Viðskipti innlent

Verka ekki bara saltfiskinn heldur djúpsteikja og setja hann á pizzu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Sigmar Ágúst Reykjalín Hjelm, fimmta kynslóð saltfiskverkenda á Hauganesi.
Sigmar Ágúst Reykjalín Hjelm, fimmta kynslóð saltfiskverkenda á Hauganesi. Arnar Halldórsson

Á Hauganesi við Eyjafjörð hefur fiskvinnsla verið að þróast yfir í ferðaþjónustu í kringum saltfisk. Fiskverkunin Ektafiskur er komin eins langt í fullvinnsluna og hugsast getur. Saltfiskurinn er eldaður ofan í viðskiptavini og borinn fram á diskum á veitingastaðnum Baccalá Bar.

Veitingastaðurinn Baccalá Bar á Hauganesi sérhæfir sig í saltfiski.Arnar Halldórsson

Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er Árskógsströnd heimsótt. Þar eru systurþorpin Hauganes og Árskógssandur, sem bæði byggðust upp á fiskveiðum, en aðeins þriggja kílómetra loftlína er á milli þeirra.

Á Hauganesi eru hefðbundnar fiskveiðar orðnar hverfandi og bundnar við landanir tveggja smábáta yfir sumartímann. Þar er rótgróin saltfiskverkun búin að taka vinnsluhúsið undir ferðamannakynningu samhliða verkun. 

Í vinnsluhúsi Ektafisks er saltfiskurinn bæði verkaður og sýndur ferðamönnum.Arnar Halldórsson

„Það fer minnkandi, öll þessi fiskvinnsla. Það þarf bara að vera í nýjustu tísku og nýta sér þessa ferðastarfsemi. Það þarf alltaf að finna upp á nýjum leiðum til að halda starfinu gangandi,“ segir starfsmaður Ektafisks, Sigmar Ágúst Reykjalín Hjelm, fimmta kynslóð saltfiskverkenda á Hauganesi.

Hér má sjá myndskeið úr þættinum:


Tengdar fréttir

Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi

Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands.

Byrjaði að brugga sextán ára í bruggverksmiðju foreldranna

Bruggverksmiðja er orðin stærsta fyrirtækið í rótgrónu sjávarplássi við Eyjafjörð. Upphafið má rekja til þess að sjómannshjón á Árskógssandi urðu að finna sér ný verkefni þegar eiginmaðurinn neyddist til að hætta sjómennsku.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,88
84
1.509.460
LEQ
1,07
3
1.561
EIK
1,02
9
162.021
ORIGO
0,87
6
8.077
MAREL
0,79
42
399.998

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,53
5
5.773
BRIM
-2,18
11
121.698
REITIR
-1,2
9
30.241
EIM
-1,01
11
119.722
SKEL
-0,94
2
5.998
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.