Þegar bændur bregðast dýrum sínum – Valda þeim þjáningu og skelfilegum dauðdaga Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. júní 2025 13:01 17. desember 2019 skrifaði ég grein hér á Vísi, sem byrjaði svona: „„Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann“ var fyrirsögnin á frétt í Vísi 12. desember sl. (2019). Í fréttinni segir bóndinn, sem í hlut á: „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það.“ Þegar hann vitjaði svo hestanna, voru 10 fastir í fönn og snoppan á hryssunni Freyju stóð rétt upp úr snjónum. Er spurning, hvort hún er enn á lífi, en allt að 100 hestar munu hafa farizt, bara á þessu svæði, í aftakaveðrinu á dögunum.Svo, hvað skyldi „það ólýsanlega“ hafa verið, sem hnippti í hrossabóndann? Var það kannske það, sem almennt er kallað sektarkennd eða samvizka?“ Í þeim veðurskelli, sem gekk yfir landið í desember 2019, fórust um 100 hestar, mikið folöld. Margir höfðu samúð með bændunum, svona upp á gamlan og góðan íslenzkan máta. Aumingjans þeir. Ég hafði samúð með dýrunum. Punkturinn var og er fyrir mér; ef bændur geta ekki haldið dýrin sín af ábyrgð og fagmennsku, tryggt velferð þeirra og öryggi, ættu þeir ekki að koma nálægt dýrahaldi. Í gær, 3. júní, var svo aftur dýrafrétt, fyrst á Stöð 2, svo á Vísi, þar sem fyrirsögnin var þessi: „ Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín“. Í texta er fjallað um veðurskellinn, sem gekk yfir landið síðustu 2 daga, sem reyndar var búið að vara við dögum saman, og allir, sem eitthvað fylgjast með og vita í sinn haus, vissu full vel, frá því í síðustu viku, að væra að skella á. Í texta fréttarinnar segir svo m.a. þetta:“ „Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp“, sagði bóndinn. Svo afsakaði hún sig með þessu orðum: „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Var það nú afsökun, að kindurnar fengju júgurbólgu, ef þær og lömbin hefðu verið hýstar í nokkra daga, meða óveðrið gekk yfir? Var, sem sé, betra, að láta þær bara verða úti, kveljast og jafnel drepast í kvalræði og hörmungum? Í fréttinni segir svo þetta: „Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi“. Skyldi hún hafa borið árangur. Ég efast um það. Frétt um sama mál í Morgunblaðinu í dag, 4. júní: „Víða á Norðurlandi þurfti að koma sauðfé í skjól vegna snjókomunnar og sinntu björgunarsveitir því verkefni. „Dagurinn er bara búinn að vera erfiður, hreint út sagt. Þetta voru krefjandi aðstæður. Það var mikill snjór í bökkum, gildrögum og börðum og eitthvað af því fé sem við fundum var fennt,“ sagði Björn Már Björnsson úr Björgunarsveitinni Dalvík í samtali við blaðamann mbl.is í gær. Svo kom millifyrirsögn: „Forðast hefði mátt útkallið“ og þessi texti: „Hann (Björn Már) talaði um að erfitt hefði verið að reka féð heim í hús, meðal annars vegna þess að féð var kleprað og þá sérstaklega lömbin, sem mörg hver báru á sér snjó köggla sem björgunarsveitarmenn þurftu að kroppa af með nokkurra metra millibili sökum þess að lömbin gátu ekki lengur hreyft fram- eða afturlappirnar. Þá bætti Björn við að forðast hefði mátt þetta erfiða útkall ef bændur hefðu fylgst betur með veðurspá og brugðist fyrr við. „Það sem vakir líka fyrir okkur er að ef beðið hefði verið um aðstoð í gær hefði þetta tekið tvo tíma. Þetta hefði ekkert þurft að fara svona og ég vil bara hreinlega að það komi fram“. Það er ekki miklu við þetta að bæta. Skyldu margir vorkenna bóndanum? Ég vorkenni blessuðum saklausum og varnarlausum dýrunum. Skyldi þessi bóndi vera hæfur, og ætti hann að hafa til þess leyfi, að halda dýr!? Hvað finnst þér, lesandi góður? Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
17. desember 2019 skrifaði ég grein hér á Vísi, sem byrjaði svona: „„Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann“ var fyrirsögnin á frétt í Vísi 12. desember sl. (2019). Í fréttinni segir bóndinn, sem í hlut á: „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það.“ Þegar hann vitjaði svo hestanna, voru 10 fastir í fönn og snoppan á hryssunni Freyju stóð rétt upp úr snjónum. Er spurning, hvort hún er enn á lífi, en allt að 100 hestar munu hafa farizt, bara á þessu svæði, í aftakaveðrinu á dögunum.Svo, hvað skyldi „það ólýsanlega“ hafa verið, sem hnippti í hrossabóndann? Var það kannske það, sem almennt er kallað sektarkennd eða samvizka?“ Í þeim veðurskelli, sem gekk yfir landið í desember 2019, fórust um 100 hestar, mikið folöld. Margir höfðu samúð með bændunum, svona upp á gamlan og góðan íslenzkan máta. Aumingjans þeir. Ég hafði samúð með dýrunum. Punkturinn var og er fyrir mér; ef bændur geta ekki haldið dýrin sín af ábyrgð og fagmennsku, tryggt velferð þeirra og öryggi, ættu þeir ekki að koma nálægt dýrahaldi. Í gær, 3. júní, var svo aftur dýrafrétt, fyrst á Stöð 2, svo á Vísi, þar sem fyrirsögnin var þessi: „ Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín“. Í texta er fjallað um veðurskellinn, sem gekk yfir landið síðustu 2 daga, sem reyndar var búið að vara við dögum saman, og allir, sem eitthvað fylgjast með og vita í sinn haus, vissu full vel, frá því í síðustu viku, að væra að skella á. Í texta fréttarinnar segir svo m.a. þetta:“ „Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp“, sagði bóndinn. Svo afsakaði hún sig með þessu orðum: „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Var það nú afsökun, að kindurnar fengju júgurbólgu, ef þær og lömbin hefðu verið hýstar í nokkra daga, meða óveðrið gekk yfir? Var, sem sé, betra, að láta þær bara verða úti, kveljast og jafnel drepast í kvalræði og hörmungum? Í fréttinni segir svo þetta: „Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi“. Skyldi hún hafa borið árangur. Ég efast um það. Frétt um sama mál í Morgunblaðinu í dag, 4. júní: „Víða á Norðurlandi þurfti að koma sauðfé í skjól vegna snjókomunnar og sinntu björgunarsveitir því verkefni. „Dagurinn er bara búinn að vera erfiður, hreint út sagt. Þetta voru krefjandi aðstæður. Það var mikill snjór í bökkum, gildrögum og börðum og eitthvað af því fé sem við fundum var fennt,“ sagði Björn Már Björnsson úr Björgunarsveitinni Dalvík í samtali við blaðamann mbl.is í gær. Svo kom millifyrirsögn: „Forðast hefði mátt útkallið“ og þessi texti: „Hann (Björn Már) talaði um að erfitt hefði verið að reka féð heim í hús, meðal annars vegna þess að féð var kleprað og þá sérstaklega lömbin, sem mörg hver báru á sér snjó köggla sem björgunarsveitarmenn þurftu að kroppa af með nokkurra metra millibili sökum þess að lömbin gátu ekki lengur hreyft fram- eða afturlappirnar. Þá bætti Björn við að forðast hefði mátt þetta erfiða útkall ef bændur hefðu fylgst betur með veðurspá og brugðist fyrr við. „Það sem vakir líka fyrir okkur er að ef beðið hefði verið um aðstoð í gær hefði þetta tekið tvo tíma. Þetta hefði ekkert þurft að fara svona og ég vil bara hreinlega að það komi fram“. Það er ekki miklu við þetta að bæta. Skyldu margir vorkenna bóndanum? Ég vorkenni blessuðum saklausum og varnarlausum dýrunum. Skyldi þessi bóndi vera hæfur, og ætti hann að hafa til þess leyfi, að halda dýr!? Hvað finnst þér, lesandi góður? Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar