekstri Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. september 2022 13:31 Það voru mikilvægar raddir sem heyrðust á leiðtogafundinum Norðurlandaráðs í Hörpu í síðustu viku. Vinir okkar frá Eystrasaltsþinginu funduðu með okkur og góðum gestum frá Belarús, Rússlandi og Úkraínu, umræðuefnið að sjálfsögðu stríði í Úkraínu og stöðug brot Pútíns stjórnar á mannréttindum. Úkraína Lesia Vasylenko úkraínska þingkonan sem var kosin á þingið 2019, hún hefur sérstakan áhuga á loftlagsmálum og alþjóðastjórnmálum. Lítill tími hefur farið í helstu hugðarefnin því öll vinna hennar snýst að sjálfsögðu um stríðið, að upplýsa um stöðu mála og tala fyrir leiðum til að styðja baráttu Úkraínumanna fyrir landinu sínu og fyrir lýðræðið. Hún er þriggja barna móðir sem í mars síðastliðnum pakkaði í töskur fyrir börnin sín og sendi þau úr landi til að tryggja öryggi þeirra. Lesia hefur eins og flestir þingmenn lært á vopn og kann nú að skjóta úr AK-47 rifli. Lesia fór yfir stöðuna í Úkraínu og hvernig við getum aðstoðað, þar nefndi hún sérstaklega þörf á hlýjum fatnaði fyrir hermenn. Þar nefndi hún sérstaklega fyrir kvenhermenn þar sem búningar úkraínska hersins væri miðuð sérstaklega að karlmönnum en nú eru margar konur sem hafa gengið til liðs við herinn og því væri sérstakur skortur á fatnaði og búningum fyrir þær. Ég hef mikla trú á því að Ísland og okkar frábæru íslensku útivistafatnaðarframleiðendur ættum að geta lagt eitthvað að mörkum í þeim efnum. Lesia talað skýrt um mikilvægi þess að við höldum áfram að tala um Úkraínu og alvarlega stöðu sem þar er uppi. Við megum ekki gleyma styrjöldinni sem þau heyja fyrir landinu sínu fyrir frelsi, lýðræði og mannréttindum. Evrópa finnur nú sterkt fyrir áhrifum innrásar Pútín þar sem ríkir orkukreppa og mikil verðbólga, við borgum í fjármunum en úkraínska þjóðin borgar í manslífum. Rússland Jevgenia Kara-Murza eiginkona Vladimirs Kara-Murza sem situr í rússnesku fangelsi fyrir að kalla stríðið í Úkraínu stríð mætti og sagði átakanlega sögu sína og mannsins síns. Vladimir hefur tvisvar verið nærri dauða en lífi eftir að eitrað var fyrir honum og nú situr hann í fangelsi í Rússlandi. Jevgenia býr ásamt börnum sínum í Bandaríkjunum og finnst hún verða að halda uppi baráttu eiginmannsins fyrir lýðræðisumbótum í Rússlandi. Jevgenia varaði við því að trúa nokkru fréttum sem frá Rússlandi berist þær séu allar hluti af áróðurstækni Pútíns. En það er algjörlega nauðsynlegt að stækka þann hóp Rússa sem tjá skoðanir sínar og sýna að þau eru ekki sammála innrásinni. Belarús Vinir okkar frá Belarús fóru svo yfir stöðuna í sinni baráttu fyrir lýðræðisumbótum þar. Baráttu Svetlönu Tsikhanouskaya sem í raun var kosin forseti sinnar þjóðar en býr nú í Litháen þar sem skrifstofa hennar vinnur að umbótum í samfélaginu heima í Belarús. Sögurnar frá Rússlandi og Belarús eru svipaðar enda Pútin og Lukashenko líkt þenkjandi einræðisherrar sem bera enga virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Það er svo mikilvægt að þessar raddir heyrist og gleymist ekki, ég lít svo á að það sé skilda okkar að sjá til þess að þessar raddir heyrist. Ísland sem herlaus eyja í N-Atlandshafi á allt undir því að alþjóðalög séu virt og að landamæri séu aldrei færð með hervaldi. Það er því eðlilegt að Ísland og íslensk stjórnvöld standi ávallt vörð um alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði. Því þrátt fyrir að lýðræðið sé ekki fullkomið stjórnarfar þá er það skásta sem fram hefur komið og við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hvíta-Rússland Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru mikilvægar raddir sem heyrðust á leiðtogafundinum Norðurlandaráðs í Hörpu í síðustu viku. Vinir okkar frá Eystrasaltsþinginu funduðu með okkur og góðum gestum frá Belarús, Rússlandi og Úkraínu, umræðuefnið að sjálfsögðu stríði í Úkraínu og stöðug brot Pútíns stjórnar á mannréttindum. Úkraína Lesia Vasylenko úkraínska þingkonan sem var kosin á þingið 2019, hún hefur sérstakan áhuga á loftlagsmálum og alþjóðastjórnmálum. Lítill tími hefur farið í helstu hugðarefnin því öll vinna hennar snýst að sjálfsögðu um stríðið, að upplýsa um stöðu mála og tala fyrir leiðum til að styðja baráttu Úkraínumanna fyrir landinu sínu og fyrir lýðræðið. Hún er þriggja barna móðir sem í mars síðastliðnum pakkaði í töskur fyrir börnin sín og sendi þau úr landi til að tryggja öryggi þeirra. Lesia hefur eins og flestir þingmenn lært á vopn og kann nú að skjóta úr AK-47 rifli. Lesia fór yfir stöðuna í Úkraínu og hvernig við getum aðstoðað, þar nefndi hún sérstaklega þörf á hlýjum fatnaði fyrir hermenn. Þar nefndi hún sérstaklega fyrir kvenhermenn þar sem búningar úkraínska hersins væri miðuð sérstaklega að karlmönnum en nú eru margar konur sem hafa gengið til liðs við herinn og því væri sérstakur skortur á fatnaði og búningum fyrir þær. Ég hef mikla trú á því að Ísland og okkar frábæru íslensku útivistafatnaðarframleiðendur ættum að geta lagt eitthvað að mörkum í þeim efnum. Lesia talað skýrt um mikilvægi þess að við höldum áfram að tala um Úkraínu og alvarlega stöðu sem þar er uppi. Við megum ekki gleyma styrjöldinni sem þau heyja fyrir landinu sínu fyrir frelsi, lýðræði og mannréttindum. Evrópa finnur nú sterkt fyrir áhrifum innrásar Pútín þar sem ríkir orkukreppa og mikil verðbólga, við borgum í fjármunum en úkraínska þjóðin borgar í manslífum. Rússland Jevgenia Kara-Murza eiginkona Vladimirs Kara-Murza sem situr í rússnesku fangelsi fyrir að kalla stríðið í Úkraínu stríð mætti og sagði átakanlega sögu sína og mannsins síns. Vladimir hefur tvisvar verið nærri dauða en lífi eftir að eitrað var fyrir honum og nú situr hann í fangelsi í Rússlandi. Jevgenia býr ásamt börnum sínum í Bandaríkjunum og finnst hún verða að halda uppi baráttu eiginmannsins fyrir lýðræðisumbótum í Rússlandi. Jevgenia varaði við því að trúa nokkru fréttum sem frá Rússlandi berist þær séu allar hluti af áróðurstækni Pútíns. En það er algjörlega nauðsynlegt að stækka þann hóp Rússa sem tjá skoðanir sínar og sýna að þau eru ekki sammála innrásinni. Belarús Vinir okkar frá Belarús fóru svo yfir stöðuna í sinni baráttu fyrir lýðræðisumbótum þar. Baráttu Svetlönu Tsikhanouskaya sem í raun var kosin forseti sinnar þjóðar en býr nú í Litháen þar sem skrifstofa hennar vinnur að umbótum í samfélaginu heima í Belarús. Sögurnar frá Rússlandi og Belarús eru svipaðar enda Pútin og Lukashenko líkt þenkjandi einræðisherrar sem bera enga virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Það er svo mikilvægt að þessar raddir heyrist og gleymist ekki, ég lít svo á að það sé skilda okkar að sjá til þess að þessar raddir heyrist. Ísland sem herlaus eyja í N-Atlandshafi á allt undir því að alþjóðalög séu virt og að landamæri séu aldrei færð með hervaldi. Það er því eðlilegt að Ísland og íslensk stjórnvöld standi ávallt vörð um alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði. Því þrátt fyrir að lýðræðið sé ekki fullkomið stjórnarfar þá er það skásta sem fram hefur komið og við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun