
Talið líklegt að mjög ósiðlegt rapplag hafi valdið upplausn á dvalarheimilum
Í Íslandi í dag var lofi ausið yfir skrif Grétars Þórs Sigurðssonar blaðamanns á Twitter að undanförnu, einkum fyrir myndbrot sem hann tók upp af Rás eitt og birti á samfélagsmiðlinum.

Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“
Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum.

Meiriháttar gagnaleki hjá Twitter gæti ógnað andófsfólki
Tölvuþrjótar láku upplýsingum um 235 milljónir notenda samfélagsmiðilsins Twitter og tölvupóstföngin sem þeir notuðu til þess að stofna reikninga sína. Með gögnunum er mögulegt að rekja spor nafnlausra notenda sem gæti ógnað öryggi andófsfólks.

Höfða mál gegn Twitter vegna vangoldinnar leigu
Eigendur skrifstofuhúsnæðis Twitter í San Francisco í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn samfélagsfyrirtækinu og segja Twitter ekki hafa greitt leigu. Félagið Columbia Reit-650 California LLC segir Twitter skulda 136.260 dali vegna leigu en önnur fyrirtæki hafa einnig höfðað mál gegn Twitter vegna vanefnda.

Er Musk að „trömpa” Twitter?
Notendur Twitter hafa sennilega aldrei verið tvístraðri. Er Elon Musk kærulaus og eigingjarn miljarðamæringur sem veður áfram hugsunarlaust? Eða er hann óeigingjarn miljarðamæringur sem vill mannkyninu vel og fórnar sér fyrir málstaðinn? Þetta ættu í grófum dráttum að vera pólarnir sem annað hvort laða fram hatur eða ást á fyrirbærinu Elon Musk.

Gærdagurinn sá versti í átta mánuði hjá Tesla
Virði hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla var í gær lægra en það hefur verið í meira en tvö ár. Fjárfestar í Tesla óttast að Musk einbeiti sér of mikið að samfélagsmiðlinum Twitter.

Musk metur martraðaspá Medvedev marklausa
Dmitry Medvedev, náinn bandamaður Vladimír Pútín og fyrrverandi forseti Rússlands, birti í gær sína spá fyrir árið 2023. Margt í spánni mætti flokka sem galið en meðal þeirra sem svöruðu forsetanum fyrrverandi var Elon Musk, forstjóri Twitter. Hann sagði spána vera þá fáránlegustu sem hann hefur á ævi sinni heyrt.

Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu
Það vakti talsverða athygli þegar að Hagstofan tilkynnti á heimasíðu sinni í vikunni að stofnunin yrði lokuð í fjóra daga nú um hátíðirnar.

Gengur illa að laða auglýsendur aftur á Twitter
Elon Musk og öðrum yfirmönnum Twitter eiga í erfiðleikum með að fá stærstu auglýsendur samfélagsmiðilsins aftur af borðinu en flestir þeirra eru hættir að auglýsa þar.

Musk hyggst hætta þegar arftakinn er fundinn
Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hyggst láta af störfum sem forstjóri samfélagsmiðlarisans Twitter þegar búið er að finna einhvern sem sé „nægilega vitlaus til að taka starfið að sér“.

Musk vill takmarka kannanir við áskrifendur Twitter
Auðjöfurinn Elon Musk segir að breyting verði gerð á framkvæmd kannana um stefnubreytingar hjá samfélagsmiðlinum. Eingöngu áskrifendur muni fá að taka þátt í þeim en hann tilkynnti þessa breytingu eftir að notendur greiddu atkvæði um að hann ætti að stíga til hliðar sem forstjóri Twitter.

Blæs til skoðanakönnunar um hvort hann eigi að hætta
Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, hefur blásið til skoðanakönnunar um hvort hann eigi að hætta sem forstjóri. Hann kveðst ætla að fylgja niðurstöðunni.

Twitter bannar hlekki á aðra samfélagsmiðla
Samfélagsmiðillinn Twitter hyggst banna færslur sem vísa eingöngu á aðra samfélagsmiðla. Miðillinn mun einnig eyða aðgöngum sem aðeins eru notaðir til að auglýsa efni á öðrum samfélagsmiðlum.

Musk leitar að auknu fjármagni
Auðkýfingurinn Elon Musk leitar nú að fjárfestum til að kaupa hluti í Twitter á sama verði og Musk greiddi sjálfur fyrir fyrirtækið þegar hann varð stærsti hluthafinn með hlutabréfakaupum upp á 44 milljarða dollara.

Segir bönnuðu blaðamennina hafa deilt ígildi „launmorðshnita“
Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur eytt reikningum nokkra þekktra blaðamanna sem að undanförnu hafa fjallað um auðkýfinginn Elon Musk, eiganda Twitter. Sjálfur segir Musk að blaðamennirnir hafi deilt staðsetningu hans, sem ígildi „launmorðshnitum“.

„Ég fann norðurevrópska kuldann fylla hjartað mitt þegar ég fylgdist með þessu“
Sigurjón Guðjónsson (@SiffiG) og Tómas Steindórsson (@tommisteindors), báðir einkum þekktir af málflutningi sínum á samfélagsmiðlinum Twitter, voru fengnir í pallborð Íslands í dag til að gera upp árið á Twitter.

Borga ekki leigu og íhuga að borga ekki uppsagnarfrest
Elon Musk, nýr eigandi samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, hefur gert umfangsmiklar breytingar á lögmannateymi fyrirtækisins og virðist undirbúa sig fyrir baráttu fyrir dómstólum. Fyrirtækið hefur ekki greitt leigu fyrir höfuðstöðvar þess í San Francisco og annað skrifstofuhúsnæði víða um heim í nokkrar vikur.

Musk leysir upp ráðgjafaráð um öryggi notenda
Samfélagsmiðillinn Twitter leysti skyndilega upp utanaðkomandi ráðgjafaráð um traust og öryggi notenda rétt áður en það átti að funda með stjórnendum miðilsins. Persónuárásir Elons Musk, eiganda Twitter, leiddu til þess að fyrrverandi stjórnandi flúði heimili sitt ásamt fjölskyldu sinni.

Áskrifendur fá möguleikann á því að breyta tístum
Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur frá og með í dag opnað fyrir kaup á hinu svokallaða bláa merki á samfélagsmiðlinum í gegnum mánaðarlega áskrift. Áskrifendur munu njóta ýmissa möguleika umfram aðra notendur, þar á meðal munu þeir geta breytt tístum eftir á. Iphone-notendur þurfa þó að greiða hærra verð en aðrir.

Gagnrýna transfóbískt samsæristíst Musk
Fjöldi bandarískra þingmanna og vísindamanna gagnrýna nú Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter, fyrir transfóbískt tíst þar sem hann réðst á æðsta yfirmann sóttvarnamála í kórónuveirufaraldrinum.