Rússarannsóknin

Sakamálarannsóknin sneri að Trump sjálfum
Sérstakur rannsakandi sem William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trumps, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, rannsakaði Trump sjálfan um tíma.

Rannsakandi Trumps beið afhroð
Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að.

Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump
Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi.

Ríkisstjórn Trump fékk gögn um símanotkun blaðamanna
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í forsetatíð Donalds Trump fékk á laun gögn um símanotkun blaðamanna Washington Post í tengslum við umfjöllun þeirra um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Það reyndi ennfremur að komast yfir upplýsingar um tölvupósta blaðamannanna.

Teikna beina línu frá framboði Trumps til Rússa
Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í gær að samstarfsmaður starfsmanna framboðs Donalds Trump, fyrrverandi forseta, útvegaði rússneskum leyniþjónustum gögn úr framboðinu.

Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

Rannsaka meintar mútugreiðslur í skiptum fyrir náðanir
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú mögulega glæpi sem tengjast mútugreiðslum til Hvíta húss Donalds Trump, fráfarandi forseta, í skiptum fyrir náðun. Ónefndir einstaklingar eru grunaðri um að hafa á laun boðið umtalsverð framlög í kosningasjóði í skiptum fyrir náðun eða mildun á refsingu.

Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans
John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni.

Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð
Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð.

Hæstiréttur stöðvar afhendingu Mueller-gagna
Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í dag í veg fyrir að þingmenn fengu aðgang að skýrslu Robert Mueller úr Rússarannsókninni svokölluðu og önnur undirliggjandi gögn.

Býst hvorki við að Obama né Biden verði rannsakaðir
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna býst hvorki við því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, né Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og líklegt forsetaefni demókrata, verði rannsakaðir þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar Donalds Trump forseta um óljóst samsæri þeirra. Gaf hann þó í skyn að „aðrir“ gætu verið sóttir til saka.

Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn
Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna.

Manafort færður í stofufangelsi
Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra forsetaframboðs Donald Trump, hefur verið færður í stofufangelsi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Tækju Flynn aftur með opnum örmum
Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence.

Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“
Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland.

Fella niður mál gegn Flynn
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Loforð um að ljúga aldrei entist ekki lengi
Fyrsti opinberi blaðamannafundur upplýsingafulltrúa Hvíta hússins í 417 daga byrjaði á því að Kayleigh McEnany, sem er ný í starfi, hét því að ljúga ekki að blaðamönnum.

Rússnesk skúffufyrirtæki vilja 50 milljarða dala frá Bandaríkjunum
Forsvarsmenn rússnesku fyrirtækjanna Concord Management og Concord Consulting ætla að höfða mál eftir að ákærur gegn fyrirtækjunum fyrir afskipti af forsetakosningum í Bandaríkjunum voru felldar niður.

Ráðherra talinn hafa afbakað niðurstöður Mueller
Trúverðugleiki dómsmálaráðherra Bandaríkjanna vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu var dreginn verulega í efa í dómsmáli í gær. Alríkisdómari vill meta sjálfur hvort ráðuneytið hafi ritskoðað skýrslu Roberts Mueller af heilindum.

Fullnægingarleikþáttur Trumps var kornið sem fyllti mælinn
Fyrrverandi starfsmaður Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega á sunnudag um ófrægingarherferð Bandaríkjaforseta gegn henni, sem náði hápunkti með „fullnægingarleikþætti“ í október síðastliðnum.