Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Fréttamynd

Að virkja meira og meira, meira í dag en í gær?

Með staðfestingu Árósasamningsins hafa Íslendingar skuldbundið sig til þess að auka þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál. Það þýðir m.a. að ef drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða (rammaáætlun) færu óbreytt inn til þingsins, væri með engu verið að taka tillit til þeirra 225 umsagna sem um þau komu, og þar með gengið á rétt almennings. Þrettán náttúruverndarsamtök skiluðu sameiginlegri umsögn um þessi drög með ítarlegum rökstuðningi fyrir því að fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Nokkrar almennar ástæður þess eru tíundaðar hér, en rökstuðning fyrir flutningi hverrar og einnar virkjunarhugmyndar á milli flokka má finna í umsögninni sjálfri.

Skoðun
Fréttamynd

Náttúruarfurinn: Úr vörn í sókn

Á tyllidögum vitnum við Íslendingar oft með stolti til sögu- og menningararfs þjóðarinnar og fyrir því er ríkuleg innistæða. Sama máli gegnir um náttúruarfinn. Reyndar höfum við gengið óheyrilega á hann bæði að efnislegum og andlegum gæðum. Það lýsir sér e.t.v. best í aldalangri gróður- og jarðvegseyðingu, og í seinni tíð með slakri skipulagningu landnýtingar, þ.m.t. víðtækri uppbyggingu mannvirkja til raforkuframleiðslu á víðernum hálendisins. Það voru vissulega þeir tímar á Íslandi að við lögðum okkur bækur til munns, að við borðuðum menningararfinn. En það var sárafátækt sem rak fólk til þess. Náttúruarfurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á velmegunartímum, þrátt fyrir síaukna þekkingu okkar á honum og mikilvægi hans.

Skoðun