Persónuvernd

Hverjir „trakka“ okkur og börnin okkar – og hvað svo?
Í tilefni alþjóðlegs dags persónuverndar

Ólöglegar kökur
Flestir sem fara um internetið kannast við fyrirbæri sem kallaðar eru vafrakökur. Kökur þessar gera eigendum vefsíðna kleift að fylgjast með hegðun okkar á vefsíðunni og afla þannig gagna sem nýtast í viðskiptum þeirra en þær geta líka nýst þriðju aðilum eins og samfélagsmiðlum.

Síður um stjórnanda sem „varð á“ verði fjarlægðar úr Google-leit
Persónuvernd hefur úrskurðað að Google skuli fjarlægja ákveðnar vefsíður um mann, sem gegnir stjórnunarstöðu í samfélaginu, úr leitarvél sinni. Maðurinn kvartaði til Persónuverndar sem mat það sem svo að einkalífsverndarhagsmunir mannsins og réttur hans til að gleymast væru ríkari en hagsmunir almennings að því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum um hann.

Meiriháttar gagnaleki hjá Twitter gæti ógnað andófsfólki
Tölvuþrjótar láku upplýsingum um 235 milljónir notenda samfélagsmiðilsins Twitter og tölvupóstföngin sem þeir notuðu til þess að stofna reikninga sína. Með gögnunum er mögulegt að rekja spor nafnlausra notenda sem gæti ógnað öryggi andófsfólks.

Var heimilt að synja beiðni um eyðingu gagna úr Íslendingabók
Persónuvernd segir Íslenskri erfðagreiningu hafa verið heimilt að synja konu um að upplýsingar um hana og ólögráða barn hennar yrðu fjarlægðar úr Íslendingabók. Var vinnsla upplýsingana sögð nauðsynleg vegna ættfræðirannsókna og í sagnfræðilegum tilgangi.

Vilja banna ríkisstarfsmönnum að nota Tiktok
Bandarískum alríkisstarfsmönnum verður bannað að nota kínverska samfélagsmiðilinn Tiktok á tækjum í eigum ríkisins verði frumvarp að um útgjöld ríkisins að lögum í óbreyttri mynd. Þarlend yfirvöld telja forritið geta ógnað þjóðaröryggi.

Ríkir gagnsæi hjá þínu fyrirtæki?
Í persónuverndarlögum segir að markmið þeirra sé m.a. að stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Stór þáttur í því að njóta friðhelgi einkalífsins gagnvart vinnslu persónuupplýsinga er að vinnslan teljist gagnsæ og sanngjörn, þ.e. uppfylli skilyrði sanngirnisreglu persónuverndarlaga.

Rétturinn til að gleymast ekki algildur
Persónuvernd er sammála niðurstöðu Google LLC um að hagsmunir almennings vegi þyngra en einkalífshagsmunir þjóðþekkts einstaklings í máli þar sem viðkomandi reyndi að fá frétt um meint einelti afmáð af leitarvélum tæknirisans. Forstjóri Persónuverndar segir að á hverju ári leiti til Persónuverndar einstaklingar sem hafa fengið synjun frá Google.

Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit
Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast.

Ráðleggja HM-gestum að nota einnota síma
Frönsk persónuverndaryfirvöld ráðleggja þeim sem ætla að sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar að nota einnota eða tóma síma til þess að forðast að lenda upp á kant við þarlend yfirvöld. Sérfræðingar hafa varað við því að yfirvöld í Katar geti njósnað um fólk með tveimur forritum sem gestir þurfa að ná í.

Ekki brotið á lögreglumönnunum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Nefnd um eftirlit með lögreglu brutu ekki á tveimur lögreglumönnum sem sinntu lögreglustörfum í Ásmundarsal á Þorláksmessu árið 2020. Lögreglumennirnir kvörtuðu yfir því að meðferð á upptökum úr búkmyndavélum þeirra hafi verið brot á persónuverndarlögum.

Brot gegn persónuverndarlögum misnotkun á markaðsráðandi stöðu?
Tæknirisar nútímans hafa umtalsverðan markaðsstyrk og viðskiptamódel þeirra grundvallast að miklu leyti á söfnun persónuupplýsinga

Neytendasamtökin misskilji dóma um Google Analytics
Þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera segir það ekki rétt að Google Analytics hafi verið bannað í nokkrum Evrópuríkjum. Persónuvernd eigi að gefa út leiðbeiningar en ekki banna tólið.

Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað
Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu.

Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics
Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi.

Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp
Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis.

Ættingjar fordæma útgáfu bókarinnar Elspa – saga konu
Ættingjar Elspu Sigríðar Salberg Olsen fordæma útgáfu nýrrar ævisögu hennar sem Guðrún Frímannsdóttir félagsráðgjafi skráði.

Sekta Meta um 57,7 milljarða króna
Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri.

Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum
Íslensk stjórnvöld eru í 4. sæti meðal Evrópuþjóða í stafrænni þjónustu og markmiðið er að gera enn betur á komandi árum. Markmið Stafræns Íslands er að gera aðgengi að upplýsingum og þjónustu auðveldari á komandi árum.

Er verið að njósna um þig?
Aðalfundur Neytendasamtakanna samþykkti í lok síðasta árs ályktun þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að tryggja stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum og til að beita sér fyrir banni við netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum, svonefndum njósnaauglýsingum.