Viðskipti innlent

Ætla að segja upp samningi við Thorsil í Helguvík

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Helguvík við Reykjanesbæ.
Frá Helguvík við Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm

Samningi Reykjaneshafnar og Thorsil ehf. um uppbyggingu kísilverksmiðju á Helguvík verður sagt upp. Stjórn Reykjaneshafnar fól hafnarstjóra að rifta samningnum frá og með mánaðamótum á fundi sínum í dag.

Víkurfréttir segja frá ákvörðun stjórnar Reykjaneshafnar í dag. Stjórnin líti svo á að Thorsil hafi vanefnt samningsskyldur sínar í ljósi þess að félagið hafi ekki innt af hendi gjöld sem því bar samkvæmt samningum.

„Á tímum óvissu og atvinnubrests er þörf á allri uppbyggingu til að vega upp á móti óheillavænlegri þróun. Stjórn Reykjaneshafnar telur óforsvaranlegt að bíða endalaust í óvissu á meðan nýir aðilar óska eftir samræðum um framtíðaruppbyggingu,“ hafa Víkurfréttir upp úr afgreiðslu stjórnarinnar.

Lóðar- og hafnarsamningurinn við Thorsil var undirritaður í apríl árið 2014. Í honum fólst að Reykjaneshöfn tryggði Thorsil lóðaraðstöðu vegna fyrirhugaðar kísilverksmiðju á iðnaðarsvæðinu í Helguvík.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.