Viðskipti innlent

Ea­syjet flýgur frá Akur­eyri til Manchester í vetur

Kjartan Kjartansson skrifar
Flugvél Easyjet á Akureyrarflugvelli.
Flugvél Easyjet á Akureyrarflugvelli. Isavia/Þórhallur Jónsson/Pedromyndir

Breska lágfargjaldaflugfélagið Easyjet hyggst bjóða upp á áætlunarferðir á milli Akureyrar annars vegar og London og Manchester hins vegar í vetur. Búið er að opna fyrir bókanir á flugleiðunum.

Easyjet flaug á milli Gatwick-flugvallar við London og Akureyrar í vetur og er það sagt hafa gengið vel í tilkynningu á vef markaðsstofu Norðurlands. Flogið verður til Manchester og London á laugardögum og þriðjudögum í vetur.

Sú staðreynd að Bretar séu sú þjóð sem leggur helst leið sína til Íslands yfir vetrartímann er sögð spila stórt hlutverk í ákvörðun Easyjet um að fljúga beint til Norðurlands. Einnig hafi heimamenn tekið því fagnandi að geta flogið beint til Bretlands og þaðan áfram út í heim. Tengimöguleikar þeirra eru sagðir aukast enn frekar með flugi til Manchester.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×