Nýsköpun og tækniþróun Bryndís Haraldsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:00 Mikilvægi nýsköpunar til aukinnar velferðar í samfélögum er löngu orðin viðurkennd staðreynd. Framlag nýsköpunar er ekki eingöngu mælt út frá auknum hagvexti eða samkeppnishæfni heldur einnig sem aukin félagsleg velferð. Hér á landi hafa komið upp öflug fyrirtæki og sprotar sem nýtt hafa sér þann stuðning og þá innviði sem í boði eru hér á landi. Hins vegar er hægt að gera enn betur og það erum við að gera og munum halda áfram að gera.Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Nýverið samþykkti Alþingi aukinn stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Annars vegar er um að ræða framlengingu og einföldun skilyrða til skattaívilnunar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. En sú aðgerð ætti að auðvelda nýsköpunarfyrirtækjum að auka hlutafé og efla rekstur sinn. Hins vegar er um að ræða umtalsverða hækkun viðmiðunarfjárhæða skattafrádráttar eða endurgreiðslna vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Þessi aðgerð ætti að hvetja enn frekar til fjárfestingar í rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Allar umsagnir sem bárust þinginu við umfjöllun málsins voru jákvæðar og hvatt var eindregið til þess að málið yrði samþykkt. Mikil samstaða var líka um málið í þinginu og var frumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.Mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag Nýsköpun dagsins í dag framleiðir hagvöxt komandi ára. Á Íslandi þrífst öflugt atvinnulíf og mikilvægt er að svo verði áfram. Það háir okkur þó enn að stoðir atvinnulífsins eru of fáar þó þeim hafi fjölgað. Leggja þarf ríka áherslu á hátækni-, upplýsinga- og upplifunariðnað og aðrar greinar sem ekki ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir. Þróun á sviði líftækni er spennandi, sérstaklega í tengslum við hefðbundnar greinar eins og sjávarútveg og landbúnað. Í auðlindaatvinnugreinunum þarf líka að stunda nýsköpun sem felur í sér betri nýtingu á auðlindum og sjálfbærari vöxt. Einmitt þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld standi að baki nýsköpunarfyrirtækjum og búi þeim hagfelld starfsskilyrði og styðji þannig við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.Tækniframfarir upplýsingaaldarinnar Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum. Þetta eru fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að börnin starfi í framtíðinni við eitthvað sem ekki er til í dag. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf munu valda miklum þjóðfélagsbreytingum á næstu áratugum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er tilbúin í það verkefni og ég vænti þess að þingheimur allur styðji slíkar framfarir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Mikilvægi nýsköpunar til aukinnar velferðar í samfélögum er löngu orðin viðurkennd staðreynd. Framlag nýsköpunar er ekki eingöngu mælt út frá auknum hagvexti eða samkeppnishæfni heldur einnig sem aukin félagsleg velferð. Hér á landi hafa komið upp öflug fyrirtæki og sprotar sem nýtt hafa sér þann stuðning og þá innviði sem í boði eru hér á landi. Hins vegar er hægt að gera enn betur og það erum við að gera og munum halda áfram að gera.Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Nýverið samþykkti Alþingi aukinn stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Annars vegar er um að ræða framlengingu og einföldun skilyrða til skattaívilnunar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. En sú aðgerð ætti að auðvelda nýsköpunarfyrirtækjum að auka hlutafé og efla rekstur sinn. Hins vegar er um að ræða umtalsverða hækkun viðmiðunarfjárhæða skattafrádráttar eða endurgreiðslna vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Þessi aðgerð ætti að hvetja enn frekar til fjárfestingar í rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Allar umsagnir sem bárust þinginu við umfjöllun málsins voru jákvæðar og hvatt var eindregið til þess að málið yrði samþykkt. Mikil samstaða var líka um málið í þinginu og var frumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.Mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag Nýsköpun dagsins í dag framleiðir hagvöxt komandi ára. Á Íslandi þrífst öflugt atvinnulíf og mikilvægt er að svo verði áfram. Það háir okkur þó enn að stoðir atvinnulífsins eru of fáar þó þeim hafi fjölgað. Leggja þarf ríka áherslu á hátækni-, upplýsinga- og upplifunariðnað og aðrar greinar sem ekki ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir. Þróun á sviði líftækni er spennandi, sérstaklega í tengslum við hefðbundnar greinar eins og sjávarútveg og landbúnað. Í auðlindaatvinnugreinunum þarf líka að stunda nýsköpun sem felur í sér betri nýtingu á auðlindum og sjálfbærari vöxt. Einmitt þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld standi að baki nýsköpunarfyrirtækjum og búi þeim hagfelld starfsskilyrði og styðji þannig við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.Tækniframfarir upplýsingaaldarinnar Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum. Þetta eru fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að börnin starfi í framtíðinni við eitthvað sem ekki er til í dag. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf munu valda miklum þjóðfélagsbreytingum á næstu áratugum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er tilbúin í það verkefni og ég vænti þess að þingheimur allur styðji slíkar framfarir.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun