Skattar og tollar

Fréttamynd

Brettum upp ermar

Skýr stefnumörkun og gagnsætt bókhald er grundvöllur þess að hægt sé að meta árangur af beitingu stjórntækja, líkt og grænum sköttum, ívilnunum og styrkjum sem notuð eru í þágu loftslagsmarkmiða. Umræða um loftslagstengda fjármálastefnu, fjárlagagerð og notkun tekna af tekjuskapandi loftslagsaðgerðum hefur aukist verulega á alþjóðlegum vettvangi.

Skoðun
Fréttamynd

Elkem þarf ekki að greiða skatt af rúmum milljarði króna

Elkem Ísland ehf., sem rekur kísilver á Grundartanga, lagði íslenska ríkið í héraðsdómi í dag þegar úrskurður ríkisskattstjóra var felldur úr gildi. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við.

Innlent
Fréttamynd

Gætu ráðstafað kolefnissköttum til tekjulágra til að draga úr ójöfnuði

Íslensk stjórnvöld gætu stuðlað að réttlátum umskiptum í loftslagsmálum með því að ráðstafa skatttekjum af kolefnislosun til heimila og fyrirtækja í viðkvæmri stöðu, að mati Loftslagsráðs. Ólíkt öðrum Evrópuríkjum hefur Ísland enga stefnu um að láta tekjur renna til loftslagstengdra verkefna. Ráðið telur að auka þurfi gagnsæi og tengja loftslagsmál skýrar við áætlanagerð opinberra fjármála.

Innlent
Fréttamynd

Matar­verðs­hækkanir og tollar

Mikið hefur verið fjallað um hækkanir á matvælaverði að undanförnu og sýnist sitt hverjum um leiðir til að halda aftur af þeim. Sumir vilja fara leið samkeppnishamla, viðskiptahindrana og ríkisafskipta, aðrir vilja leitast við að efla samkeppni.

Skoðun
Fréttamynd

Töf Sam­herja­málsins valdi réttar­spjöllum ofan á orð­spors­á­hættu

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, telur að töf á rannsókn Samherjamálsins geti valdið réttarspjöllum ofan á þá „orðsporsáhættu sem augljós er“. Hún segir embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra vanfjármögnuð og sakar fjármálaráðherra um að kæra sig kollóttan um fjárhagsskort embættanna.

Innlent
Fréttamynd

Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maður Búllunnar fékk skellinn í kjöt­málinu

Starfsmaður Búllunnar sem ákærður var fyrir tollalagabrot með því að veita rangar upplýsingar um innflutt kjöt þarf að greiða um fjörutíu milljónir í sekt vegna málsins. Sektin fellur þó niður haldi viðkomandi skilorð næstu tvö árin, meðal annars vegna þess að starfsmaðurinn var sú eina sem var látin svara til ábyrgðar fyrir málið, án þess þó að hafa haft af því nokkurn ávinning.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af­nemum tryggðar­skatta

Í viðskiptum tíðkast almennt að tryggð viðskiptavina skili sér í betri kjörum til lengri tíma. Einn þeirra geira sem sterkar vísbendingar eru um að sé undanskilinn þessu lögmáli eru tryggingar.

Skoðun
Fréttamynd

Lækkun af­sláttar í frí­höfn liður í að­gerðum gegn þenslu

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki spretta grös við ein­samlan þurrk

Sú staða sem uppi er í heiminum í dag minnir okkur rækilega á hversu mikilvægt það er að tryggja fæðuöryggi í landinu. Innlend framleiðsla mun seint geta uppfyllt alla þá fjölbreytni sem eftirspurnin krefst.

Skoðun
Fréttamynd

Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra þver­tekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Al­freðs­dóttur, menningar- og við­skipta­ráð­herra, fyrir gagn­rýni sína á Ís­lands­banka­málið. Hann segir málið vera storm í vatns­glasi.

Innlent
Fréttamynd

Iðn­menntun og fast­eigna­skattar

Á fimmtudag var tíunda þing Samiðnar sett, en Samiðn er eitt af aðildarsamtökum ASÍ og vettvangur fagfólks í ýmsum iðngreinum. Mér hlaust sá heiður að ávarpa setninguna og lagði út frá nauðsyn þess að skólakerfið okkar gæti sinnt þeim fjölmörgu sem hafa áhuga á iðn- og tæknimenntun á öllum aldri.

Skoðun
Fréttamynd

Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi

Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti.

Umræðan
Fréttamynd

Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita

Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Fasteigna- og lóðagjöld íbúðarhúsnæðis eru lægst í Reykjavík

Önnur sveitarfélög þyrftu að lækka fasteignaskatta- og lóðaleigu sína á íbúðarhúsnæði um tugi og jafnvel hundruð þúsunda á ári til að vera á pari við gjöldin í Reykjavík. Starfandi borgarstjóri segir hægt að koma til móts við tekjulægstu hópana með ýmsum öðrum hætti en lækkun fasteignaskatts.

Innlent
Fréttamynd

130 milljarða halli á ríkissjóði

Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 130 milljarða króna í fyrra samanborið við 144 milljarða króna halla árið 2020. Ber hún þess merki að hagkerfið hafi enn verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldur Covid-19 en afkoman var betri en áætlað var.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára

Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár.

Innlent