Stórfelld tækifæri við friðlýsingar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. júní 2018 07:00 Náttúra Íslands er stórbrotin og það er sameiginlegt verkefni okkar að gæta hennar vel. Þótt náttúruvernd hljóti alltaf að verða náttúrunnar vegna er einnig mikilvægt að nálgast hana út frá hagrænum og samfélagslegum þáttum. Hvaða tækifæri felast til dæmis í friðlýsingu svæða fyrir byggðir landsins? Fyrir ferðaþjónustuna, bændur, landeigendur og okkur öll sem samfélag? Náttúruvernd og efnahagsmálum hefur gjarnan verið stillt upp sem andstæðum, en svo er ekki. Ég vil nálgast málið á annan hátt. Síðastliðinn föstudag kynnti ég í ríkisstjórn áform um átak í friðlýsingum en í stjórnarsáttmálanum er kveðið á það. Átakið felur í sér að friðlýsa svæði sem njóta eiga verndar gegn orkunýtingu (verndarflokkur rammaáætlunar), sem og svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem ályktað hefur verið um að friðlýsa en hefur ekki verið lokið. Í stjórnarsáttmála er einnig tilgreint að stofna beri þjóðgarð á miðhálendinu og að beita friðlýsingum á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi vegna ferðamanna. Aukið fjármagn hefur þegar verið sett í þetta, sem er lykilatriði.Gildir það sama um Geysi og Hornstrandir? Á Íslandi eru nú þegar vel yfir 100 friðlýst svæði. Friðlýsingar eru þannig ekki nýjar af nálinni en áherslan nú er að nálgast þær út frá þeim margvíslegu tækifærum sem þær fela í sér. Sú mýta hefur verið lífseig að allt sé bannað á öllum friðlýstum svæðum. Það er þó ekki raunin. Á sumum svæðum eru einhverjar takmarkanir, t.d. á Hornströndum þar sem markmiðið er að halda byggingum og innviðum í lágmarki til að náttúran haldist villt og lítt snortin. Annars staðar getur hins vegar einmitt verið um uppbyggingu innviða að ræða til að vernda náttúruna, svo sem á Þingvöllum og Geysi, þar sem svæðin lægju að öðrum kosti undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Á enn öðrum náttúruverndarsvæðum eru flestar hefðbundnar nytjar leyfðar svo framarlega að þær uppfylli markmið um sjálfbærni. Hver eru áhrifin? Náttúruvernd getur haft mikil jákvæð efnahagsleg áhrif, ekki síst vegna þeirra möguleika sem snúa að ferðaþjónustu. Líkt og við þekkjum vel nefna langflestir ferðamenn sem hingað koma náttúruna sem helstu ástæðu Íslandsfarar. Tímamótarannsókn innan Háskóla Íslands leiddi í ljós að fyrir hverja krónu sem ríkið lagði til Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls komu 58 krónur til baka til samfélagsins. Nærri helmingur af því sem garðurinn skilaði þjóðarbúinu varð eftir á Snæfellsnesinu. Þetta eru frábærar fréttir en ein rannsókn er ekki nóg. Við þurfum að skilja betur þau efnahagslegu áhrif sem friðlýsing hefur, ekki síst á byggðirnar í kring. Af þeim sökum hef ég ákveðið að láta mæla efnahagsleg áhrif náttúruverndarsvæða víða um land, alls á ellefu stöðum. Hagfræðistofnun HÍ hefur þegar hafið þessa vinnu. Sóknarfæri fyrir dreifðar byggðir Annað spennandi verkefni sem er framundan er svokölluð sviðsmyndagreining fyrir nokkur tiltekin svæði sem hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar, þar með talið stór víðernissvæði. Valin verða þrjú til fimm svæði til að kanna þau tækifæri sem friðlýsing þessara svæða gæti falið í sér. Markmiðið er að líta sérstaklega til dreifðra byggða. Ég vil einnig horfa til aukins samstarfs við bændur og aðra landeigendur um náttúruvernd, enda eru mörg svæði sem skipta miklu fyrir náttúruvernd í einkaeigu. Ég hlakka til þessarar vinnu með samstarfsfólki mínu í ráðuneytinu, Umhverfisstofnun og síðast en ekki síst fólkinu í landinu.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er stórbrotin og það er sameiginlegt verkefni okkar að gæta hennar vel. Þótt náttúruvernd hljóti alltaf að verða náttúrunnar vegna er einnig mikilvægt að nálgast hana út frá hagrænum og samfélagslegum þáttum. Hvaða tækifæri felast til dæmis í friðlýsingu svæða fyrir byggðir landsins? Fyrir ferðaþjónustuna, bændur, landeigendur og okkur öll sem samfélag? Náttúruvernd og efnahagsmálum hefur gjarnan verið stillt upp sem andstæðum, en svo er ekki. Ég vil nálgast málið á annan hátt. Síðastliðinn föstudag kynnti ég í ríkisstjórn áform um átak í friðlýsingum en í stjórnarsáttmálanum er kveðið á það. Átakið felur í sér að friðlýsa svæði sem njóta eiga verndar gegn orkunýtingu (verndarflokkur rammaáætlunar), sem og svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem ályktað hefur verið um að friðlýsa en hefur ekki verið lokið. Í stjórnarsáttmála er einnig tilgreint að stofna beri þjóðgarð á miðhálendinu og að beita friðlýsingum á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi vegna ferðamanna. Aukið fjármagn hefur þegar verið sett í þetta, sem er lykilatriði.Gildir það sama um Geysi og Hornstrandir? Á Íslandi eru nú þegar vel yfir 100 friðlýst svæði. Friðlýsingar eru þannig ekki nýjar af nálinni en áherslan nú er að nálgast þær út frá þeim margvíslegu tækifærum sem þær fela í sér. Sú mýta hefur verið lífseig að allt sé bannað á öllum friðlýstum svæðum. Það er þó ekki raunin. Á sumum svæðum eru einhverjar takmarkanir, t.d. á Hornströndum þar sem markmiðið er að halda byggingum og innviðum í lágmarki til að náttúran haldist villt og lítt snortin. Annars staðar getur hins vegar einmitt verið um uppbyggingu innviða að ræða til að vernda náttúruna, svo sem á Þingvöllum og Geysi, þar sem svæðin lægju að öðrum kosti undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Á enn öðrum náttúruverndarsvæðum eru flestar hefðbundnar nytjar leyfðar svo framarlega að þær uppfylli markmið um sjálfbærni. Hver eru áhrifin? Náttúruvernd getur haft mikil jákvæð efnahagsleg áhrif, ekki síst vegna þeirra möguleika sem snúa að ferðaþjónustu. Líkt og við þekkjum vel nefna langflestir ferðamenn sem hingað koma náttúruna sem helstu ástæðu Íslandsfarar. Tímamótarannsókn innan Háskóla Íslands leiddi í ljós að fyrir hverja krónu sem ríkið lagði til Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls komu 58 krónur til baka til samfélagsins. Nærri helmingur af því sem garðurinn skilaði þjóðarbúinu varð eftir á Snæfellsnesinu. Þetta eru frábærar fréttir en ein rannsókn er ekki nóg. Við þurfum að skilja betur þau efnahagslegu áhrif sem friðlýsing hefur, ekki síst á byggðirnar í kring. Af þeim sökum hef ég ákveðið að láta mæla efnahagsleg áhrif náttúruverndarsvæða víða um land, alls á ellefu stöðum. Hagfræðistofnun HÍ hefur þegar hafið þessa vinnu. Sóknarfæri fyrir dreifðar byggðir Annað spennandi verkefni sem er framundan er svokölluð sviðsmyndagreining fyrir nokkur tiltekin svæði sem hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar, þar með talið stór víðernissvæði. Valin verða þrjú til fimm svæði til að kanna þau tækifæri sem friðlýsing þessara svæða gæti falið í sér. Markmiðið er að líta sérstaklega til dreifðra byggða. Ég vil einnig horfa til aukins samstarfs við bændur og aðra landeigendur um náttúruvernd, enda eru mörg svæði sem skipta miklu fyrir náttúruvernd í einkaeigu. Ég hlakka til þessarar vinnu með samstarfsfólki mínu í ráðuneytinu, Umhverfisstofnun og síðast en ekki síst fólkinu í landinu.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun