Hvað er Borgarlína? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 30. maí 2017 07:00 Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. Með því móti skapast tækifæri til að veita betri þjónustu og almenningssamgöngur verða samkeppnishæfari við einkabílinn. Borgarlínan gæti verið á teinum sem léttlést (LRT) en einnig á hjólum eins og hefðbundinn strætisvagn (BRT). Sjálf hallast ég að því að síðarnefnda lausnin sé raunhæfari enda kostnaður mun minni við slíka uppbyggingu og ólíklegt að farþegagrunnur okkar verði það mikill á næsta áratug að ástæða sé til að ráðast í léttlest. Öflugar almenningssamgöngur eru hornsteinn nýsamþykkts svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Búast má við að fram til ársins 2040 muni íbúum á svæðinu fjölga um 70.000, það samsvarar íbúafjölda Hafnarfjarðar, Kópavogs og Mosfellsbæjar í dag. Ef tekið væri á móti slíkum fjölda íbúa með sama hætti og gert var á árunum 1985 til 2012 þegar íbúum svæðisins fjölgaði um hátt í 70.000 væri byggðin að þenjast enn meira út á við og þannig myndu vegalengdir milli staða aukast mikið, sem aftur kallar á mikla fjárfestingu í stofnvegum og öðrum samgöngumannvirkjum. Þrátt fyrir að farið yrði í slíkar fjárfestingar myndu umferðartafir samt sem áður aukast umtalsvert og ferðatími íbúa aukast um 25 prósent, samkvæmt greiningum umferðarsérfræðinga.Af hverju Borgarlínu? Vegna þess að við viljum bjóða upp á meiri lífsgæði en svo að íbúar þurfi að sitja fastir í umferðarteppu og við viljum að íbúar hafi raunhæfan valkost um ferðamáta, einkabíl, almenningssamgöngur, hjólreiðar eða að ganga. Einnig viljum við draga úr mengun og dýrum fjárfestingum í stofnvegum. Umferðarspár benda til þess að ómögulegt er að uppfylla ferðaþarfir fólks til framtíðar eingöngu með uppbyggingu hefðbundinna umferðarmannvirkja. Það sýna rannsóknir og reynslan bæði hérlendis og erlendis. Staðan er einfaldlega sú að óbreytt byggðamynstur og ferðavenjur eru slæmur valkostur. Sérfræðingar voru fengnir til þess að meta kostnað og hagkvæmni mismunandi leiða. Byggt var á niðurstöðum úr umferðarspám og áætlaður var stofn- og rekstrarkostnaður stofnkerfa bílaumferðar og almenningssamganga. Niðurstöðurnar voru afgerandi, skipulagsyfirvöld eiga að leggja áherslu á skynsamlega landnýtingu og eflingu almenningssamgangna. Þessar niðurstöður komu í raun ekki á óvart miðað við það sem við þekkjum erlendis frá, en alls staðar eru borgar- og bæjaryfirvöld að stuðla að skynsamlegri nýtingu lands og breyttum ferðavenjum í þágu fjölbreyttari valkosta og minni umferðartafa. Í svæðisskipulaginu var sett það markmið að fólksfjölgun skyldi mætt án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Þá má spyrja sig: er ekki bara hægt að bæta núverandi strætókerfi og sleppa við þessa miklu fjárfestingu sem Borgarlínan er. Svarið við því er að núverandi kerfi er komið að þolmörkum á helstu álagssvæðum og álagstímum, það hefur einfaldlega lítið upp á sig að auka tíðni vagna ef þeir sitja svo allir fastir í sömu umferðahnútunum. Til þess að almenningssamgöngur verði betur samkeppnishæfar við einkabílinn þurfa vagnarnir að komast greiðar á milli staða, þess vegna þarf öflugri innviði, það er sér akreinar og stærri vagna. Kostnaðar- og ábatagreining sem unnin var 2013 sýnir fram á það með óyggjandi hætti að það er þjóðhagslega hagkvæmt að setja fjármuni í Borgarlínu. Það dregur úr fjárfestingaþörf í önnur dýr samgöngumannvirki s.s. mislæg gatnamót og göng, sem munu ekki ná sama árangri. Það er umhverfisvænna, það stuðlar að lýðheilsu og betra borgarskipulagi með greiðari samgöngum fyrir alla.Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Bryndís Haraldsdóttir Samgöngur Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. Með því móti skapast tækifæri til að veita betri þjónustu og almenningssamgöngur verða samkeppnishæfari við einkabílinn. Borgarlínan gæti verið á teinum sem léttlést (LRT) en einnig á hjólum eins og hefðbundinn strætisvagn (BRT). Sjálf hallast ég að því að síðarnefnda lausnin sé raunhæfari enda kostnaður mun minni við slíka uppbyggingu og ólíklegt að farþegagrunnur okkar verði það mikill á næsta áratug að ástæða sé til að ráðast í léttlest. Öflugar almenningssamgöngur eru hornsteinn nýsamþykkts svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Búast má við að fram til ársins 2040 muni íbúum á svæðinu fjölga um 70.000, það samsvarar íbúafjölda Hafnarfjarðar, Kópavogs og Mosfellsbæjar í dag. Ef tekið væri á móti slíkum fjölda íbúa með sama hætti og gert var á árunum 1985 til 2012 þegar íbúum svæðisins fjölgaði um hátt í 70.000 væri byggðin að þenjast enn meira út á við og þannig myndu vegalengdir milli staða aukast mikið, sem aftur kallar á mikla fjárfestingu í stofnvegum og öðrum samgöngumannvirkjum. Þrátt fyrir að farið yrði í slíkar fjárfestingar myndu umferðartafir samt sem áður aukast umtalsvert og ferðatími íbúa aukast um 25 prósent, samkvæmt greiningum umferðarsérfræðinga.Af hverju Borgarlínu? Vegna þess að við viljum bjóða upp á meiri lífsgæði en svo að íbúar þurfi að sitja fastir í umferðarteppu og við viljum að íbúar hafi raunhæfan valkost um ferðamáta, einkabíl, almenningssamgöngur, hjólreiðar eða að ganga. Einnig viljum við draga úr mengun og dýrum fjárfestingum í stofnvegum. Umferðarspár benda til þess að ómögulegt er að uppfylla ferðaþarfir fólks til framtíðar eingöngu með uppbyggingu hefðbundinna umferðarmannvirkja. Það sýna rannsóknir og reynslan bæði hérlendis og erlendis. Staðan er einfaldlega sú að óbreytt byggðamynstur og ferðavenjur eru slæmur valkostur. Sérfræðingar voru fengnir til þess að meta kostnað og hagkvæmni mismunandi leiða. Byggt var á niðurstöðum úr umferðarspám og áætlaður var stofn- og rekstrarkostnaður stofnkerfa bílaumferðar og almenningssamganga. Niðurstöðurnar voru afgerandi, skipulagsyfirvöld eiga að leggja áherslu á skynsamlega landnýtingu og eflingu almenningssamgangna. Þessar niðurstöður komu í raun ekki á óvart miðað við það sem við þekkjum erlendis frá, en alls staðar eru borgar- og bæjaryfirvöld að stuðla að skynsamlegri nýtingu lands og breyttum ferðavenjum í þágu fjölbreyttari valkosta og minni umferðartafa. Í svæðisskipulaginu var sett það markmið að fólksfjölgun skyldi mætt án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Þá má spyrja sig: er ekki bara hægt að bæta núverandi strætókerfi og sleppa við þessa miklu fjárfestingu sem Borgarlínan er. Svarið við því er að núverandi kerfi er komið að þolmörkum á helstu álagssvæðum og álagstímum, það hefur einfaldlega lítið upp á sig að auka tíðni vagna ef þeir sitja svo allir fastir í sömu umferðahnútunum. Til þess að almenningssamgöngur verði betur samkeppnishæfar við einkabílinn þurfa vagnarnir að komast greiðar á milli staða, þess vegna þarf öflugri innviði, það er sér akreinar og stærri vagna. Kostnaðar- og ábatagreining sem unnin var 2013 sýnir fram á það með óyggjandi hætti að það er þjóðhagslega hagkvæmt að setja fjármuni í Borgarlínu. Það dregur úr fjárfestingaþörf í önnur dýr samgöngumannvirki s.s. mislæg gatnamót og göng, sem munu ekki ná sama árangri. Það er umhverfisvænna, það stuðlar að lýðheilsu og betra borgarskipulagi með greiðari samgöngum fyrir alla.Höfundur er þingmaður.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun