Ferðamenn og umhverfisáhrif Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. janúar 2017 07:00 Nýjar tölur Ferðamálastofu sýna að 1,8 milljón erlendra ferðamanna sótti Ísland heim á nýliðnu ári og eru þá ekki taldir með farþegar skemmtiferðaskipa. Þetta er 40% aukning frá fyrra ári. Spár Íslandsbanka gera ráð fyrir 35% fjölgun á þessu ári eða tæplega 2,4 milljónum erlendra ferðamanna. Þessum mikla fjölda fylgja áskoranir fyrir alla sem að þessari atvinnugrein koma. Í þessum greinarstúfi bendi ég á fimm atriði sem ný ríkisstjórn og ferðaþjónustuaðilar verða að taka föstum tökum þegar kemur að náttúruvernd og ferðaþjónustu.1. Uppbygging innviða til verndar náttúru. Mikið hefur verið fjallað um álag á helstu ferðamannastaði og nauðsyn þess að byggja innviði náttúrunni til verndar. Er þá m.a. vísað í palla, göngustíga og salerni. Þessari vinnu þarf víða að hraða til muna. En ekki má gleyma að efla fagþekkingu á þessu sviði, sem því miður hefur orðið útundan, svo tryggja megi að innviðir falli vel að landslagi og þeirri náttúru sem þeim er ætlað að vernda. Aukin landvarsla, öryggi ferðamanna og fræðsla falla auðvitað undir hér líka.2. Takmörkun á aðgangi? Íhuga þarf að takmarka aðgang að sumum stöðum í stað þess að auka álagsþol þeirra með uppbyggingu innviða, einfaldlega vegna þess að annars gætu þeir misst aðdráttaraflið sem dregur fólk að þeim. Hið opinbera þarf í samvinnu við ferðaþjónustuna, náttúruverndar- og útivistarfólk að kortleggja þessa staði og leggja fram tillögur um aðgangsstýringu sem mismunar ekki fólki.3. Innviðir ferðaþjónustunnar sjálfrar. Hið opinbera þarf að móta skýrari leikreglur um uppbyggingu gistiaðstöðu og annarrar þjónustu á náttúruverndarsvæðum og öðrum eftirsóttum stöðum í eigu ríkisins. Lykilatriðið er að byggt sé utan svæðanna, ekki inni á þeim eða í allra næsta nágrenni þeirra. Á verndarsvæði Mývatns- og Laxár eru nokkur dæmi um það að stór ný hótel hafi risið, eldri hótel verið stækkuð og önnur eru í byggingu eða áformuð allt of nálægt því lífríki sem verið er að vernda, Mývatni sjálfu. Mikið álag er nú þegar á vistkerfi vatnsins m.a. vegna mengunar frá mannabyggð og alröng þróun að auka það álag með þessum hætti. Miðhálendið er annað dæmi um afar viðkvæmt svæði að þessu leyti. Þar sýna kannanir að innan við 10% ferðamanna telja hótel samrýmast hugmyndum um víðerni og óbyggðaupplifun, sem er einmitt það sem þeir sækjast helst eftir á svæðinu. Nú þegar er hafin endurgerð og nýbygging gistiaðstöðu í Ásgarði við Kerlingarfjöll fyrir allt að 340 manns, þar af 240 í einni hótelbyggingu. Áform eru uppi um byggingu 80-140 manna gistiaðstöðu á Hveravöllum og einnig eru hugmyndir um byggingu allt að 120 manna gistiaðstöðu á Landmannalaugasvæðinu. Til samanburðar tekur Hótel Saga í Reykjavík að hámarki 470 manns í gistingu. Er rétt að auka framboð á gistingu inni á hálendinu eða ætti frekar að byggja hana á láglendi nálægt jaðri hálendisins? Þessi þróun er hið minnsta umhugsunarverð og lykilatriði að hálendið verði ekki láglendisvætt.4. Kolefnishlutlaus ferðaþjónusta. Aukning í útlosun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum er sérstakt viðfangsefni ferðaþjónustuaðila, ekki síst í flugi, hópferðum og hjá bílaleigum. Ein meginregla alþjóðlegs umhverfisréttar, svokölluð mengunarbótaregla (e. polluter pays principle), krefur þann sem veldur mengun að greiða fyrir hana og bera þannig ábyrgð á starfsemi sinni. Ferðaþjónustuaðilar ættu að setja sér metnaðarfull markmið þar sem tekin eru markviss og tímasett skref í átt að kolefnishlutlausri starfsemi. Ávallt skyldi flug- og bílaflotinn þannig útbúinn að mengun af starfseminni verði sem minnst, t.d. með sem umhverfisvænstri tækni. Kolefnishlutleysi yrði síðan náð með landgræðslu, endurheimt skóga og votlendis.5. Friðlýsingar sem stjórntæki í ferðaþjónustu. Landvernd hefur ítrekað bent á kosti þess að nýta friðlýsingar í ríkara mæli sem stjórntæki í ferðaþjónustu, ekki síst þegar um er að ræða svæði með viðkvæma náttúru. Þjóðgörðum og öðrum vernduðum svæðum er stýrt með náttúruvernd að leiðarljósi. Skipulag og umferðarstýring dregur úr líkum á skemmdum vegna ágangs ferðamanna og þau verða til langs tíma eftirsóttar vinjar fyrir hugarró og hvíld. Langtímahagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu fara þannig saman. Stærsta verkefnið fram undan er stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem er sameiginlegt baráttumál náttúruverndar- og útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný ríkisstjórn þarf að skoða hvort og þá hvernig megi takmarka fjölda ferðamanna sem koma til Íslands á meðan tekist er á við helstu áskoranir ferðaþjónustunnar. Ég óska nýrri ríkisstjórn og ferðaþjónustunni allri velfarnaðar í þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Tengdar fréttir Aldrei fleiri ferðamenn komið til Íslands: Spyr hvort fjölgunin sé heppileg vegna álags á náttúruna Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af mikilli fjölgun ferðamanna hér á landi síðustu ár. 6. janúar 2017 12:03 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nýjar tölur Ferðamálastofu sýna að 1,8 milljón erlendra ferðamanna sótti Ísland heim á nýliðnu ári og eru þá ekki taldir með farþegar skemmtiferðaskipa. Þetta er 40% aukning frá fyrra ári. Spár Íslandsbanka gera ráð fyrir 35% fjölgun á þessu ári eða tæplega 2,4 milljónum erlendra ferðamanna. Þessum mikla fjölda fylgja áskoranir fyrir alla sem að þessari atvinnugrein koma. Í þessum greinarstúfi bendi ég á fimm atriði sem ný ríkisstjórn og ferðaþjónustuaðilar verða að taka föstum tökum þegar kemur að náttúruvernd og ferðaþjónustu.1. Uppbygging innviða til verndar náttúru. Mikið hefur verið fjallað um álag á helstu ferðamannastaði og nauðsyn þess að byggja innviði náttúrunni til verndar. Er þá m.a. vísað í palla, göngustíga og salerni. Þessari vinnu þarf víða að hraða til muna. En ekki má gleyma að efla fagþekkingu á þessu sviði, sem því miður hefur orðið útundan, svo tryggja megi að innviðir falli vel að landslagi og þeirri náttúru sem þeim er ætlað að vernda. Aukin landvarsla, öryggi ferðamanna og fræðsla falla auðvitað undir hér líka.2. Takmörkun á aðgangi? Íhuga þarf að takmarka aðgang að sumum stöðum í stað þess að auka álagsþol þeirra með uppbyggingu innviða, einfaldlega vegna þess að annars gætu þeir misst aðdráttaraflið sem dregur fólk að þeim. Hið opinbera þarf í samvinnu við ferðaþjónustuna, náttúruverndar- og útivistarfólk að kortleggja þessa staði og leggja fram tillögur um aðgangsstýringu sem mismunar ekki fólki.3. Innviðir ferðaþjónustunnar sjálfrar. Hið opinbera þarf að móta skýrari leikreglur um uppbyggingu gistiaðstöðu og annarrar þjónustu á náttúruverndarsvæðum og öðrum eftirsóttum stöðum í eigu ríkisins. Lykilatriðið er að byggt sé utan svæðanna, ekki inni á þeim eða í allra næsta nágrenni þeirra. Á verndarsvæði Mývatns- og Laxár eru nokkur dæmi um það að stór ný hótel hafi risið, eldri hótel verið stækkuð og önnur eru í byggingu eða áformuð allt of nálægt því lífríki sem verið er að vernda, Mývatni sjálfu. Mikið álag er nú þegar á vistkerfi vatnsins m.a. vegna mengunar frá mannabyggð og alröng þróun að auka það álag með þessum hætti. Miðhálendið er annað dæmi um afar viðkvæmt svæði að þessu leyti. Þar sýna kannanir að innan við 10% ferðamanna telja hótel samrýmast hugmyndum um víðerni og óbyggðaupplifun, sem er einmitt það sem þeir sækjast helst eftir á svæðinu. Nú þegar er hafin endurgerð og nýbygging gistiaðstöðu í Ásgarði við Kerlingarfjöll fyrir allt að 340 manns, þar af 240 í einni hótelbyggingu. Áform eru uppi um byggingu 80-140 manna gistiaðstöðu á Hveravöllum og einnig eru hugmyndir um byggingu allt að 120 manna gistiaðstöðu á Landmannalaugasvæðinu. Til samanburðar tekur Hótel Saga í Reykjavík að hámarki 470 manns í gistingu. Er rétt að auka framboð á gistingu inni á hálendinu eða ætti frekar að byggja hana á láglendi nálægt jaðri hálendisins? Þessi þróun er hið minnsta umhugsunarverð og lykilatriði að hálendið verði ekki láglendisvætt.4. Kolefnishlutlaus ferðaþjónusta. Aukning í útlosun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum er sérstakt viðfangsefni ferðaþjónustuaðila, ekki síst í flugi, hópferðum og hjá bílaleigum. Ein meginregla alþjóðlegs umhverfisréttar, svokölluð mengunarbótaregla (e. polluter pays principle), krefur þann sem veldur mengun að greiða fyrir hana og bera þannig ábyrgð á starfsemi sinni. Ferðaþjónustuaðilar ættu að setja sér metnaðarfull markmið þar sem tekin eru markviss og tímasett skref í átt að kolefnishlutlausri starfsemi. Ávallt skyldi flug- og bílaflotinn þannig útbúinn að mengun af starfseminni verði sem minnst, t.d. með sem umhverfisvænstri tækni. Kolefnishlutleysi yrði síðan náð með landgræðslu, endurheimt skóga og votlendis.5. Friðlýsingar sem stjórntæki í ferðaþjónustu. Landvernd hefur ítrekað bent á kosti þess að nýta friðlýsingar í ríkara mæli sem stjórntæki í ferðaþjónustu, ekki síst þegar um er að ræða svæði með viðkvæma náttúru. Þjóðgörðum og öðrum vernduðum svæðum er stýrt með náttúruvernd að leiðarljósi. Skipulag og umferðarstýring dregur úr líkum á skemmdum vegna ágangs ferðamanna og þau verða til langs tíma eftirsóttar vinjar fyrir hugarró og hvíld. Langtímahagsmunir náttúruverndar og ferðaþjónustu fara þannig saman. Stærsta verkefnið fram undan er stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem er sameiginlegt baráttumál náttúruverndar- og útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný ríkisstjórn þarf að skoða hvort og þá hvernig megi takmarka fjölda ferðamanna sem koma til Íslands á meðan tekist er á við helstu áskoranir ferðaþjónustunnar. Ég óska nýrri ríkisstjórn og ferðaþjónustunni allri velfarnaðar í þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aldrei fleiri ferðamenn komið til Íslands: Spyr hvort fjölgunin sé heppileg vegna álags á náttúruna Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af mikilli fjölgun ferðamanna hér á landi síðustu ár. 6. janúar 2017 12:03
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun