

Ólga er meðal íbúa í Öxarfirði og Kelduhverfi vegna þeirrar ákvörðunar byggðaráðs Norðurþings að loka sundlauginni í Lundi. Aðilar í ferðaþjónustu í héraðinu lýsa einnig megnri óánægju sinni. Sundlaugin er aðeins sjö kílómetra frá Ásbyrgi og hefur verið vinsæl meðal ferðafólks sem sækir heim náttúruperlur Jökulsárgljúfra.
Stúkan í Laugardalslaug er að hruni komin, samkvæmt nýrri skýrslu, og algjör óvissa ríkir um framtíð hennar. Íbúi í hverfinu til áratuga segir sárt að horfa upp á þetta merka kennileiti Laugardalsins grotna niður og vill draga stjórnvöld til ábyrgðar.
Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu.
Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um hvort sundlaugargestur verði sóttur til saka vegna mögulegar ábyrgðar hans á andláti manns sem lést í Breiðholtslaug í desember 2022.
Ráðningar í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð hafa ekki gengið sem skyldi og þarf að grípa til breytinga á opnunartíma þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Á virkum dögum verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en klukkan tólf.
Mér finnst tíska svo frábær. Fer alltaf í hringi. Gott og vont kemur alltaf aftur.
Laugardalslaug opnaði aftur í morgun eftir stutta lokun vegna viðgerða. Öryggisbilun hafði komið upp í laugarkeri í vikunni sem þýddi að tæma þurfti laugina.
Það er gamall og góður siður að gefa börnum sumargjöf þegar vora tekur og dagana lengir. Þó hallað hafi undan þeim sið á undanförnum árum eru þó margir Íslendingar sem minnast sumargjafanna með hlýjum hug. Það er nefnilega fallegt að gefa.
Árleg vorlokun Seltjarnarneslaugar verður lengri í ár en síðustu ár. Skipta þarf um stýrikerfi sem forstöðumaður laugarinnar segir að hafi „hangið á bláþræði“ í of langan tíma.
Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið.
Lögregla var kölluð til seinni partinn í gær þegar unglingsstrákar sem voru með leiðindi við sundlaugarvörð neituðu að fara upp úr. Þegar lögreglu bar að garði voru þeir fljótir að láta sig hverfa.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt. Meðal annars var hún kölluð út vegna ungmenna sem voru til leiðinda í sundlaug í hverfi 112 Reykjavík.
Fastagestur Sundhallar Reykjavíkur segir að boðaðar viðgerðir á innilaug feli í sér „ófyrirgefanlegan skaða“ á hönnun Guðjóns Samúelssonar. Forstöðukona Sundhallarinnar skilur áhyggjur fastagesta en segir breytingarnar nauðsynlegar.
Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af dæmdum barnaníðingi í Dalslaug í Úlfarsárdal fyrr í dag. Maðurinn sótti laugina á skólatíma og var lögregla kölluð á vettvang.
Skólastjórinn í Dalskóla í Úlfarsárdal hefur varað foreldra og forráðamenn barna í skólanum við dæmdum kynferðisbrotamanni sem leitar í Dalslaug á skólatíma. Hann spjalli reglulega við drengi í skólasundi. Allt kapp verði lagt á að fæla manninn frá sundlauginni.
Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða.
Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg á sér langa sögu sem nær aftur til fjórða áratugs seinustu aldar. Um áratugaskeið var Sundhöllin helsta kennslu- og æfingalaug Reykjavíkur og í gegnum tíðina hefur laugin eignast óteljandi fastakúnna sem þangað koma til að fá sér sundsprett, rækta líkama og sál og ræða þjóðmálin til mergjar í heita pottinum.
Hveragerðisbær og Reykjadalsfélagið hafa náð samningi um uppbyggingu á Árhólmasvæðinu í Hveragerði. Samningurinn felur í sér kaup Reykjadalsfélagsins á byggingarrétti og úthlutun lóða.
Byrjað er hleypa vatni ofan í sundlaugina á Þingeyri á ný þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði. Nýr dúkur hefur verið lagður þar sem sá eldri lak og segir starfsmaður sundlaugarinnar að bæjarbúar fagni innilega.
Lokað var fyrir heitt vatn á Álftanesi í Garðabæ klukkan 14 í dag vegna bilunar. Sundlauginni á Álftanesi var lokað á sama tíma.
Blendnar tilfinningar eru meðal sundlaugargesta vegna breytinga á opnunartímum sundlauga í borginni. Dögum þar sem laugarnar standa opnar fjölgar svo um munar á árinu - en kvöldsund skerðist hins vegar talsvert.
Ekki er vitað hversu margir gerendur voru að verki þegar pilti var ógnað með hnífi við Laugardalslaug í gær. Tilkynnt var um atvikið um hálftíma eftir að það átti sér stað og talið er að aðrir piltar hafi verið að verki.
Lögreglunni var í gær tilkynnt um einstaklinga sem veittust að öðrum manni með hníf í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Enginn slasaðist vegna málsins sem er nú í rannsókn hjá lögreglu.
Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra.
Opnunartími sundlauga borgarinnar verður lengdur á hátíðisdögum samkvæmt tillögu sem samþykkt var í dag í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Breytingin tekur gildi frá og með páskum á þessu ári.
Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur.
Hitaveitan í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum hefur náð jafnvægi. Sundlaugar geta því opnað á ný eftir að hafa verið lokaðar allt frá því að hitaveitulögn fór í sundur vegna hraunflæðis fyrir viku síðan.
Hveragerðisbær býður íbúum á Suðurnesjum frítt í sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði í dag og svo lengi sem heitavatnsleysi varir.
Samkomulag um uppbyggingu á vegum Greenhouse Spa á Flúðum var undirritað á milli fyrirtækisins og Hrunamannahrepps í liðinni viku. Svæði fyrir ferðaþjónustutengda starfsemi hafði áður verið auglýst laust til úthlutunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarstjóra Flúða, Aldísi Hafsteinsdóttur.