Dalvíkurbyggð

Fréttamynd

Ómögulegt að segja til um hvað rakst í bátinn

Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu.

Innlent
Fréttamynd

Vill göng undir Tröllaskaga

Varaþingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra láti hefja vinnu við frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga.

Innlent
Fréttamynd

Man vel eftir McAfee en þó ekki John

Gregorz Tomasz Maniakowski vaknaði við símtal í morgun og spurður út í fregnir af milljarðarmæringnum John McAfee sem virðist hafa farið huldu höfði á Dalvík í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Martröð verður regnbogagata

Regnbogagatan var opnuð á Dalvík í dag í tilefni af því að hinsegin dagar í Reykjavík verða heiðursgestir Fiskidagsins mikla.

Innlent
Fréttamynd

Banaslysið á Árskógssandi: Skert meðvitund ökumanns sennilega ástæða þess að bílinn stoppaði ekki á bryggjunni

Ekki er hægt að fullyrða hvað hafi orðið til þess að bíll lenti í sjónum við höfnina á Árskógssandi í nóvember 2017 með þeim afleiðingum að pólsk fjölskylda fórst. Talið er sennilegt að ökumaður bílsins hafi misst meðvitund af óþekktum ástæðum, auk þess sem að bryggjukantur var lágur og varnarbúnaður ekki nægilegur til að koma í veg fyrir að keyrt væri út af bryggjusporðinum.

Innlent
Fréttamynd

Fyllibyttur og sóðar stöðva næturopnun

Heitu pottarnir í Sandvíkurfjöru við Hauganes eru ekki lengur opnir almenningi um nætur. Umgengni og ónæði gera það að verkum að eigandinn ætlar að loka þeim á kvöldin. Vill ekki sjá fyllibyttur en hugar að frekari uppbyggingu.

Innlent