Betri raforkumarkaður Bryndís Haraldsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 07:00 Frá gildistöku EES-samningsins árið 1994 hafa átt sér stað gríðarlegar breytingar og framfarir í orkumálum hér á landi. Frá fyrsta degi samningsins hafa viðskipti með orku verið hluti hans, og er orka skilgreind sem hver önnur vara og fellur því undir frjálsa vöruflutninga. Árið 2003 voru gerðar viðamiklar breytingar á íslenskum raforkulögum, með innleiðingu fyrsta orkupakkans í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Davíðs Oddssonar. Um leið og ný lög tóku gildi tók uppbygging raforkumarkaðar á Íslandi mið af reglum EES-svæðisins, og um leið innri markaðar Evrópusambandsins, og hefur gert allar götur síðan. Ákvörðun var tekin um að vinnsla og sala raforku yrði í markaðskerfi, á samkeppnisgrundvelli – sem er í anda sjálfstæðisstefnunnar. Reglur voru settar um starfsemi orkufyrirtækja samhliða, í því skyni að stuðla að aukinni samkeppni og koma neytendum til bóta. Fimm árum síðar fylgdi annar orkupakkinn á eftir, og var þar gengið enn lengra í að skilja að dreifiveitur og sölufyrirtæki. Stjórnvöld nýttu ekki heimildir sem voru til staðar fyrir undanþágu frá reglunum sökum smæðar íslenska markaðarins, enda voru reglurnar settar í þágu neytenda. Annar orkupakkinn fólst í aðskilnaði dreifiveitna frá framleiðslu og sölu raforku, banni við niðurgreiðslum til sérleyfisstarfsemi, auknu eftirliti á raforkumarkaði og fleiru. Nú er komið að þeim þriðja, sem enn byggir á hugmyndinni um raforkumarkað þar sem neytendur hafa valfrelsi. Að baki þriðja orkupakkanum búa sjónarmið um hvata til hagræðingar innan raforkugeirans, að raforkukaupendum sé tryggt samkeppnishæft raforkuverð, betri þjónusta og stöðugri og öruggari afhending rafmagns. Þá er í þriðja orkupakkanum einnig að finna ákvæði um neytendavernd með það að markmiði að bæta og samþætta samkeppnishæfa raforkumarkaði innan EES. Öflugur raforkumarkaður er mikilvægur íslenskum heimilum og er þriðja orkupakkanum ætlað að styðja enn frekar við þá góðu vegferð sem við erum á. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa ekki rökstutt heimsendaspár sínar um glötuð yfirráð yfir íslenskum auðlindum enda eiga spádómarnir ekki við rök að styðjast.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Frá gildistöku EES-samningsins árið 1994 hafa átt sér stað gríðarlegar breytingar og framfarir í orkumálum hér á landi. Frá fyrsta degi samningsins hafa viðskipti með orku verið hluti hans, og er orka skilgreind sem hver önnur vara og fellur því undir frjálsa vöruflutninga. Árið 2003 voru gerðar viðamiklar breytingar á íslenskum raforkulögum, með innleiðingu fyrsta orkupakkans í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Davíðs Oddssonar. Um leið og ný lög tóku gildi tók uppbygging raforkumarkaðar á Íslandi mið af reglum EES-svæðisins, og um leið innri markaðar Evrópusambandsins, og hefur gert allar götur síðan. Ákvörðun var tekin um að vinnsla og sala raforku yrði í markaðskerfi, á samkeppnisgrundvelli – sem er í anda sjálfstæðisstefnunnar. Reglur voru settar um starfsemi orkufyrirtækja samhliða, í því skyni að stuðla að aukinni samkeppni og koma neytendum til bóta. Fimm árum síðar fylgdi annar orkupakkinn á eftir, og var þar gengið enn lengra í að skilja að dreifiveitur og sölufyrirtæki. Stjórnvöld nýttu ekki heimildir sem voru til staðar fyrir undanþágu frá reglunum sökum smæðar íslenska markaðarins, enda voru reglurnar settar í þágu neytenda. Annar orkupakkinn fólst í aðskilnaði dreifiveitna frá framleiðslu og sölu raforku, banni við niðurgreiðslum til sérleyfisstarfsemi, auknu eftirliti á raforkumarkaði og fleiru. Nú er komið að þeim þriðja, sem enn byggir á hugmyndinni um raforkumarkað þar sem neytendur hafa valfrelsi. Að baki þriðja orkupakkanum búa sjónarmið um hvata til hagræðingar innan raforkugeirans, að raforkukaupendum sé tryggt samkeppnishæft raforkuverð, betri þjónusta og stöðugri og öruggari afhending rafmagns. Þá er í þriðja orkupakkanum einnig að finna ákvæði um neytendavernd með það að markmiði að bæta og samþætta samkeppnishæfa raforkumarkaði innan EES. Öflugur raforkumarkaður er mikilvægur íslenskum heimilum og er þriðja orkupakkanum ætlað að styðja enn frekar við þá góðu vegferð sem við erum á. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa ekki rökstutt heimsendaspár sínar um glötuð yfirráð yfir íslenskum auðlindum enda eiga spádómarnir ekki við rök að styðjast.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun