Heimamenn fylla skarðið sem risinn skildi eftir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2022 14:10 Húsvíkingar og nærsveitungar verða ekki lengi án byggingarvöruverslunar. Vísir/Vilhelm Heimamenn á Húsavík láta ekki deigan síga þótt búið sé að loka einu byggingarvöruverslun bæjarins. Verktakar á svæðinu hafa tekið höndum saman og munu þeir opna nýja byggingarvöruverslun í bænum í næsta mánuði. Tilkynnt var í október að Húsasmiðjan ætlaði sér að loka útibúum fyrirtækisins á Húsavík og Dalvík, við litla hrifningu heimamanna. Verslun Húsasmiðjunnar á Húsavík var lokað um áramótin en nú er verið að reisa nýja og stærri verslun fyrirtækisins á Akureyri, þar sem ætlunin er að þjónusta Norðurland. Byggingarverktakar á Húsavík og nágrenni telja sig þó ekki geta verið án byggingarvöruverslunar á svæðinu, og því hafa nokkrir þeirra tekið saman um rekstur nýrrar byggingarvöruverslunar sem mun bera nafnið Heimamenn. „Menn bara geta ekki verið án þess,“ segir Brynjar T. Baldursson, sem er framkvæmdastjóri Heimamanna. Segir hann að mikilvægt að hægt sé að nálgast þessa helstu hluti sem hægt er að fá í slíkum verslunum í heimabyggð. „Oft vantar bara einhverja hluti núna og þá er gott að geta gengið að því. Það skiptir miklu,“ segir hann. Reyndu að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta Nefnir hann að mikil uppbygging sé í gangi á svæðinu, til að mynda nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili, fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri, auk þess sem að fyrirhuguð sé töluverð uppbygging á iðnaðarsvæðinu við Bakka. Heimamenn reyndu ýmislegt til að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta, en allt kom fyrir ekki. „Það mætti gríðarlegu mótlæti. Það var allt reynt. Það var mikið fundað með þeim og eins með Byko en það virtist enginn vilji að halda þessu úti,“ segir Brynjar Brynjar T. Baldursson, framkvæmdastjóri Heimamanna. Á boðstólnum verða hefðbundnar byggingarvörur en Brynjar segir að nú þegar sé búið að ganga frá samningum við helstu birgja. Þá eru Heimamenn ekki að finna upp hjólið, en verslunin verður staðsett þar sem Húsasmiðjan var áður, að Vallholtsvegi 8. „Kannski heldur minna í sniðum, allavega í byrjun. Að vera með þessar grunnvörur til bygginga. Málningu, skrúfur, festingavörur og pípulagnaefni,“ segir Brynjar. Reikna með að opna í næsta mánuði Hann segir að verktakarnir sem standi að þessu renni svolítið blint í sjóinn, en þeir telji mikilvægt að hægt sé að versla byggingarvörur í heimabyggð. „Auðvitað er þetta brekka og menn fara svolítið blint af stað í þetta. Menn þurfa að leggja út býsn af peningum, það er þannig.“ Reiknað er með að reksturinn hefjist í næsta mánuði, sem fyrr segir í því húsnæði sem Húsasmiðjan var áður með. „Þeir afhenda að vísu ekki húsið fyrr en núna um mánaðarmótin. Þá fáum við þetta afhent og þá er ekkert annað að gera en að fara að rusla upp.“ Neytendur Norðurþing Byggingariðnaður Verslun Tengdar fréttir Húsasmiðjunni lokað á Dalvík og Húsavík Verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Starfsmönnum fyrirtækisins í bæjunum verður boðið að vinna í nýrri verslun á Akureyri sem opna á á Freyjunesi á næsta ári. 21. október 2021 19:22 Mest lesið Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Viðskipti innlent Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Samstarf Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkás Viðskipti innlent Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Viðskipti innlent Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Viðskipti innlent Forstjóri Dominos til N1 Viðskipti innlent Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf Fleiri fréttir Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkás Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Sjá meira
Tilkynnt var í október að Húsasmiðjan ætlaði sér að loka útibúum fyrirtækisins á Húsavík og Dalvík, við litla hrifningu heimamanna. Verslun Húsasmiðjunnar á Húsavík var lokað um áramótin en nú er verið að reisa nýja og stærri verslun fyrirtækisins á Akureyri, þar sem ætlunin er að þjónusta Norðurland. Byggingarverktakar á Húsavík og nágrenni telja sig þó ekki geta verið án byggingarvöruverslunar á svæðinu, og því hafa nokkrir þeirra tekið saman um rekstur nýrrar byggingarvöruverslunar sem mun bera nafnið Heimamenn. „Menn bara geta ekki verið án þess,“ segir Brynjar T. Baldursson, sem er framkvæmdastjóri Heimamanna. Segir hann að mikilvægt að hægt sé að nálgast þessa helstu hluti sem hægt er að fá í slíkum verslunum í heimabyggð. „Oft vantar bara einhverja hluti núna og þá er gott að geta gengið að því. Það skiptir miklu,“ segir hann. Reyndu að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta Nefnir hann að mikil uppbygging sé í gangi á svæðinu, til að mynda nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili, fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri, auk þess sem að fyrirhuguð sé töluverð uppbygging á iðnaðarsvæðinu við Bakka. Heimamenn reyndu ýmislegt til að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta, en allt kom fyrir ekki. „Það mætti gríðarlegu mótlæti. Það var allt reynt. Það var mikið fundað með þeim og eins með Byko en það virtist enginn vilji að halda þessu úti,“ segir Brynjar Brynjar T. Baldursson, framkvæmdastjóri Heimamanna. Á boðstólnum verða hefðbundnar byggingarvörur en Brynjar segir að nú þegar sé búið að ganga frá samningum við helstu birgja. Þá eru Heimamenn ekki að finna upp hjólið, en verslunin verður staðsett þar sem Húsasmiðjan var áður, að Vallholtsvegi 8. „Kannski heldur minna í sniðum, allavega í byrjun. Að vera með þessar grunnvörur til bygginga. Málningu, skrúfur, festingavörur og pípulagnaefni,“ segir Brynjar. Reikna með að opna í næsta mánuði Hann segir að verktakarnir sem standi að þessu renni svolítið blint í sjóinn, en þeir telji mikilvægt að hægt sé að versla byggingarvörur í heimabyggð. „Auðvitað er þetta brekka og menn fara svolítið blint af stað í þetta. Menn þurfa að leggja út býsn af peningum, það er þannig.“ Reiknað er með að reksturinn hefjist í næsta mánuði, sem fyrr segir í því húsnæði sem Húsasmiðjan var áður með. „Þeir afhenda að vísu ekki húsið fyrr en núna um mánaðarmótin. Þá fáum við þetta afhent og þá er ekkert annað að gera en að fara að rusla upp.“
Neytendur Norðurþing Byggingariðnaður Verslun Tengdar fréttir Húsasmiðjunni lokað á Dalvík og Húsavík Verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Starfsmönnum fyrirtækisins í bæjunum verður boðið að vinna í nýrri verslun á Akureyri sem opna á á Freyjunesi á næsta ári. 21. október 2021 19:22 Mest lesið Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Viðskipti innlent Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Samstarf Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkás Viðskipti innlent Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Viðskipti innlent Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Viðskipti innlent Forstjóri Dominos til N1 Viðskipti innlent Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf Fleiri fréttir Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkás Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Sjá meira
Húsasmiðjunni lokað á Dalvík og Húsavík Verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Starfsmönnum fyrirtækisins í bæjunum verður boðið að vinna í nýrri verslun á Akureyri sem opna á á Freyjunesi á næsta ári. 21. október 2021 19:22