Viðskipti innlent

Húsasmiðjunni lokað á Dalvík og Húsavík

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsvarsmenn Húsasmiðjunnar segja rekstur verslana á Húsavík og Dalvík hafa verið erfiðan undanfarin ár.
Forsvarsmenn Húsasmiðjunnar segja rekstur verslana á Húsavík og Dalvík hafa verið erfiðan undanfarin ár. Vísir/Vilhelm

Verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Starfsmönnum fyrirtækisins í bæjunum verður boðið að vinna í nýrri verslun á Akureyri sem opna á á Freyjunesi á næsta ári.

Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að forsvarsmenn fyrirtækisins séu meðvitaðir um mikilvægi þess að smærri og dreifðari byggðir landsins hafi aðgang að góðri þjónustu í heimabyggð. Rekstur verslananna á Húsavík og Dalvík hafi þó reynst þungur undanfarin ár.

„Hörð samkeppni, aukin vefverslun og fleiri breytingar á markaði hafa gert það að verkum að rekstur byggingavöruverslana og timbursölu á sér ekki grundvöll á þessum stöðum,“ segir í tilkynningunni.

Þar er einnig haft eftir Árna Stefánssyni, forstjóra, að þessi ákvörðun hafi reynst þungbær.

„Við munum þrátt fyrir þessa breytingu kappkosta að þjónusta viðskiptavini á Norðurlandi vel, þar á meðal á Dalvík og Húsavík. Jafnframt mun söluskrifstofa verða opnuð á Húsavík í upphafi næsta árs með ráðgjöf fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
4
38
124.480
ICEAIR
2,48
115
592.285
ICESEA
2,04
13
160.248
MAREL
1,72
45
339.065
BRIM
1,32
6
8.495

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-1,64
13
91.497
VIS
-1,51
8
98.717
SVN
-1,21
18
106.451
EIK
-0,85
4
33.645
SIMINN
-0,85
11
45.653
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.