Grænþvottur Landsvirkjunar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. nóvember 2013 06:00 Baráttan um vernd Þjórsárvera á sér langa sögu. Um 1970 voru uppi áform um að sökkva nánast öllum verunum, en að endingu voru allmargar upptakakvíslar Þjórsár að austanverðu leiddar úr farvegi sínum í gegnum víðáttumikið net skurða og lóna í Kvíslaveitu. Þrátt fyrir þetta umfangsmikla rask á svæðinu eru enn lítt snortin víðerni eftir vestan Þjórsár sem einkennast af víðfeðmu votlendi með fjölbreyttu fuglalífi, freðmýrum, víðiheiðum og blómabrekkum, enda nýtur svæðið alþjóðlegrar verndar sem Ramsarsvæði. Landsvirkjun virðist þó enn telja hagkvæmni Norðlingaölduveitu svo mikla að ekki sé hægt að hverfa frá byggingu hennar. Búningurinn sem fyrirtækið kýs að setja áform sín í eru mér þó ekki geðfelld: Orkunýting í Þjórsárverum og vernd þeirra geta farið saman! Með öðrum orðum þá er það skoðun Landsvirkjunar að þrátt fyrir að Norðlingaölduveita, í einni eða annarri mynd, kljúfi lítt snortin víðerni Þjórsárverasvæðisins vestan Þjórsár og eyðileggi rennsli í Gljúfurleitarfossi og Dynk, sem eru fyllilega jafnokar Gullfoss, þá geti miðlunarlón vel farið saman með vernd svæðisins. Ég spyr: Er þetta hin nýja náttúruverndarsýn Landsvirkjunar? Fyrir mér er þetta grænþvottur. Því miður virðast ráðherrar taka undir orð Landsvirkjunar. Með hugmyndum sínum um nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu gengur Landsvirkjun gegn vilja Alþingis frá því í janúar í ár, en svæðið sem Norðlingaölduveita er á lenti í verndarflokki rammaáætlunar. Spyrja má hvort það sé nóg að breyta útfærslu hugmynda sem lenda í verndarflokki og freista þess þannig að fá þær flokkaðar upp á nýtt? Ef við skoðum þetta fyrir vatnsaflsvirkjanir, þá miðaðist mat faghópa um náttúru- og menningarminjar og ferðaþjónustu og útivist við svæðin sem virkjunarhugmyndir voru um en ekki lónstæðin sjálf. Það voru náttúruverðmæti Þjórsárvera sem réðu því að svæðið var sett í verndarflokk. Við það mat skiptir útfærsla á virkjunarhugmyndum engu máli. Víða erlendis eru stíflumannvirki rifin niður til að endurheimta landsvæði sem hafa hátt verndargildi. Í stað þess að halda áfram áformum um eyðileggingu Þjórsárvera, eins og Landsvirkjun vill gera, tel ég mun uppbyggilegra að kanna möguleikann á endurheimt Þjórsárvera með því að taka niður Kvíslaveitu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Baráttan um vernd Þjórsárvera á sér langa sögu. Um 1970 voru uppi áform um að sökkva nánast öllum verunum, en að endingu voru allmargar upptakakvíslar Þjórsár að austanverðu leiddar úr farvegi sínum í gegnum víðáttumikið net skurða og lóna í Kvíslaveitu. Þrátt fyrir þetta umfangsmikla rask á svæðinu eru enn lítt snortin víðerni eftir vestan Þjórsár sem einkennast af víðfeðmu votlendi með fjölbreyttu fuglalífi, freðmýrum, víðiheiðum og blómabrekkum, enda nýtur svæðið alþjóðlegrar verndar sem Ramsarsvæði. Landsvirkjun virðist þó enn telja hagkvæmni Norðlingaölduveitu svo mikla að ekki sé hægt að hverfa frá byggingu hennar. Búningurinn sem fyrirtækið kýs að setja áform sín í eru mér þó ekki geðfelld: Orkunýting í Þjórsárverum og vernd þeirra geta farið saman! Með öðrum orðum þá er það skoðun Landsvirkjunar að þrátt fyrir að Norðlingaölduveita, í einni eða annarri mynd, kljúfi lítt snortin víðerni Þjórsárverasvæðisins vestan Þjórsár og eyðileggi rennsli í Gljúfurleitarfossi og Dynk, sem eru fyllilega jafnokar Gullfoss, þá geti miðlunarlón vel farið saman með vernd svæðisins. Ég spyr: Er þetta hin nýja náttúruverndarsýn Landsvirkjunar? Fyrir mér er þetta grænþvottur. Því miður virðast ráðherrar taka undir orð Landsvirkjunar. Með hugmyndum sínum um nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu gengur Landsvirkjun gegn vilja Alþingis frá því í janúar í ár, en svæðið sem Norðlingaölduveita er á lenti í verndarflokki rammaáætlunar. Spyrja má hvort það sé nóg að breyta útfærslu hugmynda sem lenda í verndarflokki og freista þess þannig að fá þær flokkaðar upp á nýtt? Ef við skoðum þetta fyrir vatnsaflsvirkjanir, þá miðaðist mat faghópa um náttúru- og menningarminjar og ferðaþjónustu og útivist við svæðin sem virkjunarhugmyndir voru um en ekki lónstæðin sjálf. Það voru náttúruverðmæti Þjórsárvera sem réðu því að svæðið var sett í verndarflokk. Við það mat skiptir útfærsla á virkjunarhugmyndum engu máli. Víða erlendis eru stíflumannvirki rifin niður til að endurheimta landsvæði sem hafa hátt verndargildi. Í stað þess að halda áfram áformum um eyðileggingu Þjórsárvera, eins og Landsvirkjun vill gera, tel ég mun uppbyggilegra að kanna möguleikann á endurheimt Þjórsárvera með því að taka niður Kvíslaveitu.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun