
Tommi gekk út af James Bond fyrir hlé
Tómas Tómasson, veitingamaður og nýr þingmaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýjustu Bond myndina No Time To Die.

Þekktur slagarasmiður fallinn frá
Breski lagasmiðurinn og leikskáldið Leslie Bricusse, sem kom að gerð ótal þekktra laga úr heimi kvikmynda og söngleikja, er látinn. Hann lést í Saint-Paul-de-Vence í Frakklandi í gær.

„Ég elska þennan karakter“
Kvikmyndin No Time To Die var frumsýnd á dögunum í kvikmyndahúsum um land allt.

Mættu of snemma á Bond og byrjuðu á endanum
Gestir á sexsýningu á James Bond myndinni No Time to Die í Háskólabíó í gær urðu þess varir þegar par á miðjum aldri gekk inn í salinn þegar um stundarfjórðungur var eftir af myndinni og spennan að ná hámarki. Fljótlega kom í ljós að parið var á réttum stað en á röngum tíma.

„Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur“
Þrír af helstu sérfræðingum í James Bond á Íslandi kunnu vel að meta No Time to Die, nýjustu myndina um einkaspjæjara hinnar hátignar. Einn hefur hitt Daniel Craig, sem lék Bond í fimmta og síðasta skiptið í myndinni, og ber honum ekki vel söguna.

No Time to Die: Gamli fær verðskuldað frí
Svanasöngur Daniels Craig í hlutverki James Bond, leynilega þjóns hennar hátignar, er nú kominn í kvikmyndahús. Almennt hafa viðtökurnar verið mun jákvæðari en á síðustu Bond-mynd, Spectre.

Pallborðið: Er James Bond orðinn of mjúkur?
Nýjasta James Bond-myndin hefur verið í sýningum í kvikmyndahúsum landsins í tæpa viku.

Mættu á fyrstu sýningu á James Bond um kaffileytið
Nýjasta myndin um James Bond var frumsýnd víða um land í dag og var sýnd hvorki meira né minna en 36 sinnum á fyrsta degi.

James Bond sýnd 36 sinnum á Íslandi í dag
Nýja James Bond-myndin, No Time To Die, er fyrst sýnd á Íslandi klukkan 14.40 í Sambíóunum í Kringlunni í dag. Sú frumsýning veltur síðan af stað samfelldri endursýningu á myndinni um allt land fram yfir miðnætti.

Stjörnurnar flykktust á langþráða Bond frumsýningu
Bond kvimyndin No Time To Die var frumsýnd í Royal Albert Hall í London í gær. Upprunalega átti að frumsýna myndina fyrir ári síðan en ákveðið var að fresta því vegna heimsfaraldursins.

Sjáðu nýja stiklu úr James Bond myndinni sem beðið hefur verið eftir
Í dag var birt glæný stikla úr nýjustu kvikmyndinni um útsendarann James Bond. Myndin verður loksins frumsýnd nú í haust eftir vægast sagt langa bið. Frumsýningu hefur verið frestað þó nokkrum sinnum vegna Covid-19.

Hefur tekið mannanafnanefnd í sátt og fær að heita Bond
Mannanafnanefnd hefur samþykkt fjölda nýrra nafna það sem af er ári. Maður sem hefur ávallt verið kallaður Bond er í skýjunum með að hafa fengið nafnið samþykkt.

Faraldurs-stíflan brestur loksins í haust
Frumsýningum fjölmargra kvikmynda hefur verið frestað á tíma nýju kórónuveirunnar en nú virðist sem að stíflan sé að bresta. Fram að jólum verða fjölmargar efnilegar kvikmyndir frumsýndar (vonandi).

Myrtu alla James Bond
Netverjar nokkrir tóku sig til og bjuggu til dauðasenur fyrir hvern James Bond, það er hverja útgáfu njósnarans sem leikin er af hverjum leikara. Netverjarnir sem um ræðir eru tæknibrellusérfræðingar sem halda úti YouTube-rásinni Corridor Crew.

Amazon kaupir MGM og James Bond
Amazon hefur gert samning um að kaupa kvikmyndaver og kvikmynda- og þáttasafn fyrirtækisins MGM. Þar með er njósnarinn frægi, James Bond, kominn í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. MGM kostar Amazon 8,45 milljarða dala, sem samsvarar um einni billjón króna.

Leikarinn Paul Ritter er látinn
Enski leikarinn Paul Ritter er látinn, 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Friday Night Dinner og Chernobyl, sem og kvikmyndum um Harry Potter og James Bond.

Bond-leikarinn Yaphet Kotto er látinn
Bandaríski leikarinn Yaphet Kotto, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Alien og Bond-myndinni Live and Let Die, er látinn. Hann varð 81 árs gamall.

Nýju Bond-myndinni enn frestað
Frumsýningu á nýju myndinni um njósnara hinnar hátignar James Bond, No Time to Die, hefur enn á ný verið frestað. Aðstandendur myndarinnar tilkynntu í nótt að nýr frumsýningardagur sé 8. október næsta haust.

Tanya Roberts látin
Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts er látin, 65 ára að aldri. Frá þessu greinir TMZ í dag. Þetta er í annað sinn sem tilkynnt er um andlát Roberts á tveimur dögum en fyrri tilkynningin reyndist á misskilningi byggð.

Tanya Roberts ranglega sögð látin
Fréttir af andláti bandarísku leikkonunnar og fyrirsætunnar Tönyu Roberts eru stórlega ýktar. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greindi ranglega frá andláti hennar í gær og hafði eftir talsmanni hennar.