Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar 23. janúar 2025 08:02 Um árabil hefur VR stéttarfélag vakið athygli á því misræmi sem er á skattalegri meðferð styrkja stéttarfélaga eftir því til hvers styrkurinn er veittur. Sérstaklega er hrópandi misræmi á milli styrkja sem félagsfólk nýtur eftir því hvort það vill rækta sína andlegu eða líkamlegu heilsu. Þannig eru styrkir til líkamlegrar endurhæfingar og líkamsræktar, sem hefur forvarnagildi, undanþegnir tekjuskatti upp að ákveðnu marki ár hvert. Það þýðir að félagsfólk VR sem nýtir varasjóð sinn til endurgreiðslu á sundkorti, sjúkraþjálfun eða líkamsrækt fær styrkfjárhæðina að fullu. Félagsfólk sem vill hins vegar nota sjóðinn sinn til að létta undir með þeim mikla kostnaði sem getur hlotist af því að leita sálfræðiþjónustu þarf að greiða skatt af styrknum. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest. Fyrir áratug síðan óskaði VR skýringa frá ríkisskattstjóra á þessu misræmi og hefur verið ljóst að sálfræðiþjónusta getur að mati skattsins hvorki talist til endurhæfingar né forvarna. Nú þegar rannsóknir benda til þess að um 25% fólks á vinnumarkaði glími við geðheilsuvanda og enn fleiri við andlegar áskoranir hlýtur að vera tímabært að taka þessar reglur til endurskoðunar. Að frumkvæði stjórnar VR hef ég tekið málið upp að nýju og sent bréf til fjármálaráðherra þar sem þess er óskað að skattaleg meðferð styrkja félagsins til félagsfólks vegna sálfræðiþjónustu verði sambærileg og styrkja vegna líkamsræktar og sjúkraþjálfunar. Þrátt fyrir að styrkir stéttarfélaga dugi skammt við að mæta útlögðum kostnaði vegna óniðurgreiddrar sálfræðiþjónustu, þá er það engu að síður mikilvægt að andlegri heilsu sé ekki skipað skör lægra en hinn líkamlegu í reiknilíkönum hins opinbera. Greiðslur úr Sjúkrasjóði VR hækka stöðugt vegna geðheilsu og mikið vantar upp á að geðþjónusta sé nægileg og aðgengileg. Almennt telur VR að sálfræðiþjónusta eigi að teljast hluti af heilbrigðisþjónustu og vera gjaldfrjáls þeim sem hennar þarfnast. En á meðan svo er ekki er sjálfsögð krafa að launafólki sé ekki gert að greiða tekjuskatt af styrkjum stéttarfélaga vegna útlagðs kostnaðar við sálfræðiþjónustu. Við bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við þessari sjálfsögðu kröfu stjórnar VR. Geðheilsa er líka heilsa! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Geðheilbrigði Stéttarfélög Skattar og tollar Heilbrigðismál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Um árabil hefur VR stéttarfélag vakið athygli á því misræmi sem er á skattalegri meðferð styrkja stéttarfélaga eftir því til hvers styrkurinn er veittur. Sérstaklega er hrópandi misræmi á milli styrkja sem félagsfólk nýtur eftir því hvort það vill rækta sína andlegu eða líkamlegu heilsu. Þannig eru styrkir til líkamlegrar endurhæfingar og líkamsræktar, sem hefur forvarnagildi, undanþegnir tekjuskatti upp að ákveðnu marki ár hvert. Það þýðir að félagsfólk VR sem nýtir varasjóð sinn til endurgreiðslu á sundkorti, sjúkraþjálfun eða líkamsrækt fær styrkfjárhæðina að fullu. Félagsfólk sem vill hins vegar nota sjóðinn sinn til að létta undir með þeim mikla kostnaði sem getur hlotist af því að leita sálfræðiþjónustu þarf að greiða skatt af styrknum. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest. Fyrir áratug síðan óskaði VR skýringa frá ríkisskattstjóra á þessu misræmi og hefur verið ljóst að sálfræðiþjónusta getur að mati skattsins hvorki talist til endurhæfingar né forvarna. Nú þegar rannsóknir benda til þess að um 25% fólks á vinnumarkaði glími við geðheilsuvanda og enn fleiri við andlegar áskoranir hlýtur að vera tímabært að taka þessar reglur til endurskoðunar. Að frumkvæði stjórnar VR hef ég tekið málið upp að nýju og sent bréf til fjármálaráðherra þar sem þess er óskað að skattaleg meðferð styrkja félagsins til félagsfólks vegna sálfræðiþjónustu verði sambærileg og styrkja vegna líkamsræktar og sjúkraþjálfunar. Þrátt fyrir að styrkir stéttarfélaga dugi skammt við að mæta útlögðum kostnaði vegna óniðurgreiddrar sálfræðiþjónustu, þá er það engu að síður mikilvægt að andlegri heilsu sé ekki skipað skör lægra en hinn líkamlegu í reiknilíkönum hins opinbera. Greiðslur úr Sjúkrasjóði VR hækka stöðugt vegna geðheilsu og mikið vantar upp á að geðþjónusta sé nægileg og aðgengileg. Almennt telur VR að sálfræðiþjónusta eigi að teljast hluti af heilbrigðisþjónustu og vera gjaldfrjáls þeim sem hennar þarfnast. En á meðan svo er ekki er sjálfsögð krafa að launafólki sé ekki gert að greiða tekjuskatt af styrkjum stéttarfélaga vegna útlagðs kostnaðar við sálfræðiþjónustu. Við bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við þessari sjálfsögðu kröfu stjórnar VR. Geðheilsa er líka heilsa! Höfundur er formaður VR.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun