Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. desember 2024 17:44 Stjórnendur fóru með deiluna við skattinn fyrir héraðsdóm. Efri röð f.v.: Sigurður Hannesson, Magnús Ingi Einarsson, Sigurður Atli Jónasson, Neðri röð f.v. Bjarni Eyvinds Þrastarson, Magnús Bjarnason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason. kvika Ríkið hafði betur gegn sex lykilstjórnendum Kviku banka fyrir héraðsdómi í dag, í deilu sem snerist um skattlagningu hagnaðar af áskriftarréttindum sem nam á bilinu 30 til 95 milljónum króna. Umræddir stjórnendur voru háttsettir innan bankans, en hafa allir, utan eins, horfið til annarra starfa á síðustu árum. Umræddir stjórnendur eru eftirfarandi: Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, þá framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs og nú forstjóri Skeljar, Sigurður Hannesson stjórnarformaður Kviku og framkvæmdastjóri SI, Magnús Bjarnason þá framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar, nú eigandi MAR ráðgjafar, Magnús Ingi Einarsson þá framkvæmdastjóra bankasviðs, nú fjármálstjóri Skeljar, Sigurður Atli Jónsson, þá fyrrverandi bankastjóri Kviku, nú forstjóri Arctic Green Energy, Bjarni Eyvinds Þrastarson, enn framkvæmdastjóri fjárfestingabanka Kviku. Hagnaður flestra af sölu réttindanna nam um 70 milljónum króna. Um var að ræða áskriftarréttindi á árunum 2014 til 2018. Réttindin voru leyst út í gegnum einkahlutafélög stjórnenda árið 2016 með söluhagnaði upp á tæpar 30 milljónir króna og árið 2017 með hagnaði upp á tæpar 40 milljórnir króna. Hagnaður Sigurðar Atla bankastjóra, sem leysti áskriftarréttindi tvívegis til sín árið 2018 nam hins vegar samtals tæpum 95 milljónum króna. Svona var dæmigerður hagnaður af áskriftarréttindunum reiknaður. Myndin er tekin úr einum héraðsdómanna. Þá var bankinn sjálfur krafinn um rúmlega 80 milljónir í leiðréttan fjársýsluskatt og tryggingagjald vegna tekjuáranna 2017, 2018 og 2019, þar sem réttilega hefði átt að telja sölu réttindanna til launagreiðslna. Skyldu horfa „til langtímahagsmuna“ Ágreiningur málsins snerist um hvort að ávinningur af áskriftarréttindunum skyldi teljast til tekna stjórnenda, og þar með skattlagðar eftir reglum um tekjuskatt, nokkuð sem þeir vildu ekki una. Ríkisskattstjóri spurðist fyrir um áskriftarréttindin fyrst í mars 2019 og eftir samskipti við endurskoðendur bankans var ákveðið í júní 2021 að endurákvarða opinber gjöld stjórnendanna, þannig að stofn þeirra til tekjuskatts hækkaði í flestum tilfellum um 70 milljónir króna gjaldárin 2017 og 2018 með þeim afleiðingum að þeim bar að greiða 32 milljónir króna til viðbótar í skatt. Sigurður Atli 42 milljónir króna. Stjórnendur fóru með málið fyrir Yfirskattanefnd sem staðfesti ákvörðun ríkisskattstjóra. Fyrir héraðsdómi byggðu þeir meðal annars á því að túlkun Skattsins á reglum sem gilda um kauprétti væri röng. Í reglunni væri gert að skilyrði að vinnuframlag kæmi fyrir réttindin, sem ætti ekki við í þessu máli. Stjórnendur hefðu margir hætt á næstu árum, en í svörum endurskoðanda Kviku kom fram að markmiðið með réttindunum væri að samþætta hagsmuni stjórnenda og þannig að stjórnendur „myndu horfa til langtímahagsmuna“. Auk þess byggðu þeir á því að ákvörðunin væri ekki í samræmi við skýrslu nefndar frá árinu 2000 um skattlagningu valrétta utan atvinnurekstrar. Þeir hefðu borið áhættu á fjárfestingunni sem hefði getað farið á hvorn veginn sem er, sem ekki ætti við um hefðbundna kauprétti. Því ætti reglan ekki við í þessu tilfelli. Stóðu eingöngu lykilmönnum til boða Í dómi héraðsdóms er vísað til þess að reglurnar um tekjur og kauprétti séu víðtækar og taki til nýbreytni í starfstengdum greiðslum, svo sem þeim sem deilt væri um í málinu. Við ákvörðun um hvort tekjuskattsregla ætti við þyrfti að meta heildstætt hvort áhrif starfssambands stjórnenda og Kviku leiddu til þess að þeir öðluðust þessi réttindi. Áframhaldandi störf hjá bankanum væri „viðbótarröksemd“ við það að réttindi féllu undir reglur um kauprétti, en ekki skilyrði. Umrædd áskriftarréttindi hafi eingöngu staðið örfáum einstaklingum úr hópi stjórnenda til boða vegna þess að þeir hafi verið starfsmenn Kviku banka hf. Það að greitt hafi verið endurgjald fyrir þau réttindi breyti ekki þeirri niðurstöðu að um var að ræða tekjur samkvæmt valrétti. Þá var málstástæðum sem sneru að samanburði við danskan rétt og vanhæfi starfsmanna Skattsins hafnað sem haldlausum og ósönnuðum. Að þessu virtu var kröfum stjórnendanna hafnað og endurálagning Skattsins stendur. Dómur héraðsdóms. Skattar og tollar Dómsmál Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kjaramál Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Umræddir stjórnendur voru háttsettir innan bankans, en hafa allir, utan eins, horfið til annarra starfa á síðustu árum. Umræddir stjórnendur eru eftirfarandi: Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, þá framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs og nú forstjóri Skeljar, Sigurður Hannesson stjórnarformaður Kviku og framkvæmdastjóri SI, Magnús Bjarnason þá framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar, nú eigandi MAR ráðgjafar, Magnús Ingi Einarsson þá framkvæmdastjóra bankasviðs, nú fjármálstjóri Skeljar, Sigurður Atli Jónsson, þá fyrrverandi bankastjóri Kviku, nú forstjóri Arctic Green Energy, Bjarni Eyvinds Þrastarson, enn framkvæmdastjóri fjárfestingabanka Kviku. Hagnaður flestra af sölu réttindanna nam um 70 milljónum króna. Um var að ræða áskriftarréttindi á árunum 2014 til 2018. Réttindin voru leyst út í gegnum einkahlutafélög stjórnenda árið 2016 með söluhagnaði upp á tæpar 30 milljónir króna og árið 2017 með hagnaði upp á tæpar 40 milljórnir króna. Hagnaður Sigurðar Atla bankastjóra, sem leysti áskriftarréttindi tvívegis til sín árið 2018 nam hins vegar samtals tæpum 95 milljónum króna. Svona var dæmigerður hagnaður af áskriftarréttindunum reiknaður. Myndin er tekin úr einum héraðsdómanna. Þá var bankinn sjálfur krafinn um rúmlega 80 milljónir í leiðréttan fjársýsluskatt og tryggingagjald vegna tekjuáranna 2017, 2018 og 2019, þar sem réttilega hefði átt að telja sölu réttindanna til launagreiðslna. Skyldu horfa „til langtímahagsmuna“ Ágreiningur málsins snerist um hvort að ávinningur af áskriftarréttindunum skyldi teljast til tekna stjórnenda, og þar með skattlagðar eftir reglum um tekjuskatt, nokkuð sem þeir vildu ekki una. Ríkisskattstjóri spurðist fyrir um áskriftarréttindin fyrst í mars 2019 og eftir samskipti við endurskoðendur bankans var ákveðið í júní 2021 að endurákvarða opinber gjöld stjórnendanna, þannig að stofn þeirra til tekjuskatts hækkaði í flestum tilfellum um 70 milljónir króna gjaldárin 2017 og 2018 með þeim afleiðingum að þeim bar að greiða 32 milljónir króna til viðbótar í skatt. Sigurður Atli 42 milljónir króna. Stjórnendur fóru með málið fyrir Yfirskattanefnd sem staðfesti ákvörðun ríkisskattstjóra. Fyrir héraðsdómi byggðu þeir meðal annars á því að túlkun Skattsins á reglum sem gilda um kauprétti væri röng. Í reglunni væri gert að skilyrði að vinnuframlag kæmi fyrir réttindin, sem ætti ekki við í þessu máli. Stjórnendur hefðu margir hætt á næstu árum, en í svörum endurskoðanda Kviku kom fram að markmiðið með réttindunum væri að samþætta hagsmuni stjórnenda og þannig að stjórnendur „myndu horfa til langtímahagsmuna“. Auk þess byggðu þeir á því að ákvörðunin væri ekki í samræmi við skýrslu nefndar frá árinu 2000 um skattlagningu valrétta utan atvinnurekstrar. Þeir hefðu borið áhættu á fjárfestingunni sem hefði getað farið á hvorn veginn sem er, sem ekki ætti við um hefðbundna kauprétti. Því ætti reglan ekki við í þessu tilfelli. Stóðu eingöngu lykilmönnum til boða Í dómi héraðsdóms er vísað til þess að reglurnar um tekjur og kauprétti séu víðtækar og taki til nýbreytni í starfstengdum greiðslum, svo sem þeim sem deilt væri um í málinu. Við ákvörðun um hvort tekjuskattsregla ætti við þyrfti að meta heildstætt hvort áhrif starfssambands stjórnenda og Kviku leiddu til þess að þeir öðluðust þessi réttindi. Áframhaldandi störf hjá bankanum væri „viðbótarröksemd“ við það að réttindi féllu undir reglur um kauprétti, en ekki skilyrði. Umrædd áskriftarréttindi hafi eingöngu staðið örfáum einstaklingum úr hópi stjórnenda til boða vegna þess að þeir hafi verið starfsmenn Kviku banka hf. Það að greitt hafi verið endurgjald fyrir þau réttindi breyti ekki þeirri niðurstöðu að um var að ræða tekjur samkvæmt valrétti. Þá var málstástæðum sem sneru að samanburði við danskan rétt og vanhæfi starfsmanna Skattsins hafnað sem haldlausum og ósönnuðum. Að þessu virtu var kröfum stjórnendanna hafnað og endurálagning Skattsins stendur. Dómur héraðsdóms.
Skattar og tollar Dómsmál Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kjaramál Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira