Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. janúar 2025 13:00 Nýtt ár, ný ríkisstjórn og nýtt upphaf fyrir marga. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér fyrirætlanir um aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu og er virkilega ástæða til að fagna því. Atvinnulífið er að sjálfsögðu mikilvægasta uppspretta verðmætasköpunnar í landinu. Ég ætla ekki að rekja það í smáatriðum hér hversu miklum verðmætum íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa skilað íslensku samfélagi síðustu áratugi og sérstaklega síðustu 12-15 ár. Þó er rétt að minna á það hér, að hún er aftur (eftir bakslag faraldursáranna) orðin stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugreinin okkar. Talað af vanþekkingu Í aðdraganda kosninga mátti alltof oft heyra frambjóðendur allflestra flokka tala af mikilli vanþekkingu um ferðaþjónustu og þótti hún mjög hentugur blóraböggull fyrir flest sem afvega hefur farið hér á landi undanfarin misseri. Okkur sem störfum í greininni leiðist þetta ákaflega og vildum óska þess að borin væri meiri virðing fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og að fólk í framboði hefði fyrir því að setja sig inn í mál hennar. Í allra síðasta lagi þó, eftir að það hefur verið kjörið á Alþingi. Skattleggjum meira og meira Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn leggi að eigin sögn áherslu á verðmætasköpun, þá er það nánast það eina sem heyrst hefur frá henni varðandi ferðaþjónustu, að leggja á hana frekari skatta og gjöld. Ráðherrar tala reyndar út og suður um þetta - en mest áberandi er tal um komugjöld á ferðamenn og “auðlindagjald”, sem skal tengjast álagsstýringu. Þessu skal að sjálfsögðu komið á sem fyrst, þó ekki nokkur maður viti hvað eða hvaða upphæðir nákvæmlega er verið að tala um. Það er nokkuð ljóst, að ríkisstjórnin vill skattleggja ferðaþjónustuna meira, en er ekki viss um hvernig sé best að gera það sem mest og sem hraðast - og undir hvaða yfirskyni. Rétt er að geta þess hér að ferðaþjónustan hefur ekki kallað eftir auðlindagjaldi, þó hún sé opin fyrir einhvers konar álagsstýringu, þar sem það á við. Fullkomið stjórnleysi í bílastæðagjöldum Á sama tíma sitja forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í landinu og klóra sér í kollinum yfir nýjum álögum sem tóku gildi fyrirvaralaust bæði um þarsíðustu áramót og nýliðin (gistináttaskattur, hækkun gistináttaskatts og innviðagjöld á skemmtiferðaskip). Enn meira hugarangri valda síðan hin ýmsu bílastæða- og þjónustugjöld, sem spretta upp á einkalöndum úti um allt land nánast daglega - mér er til efs að nokkur maður hafi yfirsýn yfir þau. Enda er þar um fullkomið stjórn- og regluleysi að ræða, þar sem hver sem er virðist geta krafist hvaða gjalds sem er fyrir hvaða aðstöðu sem er og jafnvel enga aðstöðu. Þessi gjöld eru orðin verulega íþyngjandi og farin að hafa neikvæð áhrif á ímynd okkar og samkeppnishæfni sem áfangastaðar. Sem dæmi má nefna að farþegi í hópferð (hringinn í kringum landið) er að greiða á bilinu 25-30 € bara í bílastæða og þjónustugjöld, eins og staðan er í dag og líklegt að sú upphæð hækki með hverjum deginum. Þessi upphæð kann að hljóma lítilvæg, en hún hækkar útsöluverð á rándýrri Íslandsferð um 40-50 €. Leitaráhugi minnkar - verri bókunarstaða Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í landinu hafa líka töluverðar áhyggjur af stöðunni í ferðaþjónustu almennt - þar sem greinin er ekki að vaxa hvað verðmætasköpun varðar, eins og vonast hafði verið eftir og ávallt er stefnt að. Það bendir allt til þess að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar hafi verið og sé að minnka. Á Nýársmálstofu á vegum SAF, KPMG og Íslenska ferðaklasans, sem fram fór í byrjun vikunnar, kom fram í máli Hjalta Más Einarssonar forstjóra Datera, að staðan fyrir árið 2025 væri grafalvarleg, ef litið væri til leitaráhuga á Íslandi á leitarvélum. Það hefur því miður hratt dregið úr honum beggja vegna Atlantsála. Leitaráhugi hefur forspárgildi varðandi markaðshlutdeild og því er þetta alvarlegt og gefur tilefni til að staldra við. Ekkert er hægt að fullyrða um það af hverju Ísland er að tapa flugi - en reynslan hefur þó kennt okkur að þar spilar verðlag stóra rullu. Ekki bætir svo úr skák að Ísland hefur ekki sinnt almennri neytendamarkaðssetningu erlendis eins og keppinautar okkar hafa myndarlega gert. Sömu sögu segja þeir sem selja Íslandsferðir á erlendum mörkuðum. Bókunarstaða og áhugi á Íslandi miðað við síðasta ár, eru marktækt slakari. Förum varlega Að öllu ofangreindu er því ljóst að það borgar sig að fara varlega í því að leggja frekari álögur á ferðaþjónustu á Íslandi eins og sakir standa. Skattar og gjöld hækka útsöluverð á ferðum til Íslands og það er ekkert svigrúm til slíks núna. Skattar og gjöld skapa heldur ekki verðmæti á sjálfbæran hátt, heldur geta hratt og örugglega dregið úr verðmætasköpun og snúist þar með upp í andhverfu sína. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár, ný ríkisstjórn og nýtt upphaf fyrir marga. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér fyrirætlanir um aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu og er virkilega ástæða til að fagna því. Atvinnulífið er að sjálfsögðu mikilvægasta uppspretta verðmætasköpunnar í landinu. Ég ætla ekki að rekja það í smáatriðum hér hversu miklum verðmætum íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa skilað íslensku samfélagi síðustu áratugi og sérstaklega síðustu 12-15 ár. Þó er rétt að minna á það hér, að hún er aftur (eftir bakslag faraldursáranna) orðin stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugreinin okkar. Talað af vanþekkingu Í aðdraganda kosninga mátti alltof oft heyra frambjóðendur allflestra flokka tala af mikilli vanþekkingu um ferðaþjónustu og þótti hún mjög hentugur blóraböggull fyrir flest sem afvega hefur farið hér á landi undanfarin misseri. Okkur sem störfum í greininni leiðist þetta ákaflega og vildum óska þess að borin væri meiri virðing fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og að fólk í framboði hefði fyrir því að setja sig inn í mál hennar. Í allra síðasta lagi þó, eftir að það hefur verið kjörið á Alþingi. Skattleggjum meira og meira Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn leggi að eigin sögn áherslu á verðmætasköpun, þá er það nánast það eina sem heyrst hefur frá henni varðandi ferðaþjónustu, að leggja á hana frekari skatta og gjöld. Ráðherrar tala reyndar út og suður um þetta - en mest áberandi er tal um komugjöld á ferðamenn og “auðlindagjald”, sem skal tengjast álagsstýringu. Þessu skal að sjálfsögðu komið á sem fyrst, þó ekki nokkur maður viti hvað eða hvaða upphæðir nákvæmlega er verið að tala um. Það er nokkuð ljóst, að ríkisstjórnin vill skattleggja ferðaþjónustuna meira, en er ekki viss um hvernig sé best að gera það sem mest og sem hraðast - og undir hvaða yfirskyni. Rétt er að geta þess hér að ferðaþjónustan hefur ekki kallað eftir auðlindagjaldi, þó hún sé opin fyrir einhvers konar álagsstýringu, þar sem það á við. Fullkomið stjórnleysi í bílastæðagjöldum Á sama tíma sitja forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í landinu og klóra sér í kollinum yfir nýjum álögum sem tóku gildi fyrirvaralaust bæði um þarsíðustu áramót og nýliðin (gistináttaskattur, hækkun gistináttaskatts og innviðagjöld á skemmtiferðaskip). Enn meira hugarangri valda síðan hin ýmsu bílastæða- og þjónustugjöld, sem spretta upp á einkalöndum úti um allt land nánast daglega - mér er til efs að nokkur maður hafi yfirsýn yfir þau. Enda er þar um fullkomið stjórn- og regluleysi að ræða, þar sem hver sem er virðist geta krafist hvaða gjalds sem er fyrir hvaða aðstöðu sem er og jafnvel enga aðstöðu. Þessi gjöld eru orðin verulega íþyngjandi og farin að hafa neikvæð áhrif á ímynd okkar og samkeppnishæfni sem áfangastaðar. Sem dæmi má nefna að farþegi í hópferð (hringinn í kringum landið) er að greiða á bilinu 25-30 € bara í bílastæða og þjónustugjöld, eins og staðan er í dag og líklegt að sú upphæð hækki með hverjum deginum. Þessi upphæð kann að hljóma lítilvæg, en hún hækkar útsöluverð á rándýrri Íslandsferð um 40-50 €. Leitaráhugi minnkar - verri bókunarstaða Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í landinu hafa líka töluverðar áhyggjur af stöðunni í ferðaþjónustu almennt - þar sem greinin er ekki að vaxa hvað verðmætasköpun varðar, eins og vonast hafði verið eftir og ávallt er stefnt að. Það bendir allt til þess að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar hafi verið og sé að minnka. Á Nýársmálstofu á vegum SAF, KPMG og Íslenska ferðaklasans, sem fram fór í byrjun vikunnar, kom fram í máli Hjalta Más Einarssonar forstjóra Datera, að staðan fyrir árið 2025 væri grafalvarleg, ef litið væri til leitaráhuga á Íslandi á leitarvélum. Það hefur því miður hratt dregið úr honum beggja vegna Atlantsála. Leitaráhugi hefur forspárgildi varðandi markaðshlutdeild og því er þetta alvarlegt og gefur tilefni til að staldra við. Ekkert er hægt að fullyrða um það af hverju Ísland er að tapa flugi - en reynslan hefur þó kennt okkur að þar spilar verðlag stóra rullu. Ekki bætir svo úr skák að Ísland hefur ekki sinnt almennri neytendamarkaðssetningu erlendis eins og keppinautar okkar hafa myndarlega gert. Sömu sögu segja þeir sem selja Íslandsferðir á erlendum mörkuðum. Bókunarstaða og áhugi á Íslandi miðað við síðasta ár, eru marktækt slakari. Förum varlega Að öllu ofangreindu er því ljóst að það borgar sig að fara varlega í því að leggja frekari álögur á ferðaþjónustu á Íslandi eins og sakir standa. Skattar og gjöld hækka útsöluverð á ferðum til Íslands og það er ekkert svigrúm til slíks núna. Skattar og gjöld skapa heldur ekki verðmæti á sjálfbæran hátt, heldur geta hratt og örugglega dregið úr verðmætasköpun og snúist þar með upp í andhverfu sína. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun