Suðurnesjabær

Fréttamynd

Keflavíkurflugvöllur verði kolefnalaus fyrir 2030

Á aðalfundi ISAVIA var Kristján Þór Júlíusson kjörin stjórnarformaður en hann gegndi embætti sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra til ársins 2021. Nýja stjórn skipa þau Hólmfríður Árnadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Matthías Páll Imsland og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill skoða betur vaktafyrirkomulag og frítökurétt hjá HSS

Heil­brigðis­ráð­herra segir úr­bætur í heil­brigðis­þjónustu Suður­nesja komnar í far­veg. Hann vill skoða betur hvort vakta­fyrir­komu­lag Heil­brigðis­stofnunar Suður­nesja (HSS) skapi furðu­mikinn frí­töku­rétt lækna, sem geri það að verkum að þeir starfi mikið á öðrum heil­brigðis­stofnunum á lands­byggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Kurr í Suðurnesjamönnum vegna HSS

Þingmaður Samfylkingarinnar segir vanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skrifast á vanrækslu stjórnvalda gagnvart Suðurnesjum. Kurr og óánægja sé í íbúum sem eigi skilið almennilega heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn.

Innlent
Fréttamynd

Öldur á Garðskaga náðu yfir 30 metra hæð í óveðrinu

Öldur við Garðskaga á Suðurnesjum náðu ítrekað yfir þrjátíu metra hæð í óveðrinu sem gekk yfir landið síðdegis á mánudag og aðfaranótt þriðjudags. Með því var met slegið í ölduhæð við Íslandsstrendur en það fyrra var frá árinu 1990.

Innlent
Fréttamynd

Glæsilegt jólahús í Garðinum með þúsundum jólasveina

Það tók hjón í Garðinum í Suðurnesjabæ einn mánuð að koma jólaskrautinu sínu upp í húsi þeirra en þar eru þúsundir jólasveina og annað jólaskraut inni í húsinu. Þegar húsbóndinn klappar lófunum þá fer hluti af skrautinu í gang.

Innlent
Fréttamynd

Skóla­­­stjórn­endur og bæjar­yfir­­­völd neita að tjá sig um kærurnar

Hvorki kjörnir full­trúar né starfs­menn Suður­nesja­bæjar vilja tjá sig um lög­­reglu­rann­­sókn sem nú stendur yfir og beinist að fjórum starfs­­mönnum Gerða­­skóla. Móðir stúlku með ADHD kærði starfs­mennina fyrir vonda með­­ferð á dóttur sinni en hún segist hafa horft á einn þeirra snúa hana niður í gólfið fyrir að hafa klórað út í loftið í átt að sér og segir skólann oft hafa lokað dóttur hennar inni í því sem skólinn kallar „hvíldar­her­bergi".

Innlent
Fréttamynd

Segist hafa horft á starfs­mann skólans snúa dóttur sína niður

Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maður Gerða­skóla grunaður um að hafa beitt barn of­beldi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Safnahelgi á Suðurnesjum alla helgina

Þeir sem vilja njóta menningar út í ystu æsar um helgina ættu þá að vera á Suðurnesjunum því þar fer fram Safnahelgi með fjölbreyttum viðburðum. Meðal annars verður hægt að skoða Slökkviliðssafn Íslands, Reykjanesvita, bátasafn, Rokksafn Íslands og kynna sér sögu Kaupfélags Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana eigin­konu sinni

Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði og dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Maðurinn er sagður hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Landsréttur segir að um stórhættulega atlögu hafi verið að ræða og að maðurinn hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni.

Innlent
Fréttamynd

„Íbúar eru mjög sárir yfir þessu“

Reykjanesbær skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið óviðunandi og segist ekki skilja hvers vegna íbúar njóti ekki sömu réttinda og aðrir.

Innlent
Fréttamynd

Kröfu um van­hæfni með­dóms­manns í morð­máli hafnað

Hæsti­réttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eigin­konu sinni í Sand­gerði í fyrra, um að sér­fróður með­dóms­maður viki sæti í málinu fyrir Lands­rétti. Verjandinn taldi tengsl með­dóms­mannsins við þá sem hafa komið að dómi og rann­sókn málsins, þar á meðal réttar­meina­fræðingsins sem krufði konuna.

Innlent