Spá fjölgun farþega og ferðamanna á næsta ári Lovísa Arnardóttir skrifar 20. desember 2023 14:49 Gert er ráð fyrir að farþegar um Keflavíkurflugvöll geti orðið allt að 8,5 milljónir á næsta ári. Aðeins tvisvar hafa þeir verið fleiri. Vísir/Vilhelm Tæplega 8,5 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll á næsta ári samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið 2024. Frá því er greint í tilkynningu. Farþegar hafa aðeins tvisvar verið fleiri. Þá er einnig gert ráð fyrir fjölgun ferðamanna og að fjöldinn verði meiri en þegar hann var mestur árið 2018. Þar segir að gert sé ráð fyrir því að tæplega 2,4 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins um flugvöllinn og að 8,49 milljónir farþega fari um völlinn. Það er 9,6 prósenta aukning frá þeim 7,74 milljónum sem fóru um flugvöllinn á þessu ári Samkvæmt tilkynningunni hafa farþegarnir aðeins tvisvar verið fleiri, 8,8 milljónir 2017 og 9,8 milljónir 2018. Gangi spáin eftir verður árið 2024 þannig það þriðja stærsta í sögu Keflavíkurflugvallar og það stærsta í komu erlendra ferðamanna til Íslands. „Spáin bendir einnig til þess að fjölgun farþega, sem og erlendra ferðamanna, verði hlutfallslega meiri en áður yfir vetrarmánuðina en sumarmánuðina. Það mun styðja við betri og jafnari nýtingu á flugvellinum yfir allt árið og á innviðum ferðaþjónustunnar,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia í tilkynningunni. Farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir næsta ár. Sjá má heildarfjölda eftir mánuðum og hversu mikilli aukningu er gert ráð fyrir frá árinu í ár. Mynd/Isavia Fram kemur í tilkynningunni að yfir sumarmánuðina muni 25 flugfélög fljúga áætlunarflug til 82 áfangastaða og 20 flugfélög til 69 áfangastaða yfir vetrarmánuðina. Ef horft er til þeirra mánaða sem skilgreindir eru sem vetrarmánuðir, það er janúar, febrúar, mars, nóvember og desember, er gert ráð fyrir að farþegum fjölgi um 15,2 prósent eða um 354 þúsund. Yfir sumarmánuðina, apríl til október, er gert ráð fyrir að farþegum fjölgi um 391 þúsund sem er 7,2 prósenta aukning á milli ára. Tengifarþegar um 30 prósent Hlutfall tengifarþega er samkvæmt spánni um 30 prósent af heildarfjölda farþega á næsta ári. En er um 27 prósent á þessu ári. Hlutfall tengifarþega fór mest árið 2018 þegar það var um 40 prósent. Samhliða farþegaspánni var einnig unnin spá um fjölda erlendra ferðamanna sem hingað sækja á næsta ári. Þar er gert ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði tæplega 2,38 milljónir. Það eru um 60 þúsund fleiri en árið 2018 þegar þeir voru 2,32 milljónir sem er mesti fjöldi ferðamanna sem hefur komið til landsins á einu ári. Á næsta ári er gert ráð fyrir að met verði slegið í fjölda ferðamanna á landinu. Ekki fara allir inn í landið sem fara í gegnum flugvöllinn. Vísir/Vilhelm Í ár koma um 2,21 milljónir ferðamanna til landsins og gerir spáin því ráð fyrir 7,3 prósenta aukningu á milli ára. Um 93 þúsund fleiri ferðamenn munu koma yfir vetrarmánuðina á næsta ári samkvæmt spánni, sem 13,4 prósenta aukning á milli ára. Yfir sumarmánuðina er gert ráð fyrir 68 þúsund fleiri ferðamönnum sem er 4,5 prósenta aukning. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Fréttir af flugi Icelandair Play Tengdar fréttir Aukið fjármagn til flugvalla um land allt Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. 29. apríl 2023 10:31 Fjölgun um 68 prósent hjá Play Farþegum hjá Play fjölgaði um 68 prósent í október, samanborið við október í fyrra. Fjölgunin hjá Icelandair á sama tímabili var níu prósent. 7. nóvember 2023 19:46 Farþegum fjölgaði um sextán prósent milli ára Heildarfjöldi farþega Icelandair var um 366 þúsund í maí, sextán prósent fleiri en í maí í fyrra þegar farþegar voru 316 þúsund. Sætaframboð í maí jókst um ellefu prósent miðað við fyrra ár. 6. júní 2023 17:47 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Þar segir að gert sé ráð fyrir því að tæplega 2,4 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins um flugvöllinn og að 8,49 milljónir farþega fari um völlinn. Það er 9,6 prósenta aukning frá þeim 7,74 milljónum sem fóru um flugvöllinn á þessu ári Samkvæmt tilkynningunni hafa farþegarnir aðeins tvisvar verið fleiri, 8,8 milljónir 2017 og 9,8 milljónir 2018. Gangi spáin eftir verður árið 2024 þannig það þriðja stærsta í sögu Keflavíkurflugvallar og það stærsta í komu erlendra ferðamanna til Íslands. „Spáin bendir einnig til þess að fjölgun farþega, sem og erlendra ferðamanna, verði hlutfallslega meiri en áður yfir vetrarmánuðina en sumarmánuðina. Það mun styðja við betri og jafnari nýtingu á flugvellinum yfir allt árið og á innviðum ferðaþjónustunnar,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia í tilkynningunni. Farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir næsta ár. Sjá má heildarfjölda eftir mánuðum og hversu mikilli aukningu er gert ráð fyrir frá árinu í ár. Mynd/Isavia Fram kemur í tilkynningunni að yfir sumarmánuðina muni 25 flugfélög fljúga áætlunarflug til 82 áfangastaða og 20 flugfélög til 69 áfangastaða yfir vetrarmánuðina. Ef horft er til þeirra mánaða sem skilgreindir eru sem vetrarmánuðir, það er janúar, febrúar, mars, nóvember og desember, er gert ráð fyrir að farþegum fjölgi um 15,2 prósent eða um 354 þúsund. Yfir sumarmánuðina, apríl til október, er gert ráð fyrir að farþegum fjölgi um 391 þúsund sem er 7,2 prósenta aukning á milli ára. Tengifarþegar um 30 prósent Hlutfall tengifarþega er samkvæmt spánni um 30 prósent af heildarfjölda farþega á næsta ári. En er um 27 prósent á þessu ári. Hlutfall tengifarþega fór mest árið 2018 þegar það var um 40 prósent. Samhliða farþegaspánni var einnig unnin spá um fjölda erlendra ferðamanna sem hingað sækja á næsta ári. Þar er gert ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði tæplega 2,38 milljónir. Það eru um 60 þúsund fleiri en árið 2018 þegar þeir voru 2,32 milljónir sem er mesti fjöldi ferðamanna sem hefur komið til landsins á einu ári. Á næsta ári er gert ráð fyrir að met verði slegið í fjölda ferðamanna á landinu. Ekki fara allir inn í landið sem fara í gegnum flugvöllinn. Vísir/Vilhelm Í ár koma um 2,21 milljónir ferðamanna til landsins og gerir spáin því ráð fyrir 7,3 prósenta aukningu á milli ára. Um 93 þúsund fleiri ferðamenn munu koma yfir vetrarmánuðina á næsta ári samkvæmt spánni, sem 13,4 prósenta aukning á milli ára. Yfir sumarmánuðina er gert ráð fyrir 68 þúsund fleiri ferðamönnum sem er 4,5 prósenta aukning.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Fréttir af flugi Icelandair Play Tengdar fréttir Aukið fjármagn til flugvalla um land allt Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. 29. apríl 2023 10:31 Fjölgun um 68 prósent hjá Play Farþegum hjá Play fjölgaði um 68 prósent í október, samanborið við október í fyrra. Fjölgunin hjá Icelandair á sama tímabili var níu prósent. 7. nóvember 2023 19:46 Farþegum fjölgaði um sextán prósent milli ára Heildarfjöldi farþega Icelandair var um 366 þúsund í maí, sextán prósent fleiri en í maí í fyrra þegar farþegar voru 316 þúsund. Sætaframboð í maí jókst um ellefu prósent miðað við fyrra ár. 6. júní 2023 17:47 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Aukið fjármagn til flugvalla um land allt Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. 29. apríl 2023 10:31
Fjölgun um 68 prósent hjá Play Farþegum hjá Play fjölgaði um 68 prósent í október, samanborið við október í fyrra. Fjölgunin hjá Icelandair á sama tímabili var níu prósent. 7. nóvember 2023 19:46
Farþegum fjölgaði um sextán prósent milli ára Heildarfjöldi farþega Icelandair var um 366 þúsund í maí, sextán prósent fleiri en í maí í fyrra þegar farþegar voru 316 þúsund. Sætaframboð í maí jókst um ellefu prósent miðað við fyrra ár. 6. júní 2023 17:47