
Stórsókn í loftslagsmálum
Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega viðfangsefni mannkyns og brýnt að bregðast við þeim af festu. Sjö ráðherrar kynntu á mánudag umfangsmikla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Íslands. Aldrei áður hefur viðlíka fjármagn verið sett í loftslagsmál og nú.
Við setjum markið hátt. Við ætlum að ráðast í viðamikið átak í kolefnisbindingu – endurheimta votlendi, birkiskóga og kjarrlendi, berjast gegn jarðvegseyðingu og rækta skóg. Orkukerfi heimsins eru drifin áfram af jarðefnaeldsneyti og þar þarf kerfisbreytingu. Þarna ætlum við að beita okkur af krafti og ná fram orkuskiptum í vegasamgöngum. Við viljum hætta að brenna mengandi og innfluttum orkugjöfum og nota heldur innlenda, endurnýjanlega orku – rétt eins og við gerðum þegar við innleiddum hitaveituna. Við viljum vinna með sveitarfélögum að því að styrkja almenningssamgöngur, gera fólki kleift að lifa bíllausum lífsstíl og hætta að keyra bílaflotann okkar áfram á mengandi eldsneyti.
Út með olíuna
Hvar getum við Íslendingar dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til að standast markmið Parísarsáttmálans? Stóriðjan fellur ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, heldur heyrir undir evrópskt kerfi með losunarheimildir sem ætlað er að draga úr losun frá starfsemi hennar. Alþjóðaflug fellur sömuleiðis ekki undir skuldbindingar einstakra ríkja og um landnotkun gilda sérstakar reglur. Hvar eru þá helstu tækifæri okkar?
Svarið liggur í olíu. Notkun hennar orsakar stærsta hluta þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Og um 60% af olíunni eru notuð í vegasamgöngum. Stærsta verkefnið framundan er því stórfelld rafvæðing samgangna og stefnan skýr: Að helminga notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum fyrir árið 2030.
Í aðgerðaáætluninni eru auðvitað fjölmargar aðrar aðgerðir sem stuðla að samdrætti í losun annarra geira, og sérstök áhersla er á nýsköpun. Fyrsta útgáfa áætlunarinnar í loftlagsmálum liggur nú fyrir. Framundan er samráð sem ég bind miklar vonir við.
Skoðun

Verkalýðshreyfingin málsvari þeirra sem verst standa
Drífa Snædal skrifar

Svar til áhyggjufulls skipstjóra Samherja
Jón Trausti Reynisson skrifar

Barátta fyrir nýrri stjórnarskrá er barátta gegn spillingu!
Katrín Oddsdóttir skrifar

Hver bjó til ellilífeyrisþega?
Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Æ, æ og Úps!
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Pisa og skekkjan í skólakerfinu
Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Saklaus uns sekt er sönnuð
Páll Steingrímsson skrifar

Mikilvægi sjálfboðaliða
Þorgeir Þorsteinsson skrifar

Fjárlög næsta árs á einni mínútu
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Dagur sjálfboðaliðans: Sjálfboðaliðastörf á vinnu- og skólatíma?
Sólveig Ása B. Tryggvadóttir skrifar

Opið bréf til Skúla Helgasonar og Dags B. Eggertssonar
Lydía Dögg Egilsdóttir skrifar

Borgarfulltrúa á fæðisfé fanga
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Fjármálalæsi Lóu
Eyþór Arnalds skrifar

Mitt álit á dönskukennslu í grunnskólum á Íslandi
Óskar Guðnason skrifar

Að spila lottó með sannleikann
Kristinn H. Gunnarsson skrifar