Þegar bændur bregðast dýrum sínum – Valda þeim þjáningu og skelfilegum dauðdaga Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. júní 2025 13:01 17. desember 2019 skrifaði ég grein hér á Vísi, sem byrjaði svona: „„Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann“ var fyrirsögnin á frétt í Vísi 12. desember sl. (2019). Í fréttinni segir bóndinn, sem í hlut á: „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það.“ Þegar hann vitjaði svo hestanna, voru 10 fastir í fönn og snoppan á hryssunni Freyju stóð rétt upp úr snjónum. Er spurning, hvort hún er enn á lífi, en allt að 100 hestar munu hafa farizt, bara á þessu svæði, í aftakaveðrinu á dögunum.Svo, hvað skyldi „það ólýsanlega“ hafa verið, sem hnippti í hrossabóndann? Var það kannske það, sem almennt er kallað sektarkennd eða samvizka?“ Í þeim veðurskelli, sem gekk yfir landið í desember 2019, fórust um 100 hestar, mikið folöld. Margir höfðu samúð með bændunum, svona upp á gamlan og góðan íslenzkan máta. Aumingjans þeir. Ég hafði samúð með dýrunum. Punkturinn var og er fyrir mér; ef bændur geta ekki haldið dýrin sín af ábyrgð og fagmennsku, tryggt velferð þeirra og öryggi, ættu þeir ekki að koma nálægt dýrahaldi. Í gær, 3. júní, var svo aftur dýrafrétt, fyrst á Stöð 2, svo á Vísi, þar sem fyrirsögnin var þessi: „ Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín“. Í texta er fjallað um veðurskellinn, sem gekk yfir landið síðustu 2 daga, sem reyndar var búið að vara við dögum saman, og allir, sem eitthvað fylgjast með og vita í sinn haus, vissu full vel, frá því í síðustu viku, að væra að skella á. Í texta fréttarinnar segir svo m.a. þetta:“ „Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp“, sagði bóndinn. Svo afsakaði hún sig með þessu orðum: „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Var það nú afsökun, að kindurnar fengju júgurbólgu, ef þær og lömbin hefðu verið hýstar í nokkra daga, meða óveðrið gekk yfir? Var, sem sé, betra, að láta þær bara verða úti, kveljast og jafnel drepast í kvalræði og hörmungum? Í fréttinni segir svo þetta: „Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi“. Skyldi hún hafa borið árangur. Ég efast um það. Frétt um sama mál í Morgunblaðinu í dag, 4. júní: „Víða á Norðurlandi þurfti að koma sauðfé í skjól vegna snjókomunnar og sinntu björgunarsveitir því verkefni. „Dagurinn er bara búinn að vera erfiður, hreint út sagt. Þetta voru krefjandi aðstæður. Það var mikill snjór í bökkum, gildrögum og börðum og eitthvað af því fé sem við fundum var fennt,“ sagði Björn Már Björnsson úr Björgunarsveitinni Dalvík í samtali við blaðamann mbl.is í gær. Svo kom millifyrirsögn: „Forðast hefði mátt útkallið“ og þessi texti: „Hann (Björn Már) talaði um að erfitt hefði verið að reka féð heim í hús, meðal annars vegna þess að féð var kleprað og þá sérstaklega lömbin, sem mörg hver báru á sér snjó köggla sem björgunarsveitarmenn þurftu að kroppa af með nokkurra metra millibili sökum þess að lömbin gátu ekki lengur hreyft fram- eða afturlappirnar. Þá bætti Björn við að forðast hefði mátt þetta erfiða útkall ef bændur hefðu fylgst betur með veðurspá og brugðist fyrr við. „Það sem vakir líka fyrir okkur er að ef beðið hefði verið um aðstoð í gær hefði þetta tekið tvo tíma. Þetta hefði ekkert þurft að fara svona og ég vil bara hreinlega að það komi fram“. Það er ekki miklu við þetta að bæta. Skyldu margir vorkenna bóndanum? Ég vorkenni blessuðum saklausum og varnarlausum dýrunum. Skyldi þessi bóndi vera hæfur, og ætti hann að hafa til þess leyfi, að halda dýr!? Hvað finnst þér, lesandi góður? Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
17. desember 2019 skrifaði ég grein hér á Vísi, sem byrjaði svona: „„Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann“ var fyrirsögnin á frétt í Vísi 12. desember sl. (2019). Í fréttinni segir bóndinn, sem í hlut á: „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það.“ Þegar hann vitjaði svo hestanna, voru 10 fastir í fönn og snoppan á hryssunni Freyju stóð rétt upp úr snjónum. Er spurning, hvort hún er enn á lífi, en allt að 100 hestar munu hafa farizt, bara á þessu svæði, í aftakaveðrinu á dögunum.Svo, hvað skyldi „það ólýsanlega“ hafa verið, sem hnippti í hrossabóndann? Var það kannske það, sem almennt er kallað sektarkennd eða samvizka?“ Í þeim veðurskelli, sem gekk yfir landið í desember 2019, fórust um 100 hestar, mikið folöld. Margir höfðu samúð með bændunum, svona upp á gamlan og góðan íslenzkan máta. Aumingjans þeir. Ég hafði samúð með dýrunum. Punkturinn var og er fyrir mér; ef bændur geta ekki haldið dýrin sín af ábyrgð og fagmennsku, tryggt velferð þeirra og öryggi, ættu þeir ekki að koma nálægt dýrahaldi. Í gær, 3. júní, var svo aftur dýrafrétt, fyrst á Stöð 2, svo á Vísi, þar sem fyrirsögnin var þessi: „ Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín“. Í texta er fjallað um veðurskellinn, sem gekk yfir landið síðustu 2 daga, sem reyndar var búið að vara við dögum saman, og allir, sem eitthvað fylgjast með og vita í sinn haus, vissu full vel, frá því í síðustu viku, að væra að skella á. Í texta fréttarinnar segir svo m.a. þetta:“ „Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp“, sagði bóndinn. Svo afsakaði hún sig með þessu orðum: „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Var það nú afsökun, að kindurnar fengju júgurbólgu, ef þær og lömbin hefðu verið hýstar í nokkra daga, meða óveðrið gekk yfir? Var, sem sé, betra, að láta þær bara verða úti, kveljast og jafnel drepast í kvalræði og hörmungum? Í fréttinni segir svo þetta: „Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi“. Skyldi hún hafa borið árangur. Ég efast um það. Frétt um sama mál í Morgunblaðinu í dag, 4. júní: „Víða á Norðurlandi þurfti að koma sauðfé í skjól vegna snjókomunnar og sinntu björgunarsveitir því verkefni. „Dagurinn er bara búinn að vera erfiður, hreint út sagt. Þetta voru krefjandi aðstæður. Það var mikill snjór í bökkum, gildrögum og börðum og eitthvað af því fé sem við fundum var fennt,“ sagði Björn Már Björnsson úr Björgunarsveitinni Dalvík í samtali við blaðamann mbl.is í gær. Svo kom millifyrirsögn: „Forðast hefði mátt útkallið“ og þessi texti: „Hann (Björn Már) talaði um að erfitt hefði verið að reka féð heim í hús, meðal annars vegna þess að féð var kleprað og þá sérstaklega lömbin, sem mörg hver báru á sér snjó köggla sem björgunarsveitarmenn þurftu að kroppa af með nokkurra metra millibili sökum þess að lömbin gátu ekki lengur hreyft fram- eða afturlappirnar. Þá bætti Björn við að forðast hefði mátt þetta erfiða útkall ef bændur hefðu fylgst betur með veðurspá og brugðist fyrr við. „Það sem vakir líka fyrir okkur er að ef beðið hefði verið um aðstoð í gær hefði þetta tekið tvo tíma. Þetta hefði ekkert þurft að fara svona og ég vil bara hreinlega að það komi fram“. Það er ekki miklu við þetta að bæta. Skyldu margir vorkenna bóndanum? Ég vorkenni blessuðum saklausum og varnarlausum dýrunum. Skyldi þessi bóndi vera hæfur, og ætti hann að hafa til þess leyfi, að halda dýr!? Hvað finnst þér, lesandi góður? Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar