
Norðurþing

Sérfræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun
Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun.

Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn
Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær.

Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.

Bara krapi svo langt sem augað eygir
Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn.

Óttast að krapastífla sé á fleiri stöðum í Jökulsá
Verkstjóri á Húsavík sem staddur er við Krapastífluna við Jökulsá á Fjöllum óttast að fleiri krapastíflur séu í ánni. Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni með dróna til að ná betri yfirsýn.

Krapaflóðið lokar enn hringveginum
Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum.

Krapaflóðið tók sundur stofnstreng
Krapaflóðið í Jökulsá á fjöllum í dag tók í sundur stofnstreng milli Reykjahlíðar og Hjarðarhaga. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að gera við strenginn fyrr en á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.

Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum
Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla.

Fyrstu smitin á Norðurlandi eystra í tæpan mánuð
Tveir eru nú með virka kórónuveirusýkingu á Norðurlandi eystra en fjórðungurinn hefur verið veirulaus síðan 12. desember. Þeir smituðu greindust við landamæraskimun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Jarðskjálfti að stærðinni 3 varð nærri Flatey á Skjálfanda
Síðdegis í dag varð skjálfti af stærðinni 3,0 um sjö kílómetrum suðaustan af Flatey á Skjálfanda. Tilkynningar hafa borist Veðurstofu Íslands um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

Fann vel fyrir skjálftanum á Húsavík
Skjálfti af stærðinni 3,4 reið yfir Húsavík rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Upptök hans voru um 2,3 kílómetra norðvestur af Húsavík. Íbúi á Húsavík segir skjálftann hafa fundist vel í bænum.

Fjárhundinum Tímoni bjargað eftir tíu daga í djúpri gjótu
Fjárhundurinn Tímon komst sannarlega í hann krappann fyrr í þessum mánuði. Þann 16. september hvarf hann sporlaust við göngur þegar hann ferðaðist ásamt eigendum sínum yfir afar sprungið svæði í Blikalónsdal á Norðausturlandi.

Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi
Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu.

Allt með nokkuð kyrrum kjörum í nótt
Nokkuð var um minni skjálfta, en enginn þeirra mældist stærri en 1,5.

Hvetur Húsvíkinga til að huga að skjálftavörnum
Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð.

Annar snarpur skjálfti fyrir norðan
Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag.

„Það bara lék allt á reiðiskjálfi“
Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis.

Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel
Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis.

Demantshringurinn formlega opnaður
Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis.

Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss
Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram.

Álfarnir á Húsavík fóðraðir með smákökum og bjór
Þeir sem heimsótt hafa Húsavík í sumar vegna Eurovision-myndar Will Ferrel hafa meðal annars tekið upp á því að fóðra „álfana“ sem léku hlutverk í myndinni með smákökum og bjór.

Samruni Kjarnafæðis og Norðlenska samþykktur með miklum meirihluta
Allt virðist stefna í að matvælaframleiðslufyrirtækin Kjarnafæði og Norðlenska muni sameinast.

Molly Sandén með nýja, órafmagnaða útgáfu af Húsavík
Sænska söngkonan Molly Sandén hefur birt myndband þar sem hlýða má á órafmagnaða útgáfu lagsins Húsavík úr Eurovision-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Vélarvana bátur utan við Húsavík
Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg eru góðar aðstæður á svæðinu.

Bátur vélarvana á Skjálfanda
Björgunarskip slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði var kallað út í dag eftir að aðstoðarbeiðni barst frá vélarvana báti á Skjálfanda.

Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta
Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja.

Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin
Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð.

Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss
Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins.

Íbúar Kópaskers rólegir yfir „Lottumálinu“
Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum.

Fundin heil á húfi
Konan sem björgunarsveitir leituðu að á Norðurlandi í nótt er fundin.