

Yfirvöld höfðu engar upplýsingar um að hundrað og fimmtíu kíló af sprengiefni hefðu verið geymd í gámi í Njarðvík. Ekki er útilokað að sprengiefni sé geymt víðar við óviðundandi aðstæður.
Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi.
Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið.
Íbúar í Reykjanesbæ eru sagðir mega búast við því að verða varir við sprengingar þegar efninu verður eytt í kvöld.
Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld.
Leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar í Domino's deild karla mun fara fram á tilsettum tíma klukkan 20:15 í kvöld þrátt fyrir rýmingaraðgerðir í Njarðvík í dag.
Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík.
Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Airport Associates sem grunaður er um aðild að stóru fíkniefnamáli sem kom upp á Suðurnesjum fyrir viku var framlengt í gær um viku auk þess honum er gert að sæta einangrun. Lögmaður mannsins hefur kært úrskurðinn til Landsréttar.
Sex lítrar af amfetamínbasa fundust á geymslugólfi og tvö kíló af kókaíni fundust fyrir ofan loftklæðningu íbúðar eins mannanna sem grunaðir eru um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins.
Lögreglu á Suðurnesjum var um helgina tilkynnt að fjórum felgum með hjólbörðum hefði verið stolið undan bílaleigubíl í umdæminu.
Eldurinn sem olli altjóni á íbúð í Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudags virðist hafa kviknað í stofu íbúðarinnar.
Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra eru sex íbúir í húsinu og voru þær allar rýmdar. Um mikinn eld var að ræða. Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar.
Þrátt fyrir játningu sakbornings varð seinagangur við rannsókn lögreglu á alvarlegu húsbroti þar sem ráðist var á húsráðanda og hann stórslasaður til þess að aldrei var gefin út ákæra. Lögmaður mannsins sem ráðist var á segir óboðlegt að skjólstæðingur hans sitji óbættur hjá garði.
Kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi, þar af eru þrír mánuðir skilorðsbundnir, fyrir að hafa ráðist á sambýlismann sinn vopnuð tveimur eldhúshnífum í júlí árið 2017. Konan sagðist iðrast gjörða sinna mjög.
Inkasso-lið Keflavíkur verður með tvo þjálfara næsta sumar því Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í dag ráðinn sem annar þjálfari liðsins.
Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum.
Fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, hefur fjárfest í tveimur íbúðum á Ásbrú og leigir þær nú þegar út. Hann segist hafa trú á steypu og Reykjanesi.
Kona kom á lögreglustöðina í Keflavík í mánudag og tilkynnti að hún hefði verið bitin af hundi.
Gunnar Magnús Jónsson verður áfram með kvennalið Keflavíkur.
Vegfarandi gekk fram á handsprengju á Pattersonsvæðinu svokallaða við Ásbrú um helgina og tilkynnti fundinn til lögreglu.
Gerð var húsleit á heimili ökumanns sem hafði verið stöðvaður án ökuréttinda.
Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út vegna elds sem kviknaði í vinnuskúr við leikskóla að Tjarnabraut í Reykjanesbæ.
Meint fjársvik Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon, nema um 1,8 milljarði króna samkvæmt þremur stefnum.
Byggðasafn Reykjanesbæjar safnar nú varnarliðsmunum en til stendur til að opna stærðarinnar sýningu um sögu varnarliðsins á næstu árum. Nú þegar hafa merkir munir safnast og eru þeir varðveittir í stóru geymsluhúsnæði safnsins.
Hljómsveitin Tindersticks heldur tónleika í Hljómahöll föstudaginn 7. febrúar næstkomandi. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hljómahöll í dag. Miðasala hefst á föstudaginn klukkan 11 á Tix.
Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna.
Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesjum var tilkynnt um eld í ljósi við sundlaugina í skólanum.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út að húsi við Fífumóa í Reykjanesbæ á sjöunda tímanum í morgun.
Lögreglan á Suðurnesjum svipti í gær erlendan ökumann ökuréttindum til bráðabirgða. Það var gert eftir að hann mældist á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni.
Lögregla rannsakar nú málið.