Ole Anton Bieltvedt

Þegar vélstjórar ruglast á húmor og hótfyndni
Húmoristar þurfa að vera glúrnir og búa yfir góðu skopskyni. Án þessa, verða menn ekki sannir húmoristar. Þeir, sem aðeins búa yfir hótfyndni, eru í öðrum hópi.

„Hálfur þingmaður“ saklaust bull, en hálfur sannleikur alvarlegt mál
Flestir hægri öfgaflokkar í Evrópu voru í gegnum tíðina andstæðingar Evrópusambandsins, og leituðu allra leiða til að varpa rýrð á sambandið, þýðingu þess og starf.

Er Seðlabankastjórninni sjálfrátt?
Eins og þeir vita, sem lesa mínar greinar, hef ég undanfarna mánuði gagnrýnt Seðlabanka harðlega fyrir stefnu bankans í stýrivaxtamálum, sem ég hef talið vera út í hött; alvarlegan afleik í taflinu gegn verðbólgu og stórfellt óréttmæti gagnvart skuldurum landsins.

Þá er skrattanum skemmt
Á dögunum birtist frétt í norska ríkissjónvarpinu, NRK, um að elgkálfur hefði fundist ráfandi við þjóðveg með sundurskotið trýni. Hafði skot farið í gegnum höfuðið, fyrir neðan augu, og spýttist blóð út, í báðar áttir, þegar dýrið andaði.

Tíu síður af innihaldslitlum klisjum – ESB er töfralausn!
Þá er Samfylkingin búin að halda sinn landsfund og endurnýja sitt forystulið. Allt virðist þar gott, nema eitt; nýr formaður. Hún er eflaust velviljuð og væn, en fyrir mér einkennist framganga hennar og málflutningur af kokhreysti og einföldun flókinna og margþættra mála; af billegum klisjum.

Þegar vanefndir og spilling spanna hálfan hnöttinn
„Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, haldinn á Selfossi 23.-25. október 2015, leggst eindregið gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur“. Úr landsfundarályktunum Vinstri grænna 2015.

Norska leiðin og sú íslenzka í auðlindamálum - vantar par kauphéðna í ríkisstjórnina?
Ég hef fjallað nokkuð um þá nýlegu ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar, að taka afnotagjald, auðlindagjald, af fiskeldisfyrirtækjum fyrir afnot þeirra af hafinu, fjörðum landsins, frá 1. janúar 2023. Vil ég fara frekar ofan í saumana á því máli hér.

Þegar pólitíkusar mála sig út í horn
Íslenzkir stjórnmálamenn hafa haft hægt um sig síðustu misseri. Smá sviptingar á meintri miðju, sem reyndar teygist yst út á hægri kant, milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs, þar sem sá fyrrnefndi hafði miklu betur, annars hefur andinn yfir stjórnmálavötnunum verið rólegur.

Er lausnarinn fundinn?
Hér vil ég skoða þann stjórnmálaflokk, sem stofnaður var úr 4 flokkum árið 2000, til að verða mótvægisafl við Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna.

BNA klofin þjóð og ótryggur bandamaður
Árásarstríð Pútíns á Úkraínumenn hefur vakið upp spurninguna um varnir og öryggi annarra Evrópu-landa, líka þá auðvitað okkar Íslendinga.

Seðlabankastjóri sýnir á sér betri hlið
Ég hef skrifað nokkuð um Seðlabanka, og þá einkum um stýrivaxtastefnu hans og vafasamar tilraunir til að hemja verðbólguna.

Gluggað á Framsóknarflokkinn
Formaður Framsóknarflokksins 2009-2016 var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Í þingkosningunum 2013 fékk flokkurinn 24,4%. Á þessum tíma var Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður, en til ágreinings kom milli þeirra félaga, og klofnaði flokkurinn. Sigmundur Davíð stofnaði í framhaldi af því Miðflokkinn 2017.

Bréf til Svandísar Svavarsdóttur um brotastafsemi, dýraníð og skemmdarverk á ímynd Íslands
Við í Jarðarvinum höfum rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna brota þeirra á reglugerðum fyrir matvælaöryggi við verkun hvals og skilyrðum og ákvæðum hvalveiðileyfa, þar sem sekt forráðamanna félagsins hefur sannast.

Þjóðaratkvæði 14. maí 2022!
Undirritaður dvaldi lengi erlendis, og fylgdist þá ekki gjörla með umræðunni og gangi mála hér.

Frekari hækkun stýrivaxta byggir á hundalógik og er ranglát og siðlaus
Skv. síðustu tölum, er verðbólga á Íslandi 5,7%. Þar af stendur húsnæðisliðurinn fyrir 2,0%. 3,7% stafa þannnig mest af erlendum verðhækkunum, sem aftur stafa beint og óbeint af COVID-faraldrinum.

Ætlar Seðlabanki nú að fara að „tappa blóði af fólki”!?
Það er mat undirritaðs, að vinnubrögð Seðlabanka séu á ýmsan hátt gamaldags og slitin, þó undir ungri forystu sé, og, að þar vanti oft heildarsýn - skilning, vilja og getu - til nútímalegrar nálgunar og skapandi, lausna sinnaðra vinnubragða.

Dýrin og við
Það er þannig um margt, að eitthvað sérstakt þarf að gerast, til að menn átti sig á eðli og stöðu mála. Oft þarf eitthvað nýtt og óvenjulegt að koma til, til að menn opni augun fyrir ákveðnum - kannske vondum og krítískum, en mögulega líka góðum og gæfulegum - málum, sem þó hafa blasað við eða mátt blasa við lengi.

Ásakanir Seðlabankastjóra á hendur Fréttablaði vart skotheldar
Í gær fór Seðlabankastjóri mikinn á Facebook-síðu sinni, og áskaði hann Fréttablaðið um óvandaðan og óboðlegan fréttaflutning.

Telur Kári Stefánsson ráðherra undirskriftarhandbendi embættismanna?
Það, sem frá Kára Stefánssyni kemur inn í umræðu deigluna, er margt nokkuð gott; sæmilega eða vel skynsamlegt, enda maðurinn auðvitað óvitlaus.

Áform og yfirlýsingar Ísteka um dýravænt blóðmerahald standast ekki!
Framkvæmdastjóri Ísteka birti grein á Vísi nú um helgina, þar sem hann reynir að sannfæra lesendur um, að Ísteka gæti vel að velferð dýranna, og, að blóðmeraiðja fyrirtækisins sé fagleg og dýravæn.