Utanríkismál

Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga
Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum.

Setja 150 milljónir aukalega í að aðstoða Palestínumenn
Íslensk stjórnvöld ætla að veita 150 milljónum króna aukalega til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrri ríkisstjórn stöðvaði framlög Íslands til stofnunarinnar tímabundið vegna ásakana Ísraela um tengsl hennar við Hamas-samtökin.

Stefna ríkisstjórnarinnar um „öryggi og varnir“ er skýr og skynsamleg
Hernaðarlegt framlag Íslands ræðst af staðsetningu þess og lýtur aðallega að fælingarstefnu NATO gegn Rússlandi. Fælingin snýst um að reyna að sannfæra rússnesk stjórnvöld um það fyrirfram að árás á NATO – sem rétt er að taka fram að er almennt talin ólíkleg - yrði ekki bara svarað á meginlandinu.

Trumpistar eru víða
Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst.

Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hjólar í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra fyrir að kalla Donald Trump „heillandi“ í viðtali í dag. Framkoma Þorgerðar sé niðurlægjandi fyrir konur og alla sem láta sig mannréttindi varða.

Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi.

Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu?
Formenn flokka í ríkisstjórn Íslands hafa birt grein um öryggi og varnir Íslands. Ég get ekki séð að hér sé um neina breytingu að ræða þrátt fyrir breytta heimsmynd. Það er nefnilega sérstakt að horfa upp á hvernig stríðs- og utanríkisstefna Vesturlanda heldur áfram að rugga heimsbyggðinni, ár eftir ár, áratug eftir áratug, án þess að nokkurt raunverulegt uppgjör eða lærdómur eigi sér stað.

Senda þjóðinni „skýr skilaboð“ á óróatímum
Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin verða áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands og ekki verður eðilsbreyting á sambandi Íslands og NATO. Þá verður ráðist í að styrkja innviði hér á landi sem styðja við öryggi og varnir landsins og er markmiðið að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt.

Öryggi og varnir Íslands
Við Íslendingar höfum búið við öryggi og frið frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Samfélagið okkar er meðal þeirra öruggustu og friðsælustu í heimi og hér ríkir traust og samheldni sem gerir Ísland að frábæru landi og fyllir okkur stolti.

Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun en þar eru samankomnir stjórnmálaleiðtogar bandalagsríkja að ræða stöðuna í heimsmálum með tilliti til hernaðar- og varnarmála. Áfram geisar stríð í Úkraínu og mikið hefur verið um að vera

Ísland muni ekki verja fimm prósentum til varnarmála
Utanríkisráðherra segir fullan skilning á því innan Atlantshafsbandalagsins að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem okkur er gert að fjárfesta í.

Flaug í einkaflugi með Støre
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur farið í átta ferðir til útlanda til að sækja tíu fundi og fara í eina vinnuheimsókn frá því að hún tók við embætti í lok síðasta árs.

Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd
Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum.

Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael
Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi.

„Við lifum ekki á friðartímum“
Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin.

Sæki um íslenska vegabréfsáritun til að ferðast annað
Starfsfólk lögregluembættisins á Suðurnesjum segist taka eftir því að einstaklingar sæki um vegabréfsáritun hérlendis án þess að hyggjast ferðast um landið. Svar við umsóknum berst hraðar hérlendis og nýta einstaklingar sér það til að komast inn á Schengen-svæðið. Lögreglustjóri kallar eftir skýrari lagaheimild til að afturkalla vegabréfsáritanir.

Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands
Fulltrúi ríkisstjórnarinnar sat á dögunum fund með utanríkisráðherrum og öðrum fulltrúum fjórtán Evrópuríkja sem hafði það að marki að samhæfa aðgerðir gegn skuggaflota Rússa. Flotann nota Rússar til að komast undan þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja.

Bein útsending: Réttlæti og ábyrgð – Vernd barna í Úkraínu
„Réttlæti og ábyrgð: Vernd barna í Úkraínu“ er yfirskrift opins fundar á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og UNICEF á Íslandi sem fram fer í Auðarsal í Veröld - húsi Vigdísar milli klukkan 12 og 13:15 í dag.

Fimmtán Íslendingar vilja komast heim
Hópur Íslendinga hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að komast frá Íran og Ísrael. Bandaríkjaforseti gefur óljós svör um hvort hann blandi sér í deiluna.

Segir landráðskæru fráleita: „Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir íslenskt samfélag“
Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir kæru Samtakanna Þjóðfrelsis á hendur utanríkisráðherra um landráð, vera í skilningi laganna með öllu haldlausa. Róbert lítur svo á að kærunni hljóti að vera umsvifalaust vísað frá.

Þórdís kemur Þorgerði til varnar: „Birtingarmynd pólitískra öfga“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, kemur arftaka sínum til varnar eftir að samtökin Þjóðfrelsi kærðu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við bókun 35. Hún kallar kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkisráðherra.

Kæra utanríkisráðherra fyrir landráð
Samtökin Þjóðfrelsi, sem telja að sögn Arnars Þórs Jónssonar forsvarsmanns þverpólitískan og fjölbreyttan hóp, hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35.

Þjóð sem lætur kyrrt liggja?
Við Íslendingar stöndum frammi fyrir einni af stærstu ákvörðunum í utanríkismálum Íslands í áratugi: Hvort þjóðin vilji endurvekja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eigi síðar en árið 2027. Nú er því rétti tíminn til að byrja að ræða málið opinskátt, af yfirvegun og með framtíðina að leiðarljósi.

Umræðu um bókun 35 aftur frestað
Þingfundi á Alþingi lauk um tuttugu mínútur yfir fjögur en þá hafði hann staðið í um sex klukkustundir. Umræður um frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 á Alþingi höfðu þegar staðið í sex klukkustundir á föstudagskvöld þegar henni var frestað fram á laugardagsmorgun. Umræðunni hefur aftur verið frestað fram á þriðjudag.

Ríkið keypti nýjan sendiherrabústað á 750 milljónir
Íslenska ríkið hefur fest kaup á nýjum sendiherrabústað í Noregi. Fyrir valinu varð 363 fermetra íbúð í dýru hverfi í miðbæ Óslóar við höfnina, og nam kaupverðið 59,8 milljónum norskra króna, sem samsvara tæplega 754 milljónum íslenskra miðað við gengi dagsins.

Brimrót og veðragnýr í alþjóðamálum
Það er gömul saga og ný að það skiptast á skin og skúrir í sambúð þjóða og samfélaga. Aðstæður og umhverfi alþjóðamála taka breytingum frá einum tíma til annars og ríki þurfa sífellt að huga að því hvernig hagsmunum þeirra er best fyrir komið í samfélagi þjóðanna, hvort sem litið er til stjórn- eða öryggismála, efnahags-, menningar- eða félagsmála o.fl.

Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga
Ísland ætti að hætta að beita gæsluvarðhaldsfanga einangrunarvistun að sögn sjálfstæðs sérfræðings Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur íslensk stjórnvöld einnig til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi farenda. Að öðru leyti sé Ísland í fremstu röð í erlendum samanburði hvað varðar mannréttindi og lýðræði.

Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi
Varðberg, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar standa að opnum fundi um öryggismál á norðurslóðum milli klukkan 15 og 17 í dag. „Norðurslóðir í breyttum heimi“ er yfirskrift málstofunnar en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Að vinda ofan af gullhúðun
Ísland hefur ítrekað gengið lengra en nauðsynlegt er við innleiðingu reglna frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þetta fyrirkomulag, sem oft er kallað gullhúðun eða blýhúðun, hefur allajafna í för með sér aukið og íþyngjandi flækjustig, hærri kostnað og meiri óvissu fyrir einstaklinga, sveitarfélög og fyrirtæki hér á landi.

EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála
Ísland, Noregur og Liechtenstein, EFTA-ríkin innan EES, og Evrópusambandið hafa sammælst um að efla samstarf sitt á sviði utanríkis- og öryggismála.