England

Fréttamynd

Breski rað­nauðgarinn hlaut 36 lífs­tíðar­dóma

Breski lögreglumaðurinn og raðnauðgarinn hefur hlotið 36 lífstíðardóma eftir að hann játaði að hafa gerst sekur um 49 kynferðisbrot, þar af 24 nauðganir, gegn tólf konum á átján ára tímabili. Hann mun þurfa að afplána að lágmarki þrjátíu ár í fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið

Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 

Sport
Fréttamynd

Hundruð þúsunda hafa lagt niður störf í dag

Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn á Bretlandi hafa lagt niður störf í dag, þar á meðal starfsmenn háskóla, kennarar og lestarstjórar. Þetta er fyrsta verkfallið sem farið er í á Bretlandi síðan 2016. Launafólk fer fram á launahækkanir til að bregðast við hækkandi verðlagi. 

Erlent
Fréttamynd

Lá dáin í íbúð sinni í rúm þrjú ár

Bresk kona sem átti við mikil geðræn vandamál að stríða fannst í íbúð hennar rúmum þremur árum eftir að hún dó. Fjölskylda hennar kennir heilbrigðiskerfinu um og segir kerfið hafa brugðist henni. Enginn hafi fylgst með henni þrátt fyrir veikindi hennar.

Erlent
Fréttamynd

Evgenía prinsessa er ólétt

Evgenía, prinsessan af Jórvík, og eiginmaður hennar, Jack Brooksbank, eiga von á sínu öðru barni. Prinsessan sinnir ekki lengur konunglegum skyldum en er samt sem áður ellefta í erfðaröð bresku krúnunnar. 

Lífið
Fréttamynd

Lögregluþjónn játar að vera raðnauðgari

Breskur lögregluþjónn í Lundúnum hefur gengist við 49 kynferðisbrotum, og þar af 24 nauðgunum, gegn tólf konum yfir átján ára tímabil. David Carrick, sem er 48 ára gamall, var handtekinn í október 2021 og rekinn í kjölfarið.

Erlent
Fréttamynd

Gítargoðsögnin Jeff Beck er látinn

Enski gítarleikarinn Jeff Beck er látinn 78 ára að aldri. Beck náði miklum vinsældum með hljómsveitinni Yardbirds, áður en að hann einbeitti sér að sólóferli sínum. Hann hefur lengi verið einn ástsælasti gítarleikari heims. 

Lífið
Fréttamynd

Gefur enn barnaspítala Manchester jólagjafir

Stórsöngkonan Ariana Grande gefur barnaspítala í Manchester gjafir á ári hverju. Fimm ár eru liðin frá því að hryðjuverkaáras var gerð í Manchester-höllinni þar sem Ariana tróð upp. 

Lífið
Fréttamynd

70 ár frá banvænni þoku í Lundúnum

Bretar minnast þess í þessari viku að 70 ár eru liðin síðan þykkasta og banvænasta þoka sem sögur fara af lagðist yfir höfuðborgina í heila 5 daga. Talið er að 12.000 manns hafi látist vegna þokunnar.

Erlent